Bankahrun #2: Hver eru skilaboðin?

Avant, eitt af eignaleigufyrirtækjunum þremur er farið niður og tekur móðurbankann með sér í fallinu. Askar Capital og kröfuhafar þess munu lýsa kröfum í bú Avant, enda eiga þeir sjö milljarða kröfu í búið. Askar mun því fá hlutfallslega jafn mikið úr þrotabúi Avant og hinn almenni lántakandi en vegna þeirrar háu kröfu mun krónutalan sem félagið fær verða umtalsverð. Þannig sjá fyrrum eigendur fram á að fá meira í sinn hlut með því að setja fyrirtækið í gjaldþrot heldur en að leggja því til aukið fé sem færi í endurgreiðslur til þeirra sem hafa ofgreitt lán sín.

Fyrrverandi forstjóri Askar Capital, þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson, hafði þetta um málið að segja: "Það er mjög leiðinlegt og sorglegt þegar fyrirtæki fara á hausinn." "...þeir sem hafa greitt of mikið fá sáralítið upp í kröfur sínar, þ.a. mér finnst þetta fremur óhuggulegt." Svo mörg voru þau orð frá bankastjóranum fyrrverandi, og ekki er það huggulegra að lesa um fyrrverandi eiganda Avant á skuldlausum lúxusbíl þrátt fyrir gjaldþrotið. Óhuggulegust er þó sú saga sem fer nú fjöllunum hærra, að fjármálafyrirtækin séu búin að stofna nýjar kennitölur sem þau ætli að flakka á með fjármuni og eignir sem ekki falla undir dóm hæstaréttar. Ég er búinn að vera að reyna að vara fólk við þessu, því útlit er fyrir að endurheimturnar verði rýrar og jafnvel engar.

Við gjaldþrotaskipti Lýsingar munu veðkröfur Deutsche Bank líklega njóta forgangs og ekkert verður afgangs fyrir ofgreiðendur lána. Stærsti aðilinn á þessum markaði og mesta glæpahreiðrið er hinsvegar SP Fjármögnun, og þegar því verður lokað er sá möguleiki fyrir hendi að það taki móðurfélagið Landsbankann með sér. Tala ekki um þegar farið verður að endurmeta gengistryggð fasteigna- og fyrirtækjalán sem voru flest lánuð beint frá bankanum sjálfum, og það sama gæti átt við um hina tvo stóru bankana.

Mikil er ábyrgð þeirra sem hunsuðu viðvaranir í rúmt ár um að svona kynni þetta að fara. "Nýja" bankakerfið er aumur uppvakningur af líki gamla kerfisins, byggt á sandi, og sem fyrr þjónar það ekki hagsmunum almennings. Skilaboðin sem þetta sendir eru einföld: það er ábyrgðarleysi að afhenda þessum svindlurum fjármuni. Gildir þá einu hvort um er að ræða dótturfyrirtæki eða móðurbanka, þeim er alveg sama um þig!


mbl.is Hafa áhyggjur af stöðu lántakenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afbragðs færsla.

Nú verða neytendur að standa vaktina sjálfir.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er að því... reyni að minnsta kosti !

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Þú stendur þig vel Guðmundur.

Áfram og meira.!

Árni Þór Björnsson, 31.7.2010 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband