Stórfrétt vikunnar sem "gleymdist" (næstum því)
17.4.2010 | 21:45
Því miður hefur allur æsingurinn í kringum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og eldgosið í Eyjafjallajökli orðið til þess að aðrar fréttir, ekki síður mikilvægar hafa fallið í skuggann. Í gær föstudag var önnur endurskoðun á efnhagasáætlun Íslands tekin fyrir í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og samþykkt á grundvelli endurnýjaðrar viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Í dag laugardag var svo þessi viljayfirlýsing birt á vef ráðuneytisins en efni og innihaldi hennar hefur hingað til verið haldið leyndu. Hafi einhver trúað þeirri kenningu að samhengislaust væri milli IceSave málsins og AGS þá eru nú loks tekin af öll tvímæli í 20. málsgrein þessarar nýju yfirlýsingar:
20. Our ability to fully implement the program described above is dependent on access to the external financing committed under the program. We firmly expect to be able to meet the preconditions set by some of our bilateral partners to access this finance. In this context, we wish to reaffirm that Iceland will honor its obligations in regard to the insured retail depositors of the intervened banks. Iceland has already affirmed in its Letter of Intent dated 15 November 2008 that it is willing to ensure that the United Kingdom and the Netherlands will be reimbursed in respect of deposits of Landsbanki branches in those two countries (up to the Euro 20,887 minimum provided for under Icelandic Law and the EU Deposit Guarantee Directive 90/19/EC). Iceland has also given an assurance that the United Kingdom and the Netherlands will receive the reasonable time value of money, provided that comprehensive agreements are reached. Iceland remains ready to conclude at the earliest convenience the negotiations with the Governments of the United Kingdom and the Netherlands regarding a legal and financial settlement of this matter.
Athygli vekur að þarna er verið að skuldbinda Ísland gagnvart AGS um tiltekna niðurstöðu sem felur í sér fulla "endurgreiðslu" að meðtöldum vöxtum! (e. time value of money = vextir á mannamáli) Fjárveitingarvaldið er samt sem áður í höndum Alþingis og ákvörðun þess í viðkomandi máli áfrýjaði forsetinn til þjóðarinnar sem synjaði henni með afgerandi hætti. Það verður því ekki betur séð en að auk þess að ganga gegn ákvæðum stjórnarskrár um heimildir til að skuldbinda ríkissjóð, sé hér líka farið gegn skýrum vilja kjósenda. Þessi landráð og svik virðast stjórnvöld hafa vonast til að komast upp með án þess að neinn taki eftir, og ætlað að notfæra sér aðsteðjandi náttúruvá við yfirhylminguna.
Viljayfirlýsingin er dagsett 7. apríl en undir hana skrifa:
- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
- Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
- Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
- Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Einnig fá skammir: íslenskir fjölmiðlar fyrir að missa algerlega af þessu.
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Já, skammirnar eiga þeir skildar, íslenzkir fjölmiðlar, en heiður sé þér, Guðmundur, að afhjúpa það sem hér hefur átt sér stað.
Þetta er fólkið, sem heimsækja ætti með potta, sleifar, flautur og hrossabresti í farteskinu: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og Már Guðmundsson. Hvar fengu þau umboð og heimild til þessa, gegn þeim skýra þjóðarvilja sem þú vitnar hér til?
Þakka þér glöggskyggni þína og eftirlit með atferli þessa fólks, hverra ógæfa það er að svíkja þjóð sína í tryggðum. Að það skuli gerast með þessum undirferlishætti, kemur ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið. Refsleg yfirlýsing viðskiptaráðherrans Gylfa virðist hafa átt að slá ryki í augu almennings, en nú ríður á miklu, að menn láti hvorki blekkjast né komi þessum ráðamönnum upp á lagið með að halda áfram á sömu braut – miklu fremur ber að stórefla baráttuna, gera hana sýnilegri og hefja mótmælaaðgerðir við Alþingi.
Jón Valur Jensson, 17.4.2010 kl. 22:21
Já, það er eins og verið sé að læða samningnum bakdyramegin í skjóli eldgossins, allir vextir greiddir af Icesafe og engin vissi neitt????? Hvað hefur verið að ske meðan við gláptum á eldgossfréttir?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:45
Sæll frændi
Mikill snillingur ertu!!
