USA: Stórfelld svik og allsherjarhrun yfirvofandi
18.10.2010 | 02:54
Dylan Ratigan á MSNBC fjallar hér um stórfelld svik sem eru að koma í ljós vestanhafs í tengslum við fasteignalán. Viðmælendur hans taka svo djúpt í árinni að segja algjöra óvissu uppi um lögmæti nánast allra útistandandi húsnæðislána á markaðnum, sem nemur 45 trilljónum dala. Fyrir vikið eru nauðungaruppboð á grundvelli þessara lána að öllum líkindum ólögleg.
Í þætti Parker Spitzer á CNN er svo fjallað um hvernig kaupendur skuldabréfa sem tryggð eru með veði í þessum lánasöfnum (aðallega lífeyrissjóðir) eru að vakna upp við þann vonda draum að þeim hafi verið seld svikin vara.
Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hrunið 2008 verði hjóm eitt í samanburði við það fárviðri sem virðist í uppsiglingu á fjármálamörkuðum. Bill Black doktor í afbrotafræði hvítflibbaglæpa, sem er þekktur fyrir rannsóknir sínar á efnahagsbrotum, útskýrir hvernig þessi svik voru framin í fyrirlestrinum "The Great American Bank Robbery" í Kaliforníuháskóla:
Þeim sem vilja fræðast betur um smáatriðin er bent á að lesa þetta hér: Are ALL Mortgage Backed Securities a Scam?
Dalur styrkist gagnvart krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:43 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir plöggið, þetta er hrollvekjandi, á sama tíma og margir telja enn að USA sé fjárhagslegt heimsveldi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.10.2010 kl. 05:33
Takk fyrir, Guðmundur (og sæl Jenný). Það var ljóst fyrir löngu að þriggja hæða lánapakkar ofan á súpu fasteigna gera það að verkum að ómögulegt er að ganga að einni fasteign sem skuldar- eða veðeigandi. En nú eru stjórnvöld og bankar sammála um að viðhalda blekkingunni, því að annars stendur ekki steinn yfir steini. Það hlýtur að koma að endalokunum.
Blekkingin hér heima er af líkum meiði. Veð bankanna eru haldlítil en ríki og kröfuhafar vilja halda söfnunum uppi í virði til þess að þetta líti vel út og sé seljanlegt, þannig að raunverulegt tap ríkis og sjóða komi ekki í ljós. Þannig verði hægt að greiða Icesave og draga milljón kanínur upp úr einum hatti.
Ívar Pálsson, 18.10.2010 kl. 06:45
"draga milljón kanínur upp úr einum hatti"
Vel að orði komist!
Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2010 kl. 17:20
Katla - Bandaríkjanna
Birgir Viðar Halldórsson, 18.10.2010 kl. 21:36
Og sífellt versnar það:
Banks ‘hired hair stylists’ to vet foreclosures (AP)
In an effort to rush through thousands of home foreclosures since 2007, financial institutions and their mortgage servicing departments hired hair stylists, Walmart floor workers and people who had worked on assembly lines and installed them in "foreclosure expert" jobs with no formal training, a Florida lawyer says.
In depositions released Tuesday, many of those workers testified that they barely knew what a mortgage was. Some couldn't define the word "affidavit." Others didn't know what a complaint was, or even what was meant by personal property. Most troubling, several said they knew they were lying when they signed the foreclosure affidavits and that they agreed with the defense lawyers' accusations about document fraud.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2010 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.