Ég ætla að taka undir hvert orð sem Jón Valur skrifar hér fyrir ofan!
kv., Addý Steinarrs
Addý (Valdís) (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:54
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið vel notuð í þessari viku. Sama dag og hún kom út birti Seðlabankinn niðurstöður sínar um fátækt á Íslandi. Síðan eins og þú segir réttilega Guðmundur er vikan notuð til að lauma inn litlum samningi við AGS. Icesave kaflinn er slæmur en verri er kaflinn um skuldir fasteignaeigenda á Íslandi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.4.2010 kl. 22:55
Þetta er ekki eina stórfréttin í þessum landráðasamning. (Já hann uppfyllir öll skilyrði um það)
Fallöxin fellur á heimili og skuldara í október.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 23:00
Heygagglana og kyndlana fram núna! Út með AGS. Út með þetta landráðahyski! Strax!
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 23:01
Heygafflana...ef menn finna ekki gaggla...
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 23:02
In this context, we wish to reaffirm that Iceland will honor its obligations in regard to the insured retail depositors of the intervened banks. Iceland has already affirmed in its Letter of Intent dated 15 November 2008 that it is willing to ensure that the United Kingdom and the Netherlands will be reimbursed in respect of deposits of Landsbanki branches in those two countries (up to the Euro 20,887 minimum provided for under Icelandic Law and the EU Deposit Guarantee Directive 90/19/EC).
Hvenær var viljayfirlýsingin frá nóvember 2008 staðfest????
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 23:05
Það fer nú að þyngjast hjá manni brúnin....ég tek undir með Jóni Steinari, það fer að koma tími á heygaffla og kyndla. Eru menn í alvöru að trúa því að þetta sé niðurstaða sem hægt er að selja þessari þjóð ?
Haraldur Baldursson, 18.4.2010 kl. 00:00
Ja hérna! Hvort ætli sé betra að farast núna eða seinna?
Icesave er bara lítill partur af fallöxinni og í raun undirskrifaður af Íslenskum stjórnvöldum! Hver ber þá ábyrgð? M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2010 kl. 00:36
Frábær færsla, ég tek undir hvert orð. Þegar ég bloggaði í gær, var ekki búið að birta þessa viljayfirlýsingu. Þetta er ógeðfellt hvernig stjórnin hefur notað skýrsluna og eldgosin til þessa laumuspils.... Burt með þessa svikara af Alþingi!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2010 kl. 00:41
Anna mín Sigríður, stjórnvöld bera ábyrgð á glannalegum, óábyrgum yfirlýsingum, jafnvel þótt allir stjórnskipunarlögfræðingar þeirra hafi vitaskuld getað sagt þeim, að þessar undirskriftir hefðu ekkert gildi nema í mesta lagi ef Alþingi samþykkti þær, og þó var jafnvel það ekki leyfilegt, því að þarna var um gerviskuld að ræða, sem ekki hafði stofnazt til á þeim tíma, sem haldið var fram, og 77. grein stjórnarskrárinnar bannar slíkt beinlínis. Samt þarf að draga stjórnvöld til ábyrgðar fyrir þessa óábyrgu hegðun, hún á vitaskuld heima á hugsanlegri ákæruskrá þeirra.
Jón Valur Jensson, 18.4.2010 kl. 00:49
Jón Valur, nóvember 2008.
Endurskoðaðu athugasemdirnar þínar miðað við það.
Björn Leví Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 02:26
Ég þarf þess ekki, Björn. Bretar og Hollendingar byggðu kröfur sínar á eldri grunni, en sá grunnur var falskur – hann heldur ekki!
Jón Valur Jensson, 18.4.2010 kl. 02:39
Ég á verkfæri til að moka skít,kem með skítagaffal í þetta með ykkur hann hæfir tilefninu betur.
Þórarinn Baldursson, 18.4.2010 kl. 03:13
KOMA SVO!!
Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2010 kl. 03:37
Skora á sem flesta að vekja eins mikla athygli á málinu og hægt er með því að dreifa þessum pistli á Facebook ... og helst víðar.
Ég ætla a.m.k. að gera það.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 03:57
Takk fyrir undirtektirnar gott fólk. Endilega dreifið þessu sem víðast, ykkur er fulkomlega óhætt að vitna í þennan pistill eða afrita hann þangað sem ykkur sýnist. Fyrst fjölmiðlarnir fjalla ekki um þetta lítur út fyrir að við verðum að gera það sjálf! Hvar er InDefence núna?!
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 06:18
Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart í þessari yfirlýsingu. Það hefur alltaf staðið til að Ísland standi við þessar skuldbindingar. Ég held líka að mikill meirihluti þingmanna allra flokka, nema kannski Hreyfingarinnar, styðji það.
Ef fólk ætlar áfram að baula að "Ísland ber enga ábyrgð á Icesave", þá hvet ég nú fólk til að lesa vandlega þá kafla skýrslunnar sem fjalla um Icesave.
Það er bara alveg klárt að íslensk stjórnvöld geta ekkert skotið sér undan ábyrgð. Íslensk stjórnvöld:
a) létu hjá líðast að ýta á LÍ að flytja Icesave í dótturfélag (en Bretar ýttu mjög á þetta snemma árs 2008!)
b) FME nánast bara tók undir óskir LÍ í samskiptum við FSA í Bretlandi að fá að fresta sem lengst slíkum flutningi
c) Íslensk stjórnvöld meðvitað LEIÐA HJÁ SÉR árin 2007 og 2008 að skoða það hvernig TIF eigi að geta brugðist við greiðslufalli á þessu ört stækkandi innlánasafni.
d) Seðlabankinn greinilega umgengst LÍ með silkihönskum, gangstætt t.d. meðhöndlun á Glitni. Kannski af því Lí var jú uppáhaldsbanki xD og yfir gagnrýni hafinn?
d) Í mars 2008 þegar gert var "míní"-áhlaup á Landsbankann hefði HEIÐVIRÐ stjórnvöld geta komið þeim skilaboðum til Bretlands að þau myndu EKKI tryggja lágmark á Icesave, ef það var raunveruleg stefna. Það gerðu þau ekki. Það var ALDREI gefið annað í skyn en að staðið yrði við þetta lágmark, og LÍ sagði það ítrekað í fjölmiðlum í Bretlandi og stóð skýrum stöfum á heimasíðu Icesave. Gerði FME eða eitthvert stjórnvald athugasemd við það? Nei.
e) Í ljósi atburða (og ekki-atburða) 2008 voru viðbrögð Breta og beiting "freezing orders" í raun bara ósköp skiljanleg. Bretar höfðu m.a. spurt Seðlabanka Íslands um það um vorið 2008 hvort rétt væri að Icesave peningar streymdu allir til Íslands (í bankann hér). SÍ svaraði þessu með því að grípa til varna fyrir LÍ og kannaði þetta ekkert frekar.
f) Íslensk stjórnvöld gera ENGAR athugasemdir þegar LÍ fer af stað með Icesave í Hollandi í maí 2008, sm skýrslan sé með öllu "óskiljanlegt" að það skuli hafa verið gert.
Margt fleira mætti nefna. Lesið vel 17., 18. og 19. kafla skýrslunnar, í bindum 5 og 6.
Staðreynd málsins er að Landsbankinn ryksugaði til sín peninga venjulegra sparifjáreigenda til að lengja líf bankans, peningarnir fóru svo beint í hít glæpamanna, Björgólfs, Baugs o.fl. Íslensk stjórnvöld gerðu ekki neitt.
Þessi stjórnvöld voru LÝÐRÆÐISLEGA KJÖRIN af okkur sem þjóð, þess vegna getum við sem þjóð - því miður - ekki firrt okkur ábyrgð á allri þessari hrikalegu röð mistaka og skorti á athöfnum og viðbrögðum.
En og aftur, lesið skýrsluna!
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 09:44
Sæll Guðmundur.
Þú sendur þig vel í þessu........ og þetta er vel framsett.
Ja, hérna , segi ég.
Kveðja á þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:59
Ég dreifi þessu sem víðast. Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa: Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega, Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar
Ævar Rafn Kjartansson, 18.4.2010 kl. 11:15
bold á þetta líka:
"provided that comprehensive agreements are reached"
duh...
Björn Leví Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 11:48
Eftir að hafa skoðað skýrsluna held ég að Hollendingar og Bretar hafi sýnt okkur mikla linkind. Ef ég væri í ríkisstjórn þessara landa þá væri ég búin að hernema mafíuveldið Ísland.
Það kemur líka skýrt fram að IceSave peningunum var skipt í íslenskar krónur sem Íslendingar notuðu á Íslandi.
Bjöggi (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:59
Breska ríkisstjórnin reyndi faktískt margt á vormánuðum 2008 sem hafði hjálpað íslensku samfélagi og sparað okkur Icesave skuldina, við óumflýjanlegt fall Landsbankans. Það er meira en íslenska ríkisstjórnin gerði á sama tíma. Hún gerði ekki neitt af viti.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 12:43
Það er vel hægt að fá vaxtalaust lán fyrir Icesave. Við Íslendingar getum tekið vaxtalaust lán út úr lífeyrissjóðum okkar. Við hljótum sjálf að vera til í veita vaxtalaus lán til 15 ára, ef við ætlumst til að aðrir geri það.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 12:45
Meiri hluti þeirra, sem mæla Icesave-samningum bót á netsíðum, skammast sín svo fyrir óþjóðhollan málstaðinn, að þeir skrifa undir dulnefnum eða uppnefnum. Það á við um flesta á Eyjunni, það á einnig við um "Bjögga" hér og "Skeggja Skaftason", sem heitir ekki þessu nafni, enda ekki opinberlega skráður með nafni hjá blog.is.
Gervi-Skeggi, þú ert örugglega ekki jafn-tilkomumikill og Jóhannes Brahms, þótt þú stelir af honum myndinni! Svo hafa sjaldan sézt jafn-ljótar falstúlkanir eins og þessar frá þér, og nú ætla ég bara, a.m.k. til að byrja með, að taka fyrir þessi lutlu innlegg þín kl. 12.43 og 12.45.
Þú nefnir ekkert dæmi um það, sem brezka ríkisstjórnin á að hafa "reynt faktískt" okkur til hjálpar vorið 2008. Seðlabankastjóri Evrópu reyndi það hins vegar (þó ekki með láni).
Í seinna innlegginu viltu láta pína lífeyrissjóði okkar, sem þegar hafa tekið á sig (og OKKUR) gríðarmikið högg vegna bankahrunsins, til að lána vaxtalaust í 15 ár "fyrir Icesave", þ.e. fyrir ólögvörðum kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda!
Lokaorð þín hljóma eins og þér sé fjarstýrt af einhverjum óbilgjörnum útrásar-lögfræðingnum í Whitehall! (þ.e. brezku stjórnarskrifstofunum).
Jón Valur Jensson, 18.4.2010 kl. 15:28
Sæll Mummi og aðrir hér.
Hafðu þökk fyrir að vera á varðbergi og veita upplýsingar.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 18.4.2010 kl. 15:51
Skeggi heldur áfram að dreifa sínum innihaldslausu yfirlýsingum. Honum verður tíðrætt um ábyrgð Íslendskra stjórnvalda og í lok athugasemdar sinnar kemur kjarninn í boðskap hans og annara Sossa:
Sossarnir telja að Íslendsk stjórnvöld, það er að segja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, hafi verið á ábyrgð almennings í landinu. Þess vegna sé sanngjarnt að Íslendskur almenningur greiði forsendulausar kröfur ríkissjóða Bretlands og Hollands. Þessu hafna ég alfarið og sama gerir mikill meirihluti Íslendinga.
Hafi einhver orðið fyrir tjóni vegna Ivesave-fallsins, þá eru það aðrir bankar í þessum löndum. Það eru bankarnir sem standa undir innistæðutryggingum í þessum löndum og ekki ríkissjóðir landanna. Er Skeggja alvara með að segja, að Íslendingar eigi að greiða ríkissjóðum landanna vegna tjóns sem bankar í þessum löndum verða fyrir með að greiða iðgjöld ? Raunar er tjónið ekki meira en svo, að ekki var nauðsyn að hækka iðgjöld bankanna, hvað þá að láta þá greiða full iðgjöld !
Ég bendi á að yfirlýsing Icesave-stjórnarinnar frá 07. apríl 2010 um greiðslur á Icesave-kröfunum, er margfalt afdráttarlausari en yfirlýsing um sama efni frá 15. nóvember 2008. Um þetta fjalla ég hér:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1043585/
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2010 kl. 15:59
Frábært að fá þetta efnislega sterka svar frá Lofti Þorsteinssyni.
Jón Valur Jensson, 18.4.2010 kl. 16:04
Jón Valur Jensson:
Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að ég kem hér fram undir "dulnefni". Fjölmargir Íslendingar, m.a. sem tjá sig hér á blogginu, eru svo vanstilltir að ég finn öryggi í því fyrir mig og mína fjölskyldu að setja fram rökstuddar skoðanir mínar án þess að mín persóna fái yfir sig skæðadrífu af orðljótum munnsöfnuði.
Það kemur skýrt og greinilega fram í skýrslunni að bresk yfirvöld (FSA, samsvarandi okkar FME) þrýstu á a.m.k. frá því í mars 2008 að flytja Icesave í dótturfélag og voru boðnir og búnir að aðstoða við slíkt og settu fram konkret hvernig haga ætti því! En Landsbankinn vildi fá að ráðskast með þessa peninga að vild, og gátu ekki sætt sig við ofureðlileg skilyrði Bretanna! M.a. sendi FSA hingað nefnd í lok júli 2008 til fundar við Landsbankann um þetta. Sýnir að þeir litu þetta alvarlegum augum.
En FME og Seðlabanki beittu aldrei neinum þrýstingi, kannski af því þetta var jú 'pet project' banki flokksins?!
Förum beint í skýrsluna:
"Hinn 31. júlí og 1. ágúst 2008 héldu bankastjórar Landsbankans fundi með FSA á Íslandi og kynntu m.a. þau skilyrði sem bankinn taldi að yrðu að vera fyrir hendi svo hann gæti flutt innlán sín yfir í dótturfélag. Bar þar hæst undanþágu sem bankinn vildi fá samkvæmt 148. gr. VII. kafla Financial Services and Markets Act (FSMA) frá reglum um stórar áhættuskuldbindingar milli móður- og dótturfélags þannig að hægt væri að færa innlán óhindrað frá dótturfélaginu yfir til móðurfélagsins." (18. kafli bls. 22)
Lesið allan 18. kaflann!
Hér af bls. 6:
"Ákveðið var að hafa innlánsreikningana í útibúi fremur en að stofna um starfsemina sérstakt dótturfélag eða reka hana í dótturfélaginu Heritable Bank. Þetta var gert svo auðveldara væri að flytja fjármuni af reikningunum yfir í aðra hluta samstæðu bankans (e. upstream). Breskar reglur um stórar áhættuskuldbindingar setja slíkum fjármagnsflutningum aftur á móti þröngar skorður þegar um dótturfélög er að ræða. Af þessu fyrirkomulagi leiddi á hinn bóginn að innlánin voru tryggð á Íslandi af Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta eins og nánar er að vikið í kafla 17.0.
[...]
Landsbanki Íslands hf. fékk sérstaka undanþágu (e. Global Liquidity Concession) frá lausafjáreftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FSA) og átti hún að gilda til 2011. Fór móðurfélagið með lausafjárstýringu útibúsins undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins á Íslandi."
Grípum aftur niður í skýrslunni, 18. kafla, bls. 13:
"Hinn 14. mars 2008 funduðu bankastjórar Landsbankans með fyrirsvars- mönnum FSA um úttekt (e. ARROW21 visit) sem stofnunin hafði nýlega framkvæmt á bankanum.22 Jafnframt var rætt um það viðhorf FSA að ástæða væri til að fella niður fyrrgreinda undanþágu frá lausafjáreftirliti FSA sem bankinn hafði notið fram að því. Slíkt myndi leiða til þess að FSA færi framvegis með lausafjáreftirlit gagnvart útibúinu. Rök FSA voru m.a. þau að viðskipti Landsbankans hefðu tekið stakkaskiptum og viðskiptaumhverfið jafnframt breyst frá því að undanþágan var veitt.23 Einnig var rætt um það hvort æskilegt væri að Landsbankinn færði Icesave innlánsreikninga úr útibúi bank- ans í London yfir í dótturfélag hans, Heritable Bank. Slík yfirfærsla myndi leiða til þess að ábyrgð á innstæðutryggingum færðist frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta yfir til breskrar systurstofnunar sjóðsins (Financial Services Compensation Scheme).
[...]
Hinn 10. apríl 2008 fundaði bankaráð Seðlabanka Íslands. Í fundargerð er haft eftir Ragnari Arnalds að ástæða sé til að óttast um innstæður í íslenskum bönkum erlendis þegar birtar séu áskoranir um að forðast allt sem íslenskt er. Því næst er Davíð Oddsson sagður hafa útskýrt mun á stöðu dótturfélaga og útibúa. Íslenskar innstæðutryggingar eigi við um útibú. Fram kemur að hann hafi rætt um útstreymi af reikningum útibús Landsbankans í London. Haft er eftir Davíð að ástandið hafi „róast eitthvað“.
[...]
14. júlí 2008, fundaði bankastjórn Seðlabanka Íslands með bankastjórum Landsbankans. Í drögum Seðlabankans að fundar- gerð kemur fram að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hafi spurt um flutning innstæðna yfir í dótturfélag. Hvað Bretland varðar segir í drögum að fundargerð að Halldór J. Kristjánsson hafi sagt að málið væri í skoðun en þá þurfi jákvæða umsögn FSA og fimm til sex mánaða frest eftir það. Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni að hann sé „ekki viss um að flutning- urinn borgi sig nema fyrir Tryggingarsjóð innstæðueigenda“. Síðar í drögum að fundargerð kemur fram að Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, hafi spurt hvort hafinn væri undirbúningur að flutningi innlánsreikninga úr útibúinu í Bretlandi í dótturfélag og hafi því verið svarað til að svo væri ekki. Í skýrslu Davíðs Oddssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að þetta hefði komið bankastjórn Seðlabankans mjög á óvart þar sem hún hefði staðið í þeirri trú að unnið hefði verið að flutningi Icesave reikninganna yfir í dótturfélag frá því að þetta bar á góma á fundi hennar með bankastjórum Landsbankans snemma árs 2008 og hefðu seðlabankastjórar ekki fyrr verið látnir vita um stefnubreytingu Landsbankans að þessu leyti.31"
(bls. 17-18)
[...]
"Við skýrslutöku fyrir rannsóknarnefndinni greindi Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, frá því að einn af framkvæmdastjórum Landsbankans hefði sagt honum síðla árs 2007, í aðdraganda þess að Seðlabankinn breytti reglum sínum um bindiskyldu af innlánum á reikningum bankanna erlendis, að Landsbankinn væri ekki að færa heim til Íslands það fé sem kæmi inn á innlánsreikninga í útibúum erlendis. Það hefði ekki verið fyrr en eftir mitt ár 2008 sem komið hafi í ljós að farið var að færa þessa peninga heim til Íslands.10 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, lýsti því við skýrslutökur hjá nefndinni að það hefði fyrst verið þegar líða tók á árið 2008 sem bankastjórnin hefði gert sér grein fyrir að peningar sem komu inn á Icesave reikningana væru að einhverju marki fluttir heim.11 Eiríkur Guðnason tók fram að svona eftir á að hyggja hefðu það verið slæm mistök að sú nákvæma upplýsingaöflun sem áður tíðkaðist af hálfu Seðlabankans um skiptingu innlána eftir útibúum hefði verið lögð af "
Vitið þér enn, eða hvað?
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 16:27
Jón Valur Jensson:
má ég nú biðja þig að hrekja ef þú getur það sem ég segi undir liðum a)-f) í innleggi mínu frá 9:44.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 16:32
Loftur,
óttalega er nú málflutningur þinn mikið prumpuloft!
Af hverju á innstæðutryggingasjóður Breta>/b> að bera þann kostnað sem á að falla á TIF??
Við getum svo sem alveg sett þetta dæmi þannig upp að íslenska ríkið borgi ekki Icesave skuldina, heldur fái hana greidda tilbaka frá TIF, með þeim iðgjöldum sem TIF á eftir að safna næstu hundrað árin. En TIF fær hvergi lán nema með íslenskri ríkisábyrgð! Skilurðu það ekki enn, eftir 18 mánaða rökræður??
Vegna þess að enginn treystir Íslending! Og þú vilt, prumpu-Loftur, að svo verði áfram um alla tíð!
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 16:37
þið í heykvíslahjörðinni og einangrunarsinnar sem haldið að allar alþjóðastofnanir heimsins séu eingöngu að kúga okkur, þið eruð sjálfir að einangrast. Fólk er farið að átta sig á því að án þess að leysa icesave með samningum þá verður kreppan hér varanleg og dýpkar. Málflutningur ykkar er galtómur, innantómt þjóðrembuvæl og því miður tókst ykkur um stundarsakir að blekkja þjóðina. Nú þegar ags áætlunin kemst áleiðis þá fara hlutirnir að mjakast uppá við hér og þið þjóðremburnar verða ykkur meira til skammar í hvert skipti sem þið opnið kjaftinn.
Óskar, 18.4.2010 kl. 16:43
Óskar Haraldsson (sem heitir þó eitthvað), það er þér ekki til sóma að nota svona orðbragð, það bætir ekki upp algera vöntunina á röksemdum í þessu innleggi þínu. Ég hef ekki á prjónunum að nota neinar heykvíslar, en er eins og þjóðin hneykslaður á Icesave-stefnu stjórnvalda, og væntanlega hefurðu orðið var við HRUN í vinsældum bæði ríkisstjórnarinnar, flokkanna sem að henni standa og þingmanna þeirra. Segir það þér ekki neitt um hug þjóðarinnar (sem og ÞETTA)?
Nú verð ég að víkja mér frá, bið einhvern annan að taka að sér svara skætingnum, skömmunum og þjóðarníðinu frá Gervi-Skeggja sem þykist ekki þora að skrifa undir nafni, en ég hef leitt líkur að, að skrifi beinlínis á vegum breta.
Jón Valur Jensson, 18.4.2010 kl. 16:59
Ég hef alltaf verið samþykkur því að Íslendingar standi við samninga og það undir fullu nafni. Enda er ég ekki nazisti.
Gísli Ingvarsson, 18.4.2010 kl. 17:23
Huldumaðurinn Skeggi Skaftason er heldur rislágur, að grípa til uppnefninga í rökleysi sínu. Honum er þó vorkun, því að hann er ekki bara að verja óþjóðhollan málstað, heldur einnig heimskulegan. Ljóst er að hann les ekki einu sinni dagblöðin og veit því ekkert hvar umræðan um Icesave stendur.
Skeggi, skoðaðu nú æsingalaust það sem þú skrifaðir hér fyrir ofan. Hvaða meining er í eftirfarandi setningu:
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2010 kl. 17:30
Óskar: þetta hefur akkúrat ekkert með þjóðernishyggju eða einangrunarstefnu að gera, þó ég sé reyndar orðinn vanur því að fá slíkar athugasemdir. Málið snýst í grunnin um ábyrga ráðstöfun takmarkaðra fjármuna og að ábyrgjast ekki bara sjálfkrafa það sem leikur vafi á hvort okkur beri nokkur skylda til að borga. Ef Ísland væri aflögufært væri e.t.v. hægt að segja sem svo að það væri auðveldara að borga bara reikninginn og sleppa við deilurnar, en hvað á maður að gera þegar maður á ekki fyrir reikningnum og krafa um greiðslu er í besta falli vafasöm?
Skeggi: ég ætla ekki að leggja í að svara röksemdum þínum í smáatriðum, þær eru ansi viðamiklar, en almennt þá get ég alveg tekið undir að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig nógu vel í eftirlitinu eins og fram kemur í skýrslunni. Það gerir íslenska skattgreiðendur hinsvegar ekki ábyrga fyrir þessu nema sýnt sé að hérlend yfirvöld hafi beinlínis gerst brotleg við gildandi reglur, en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess. Fjárhagsleg ábyrgð á innstæðutryggingum hvílir samkvæmt tilskipun 94/19/EB hjá sjálfseignarstofnunni Tryggingasjóði Innstæðueigenda, og ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins er bönnuð samkvæmt 3. gr. tilskipunarinnar. Þetta er samhljóða áliti Ríkisendurskoðunar sem kemur fram í endurskoðun ríkisreiknings ársins 2007. Krafa um að ríkið gangist í ábyrgð fyrir sjóðnum er þannig um leið krafa um að brjóta þessar reglur. Þegar Alistair Darling spurði hvert hann ætti að senda reikninginn hefði því átt að vera auðsvarað: í Borgartún 26, stílað á Tryggingasjóð Innstæðueigenda og Fjárfesta.
Almennt sýnist mér þeir sem hér eru að andæfa afstöðu minni til málsins séu að gera það á algerlega röngum forsendum eða hugsanlega vegna misskilnings um að ég sé einn þeirra sem vilja ekki að innstæðueigendur erlendis fái neinar bætur, en svo er alls ekki. Ég hef hinsvegar frá upphafi verið sömu skoðunar og Ríkisendurskoðun, þ.e. að þessi "skuld" sem um ræðir er á ábyrgð sjálfseignarstofnunar en ekki ríkisins. Hinsvegar er sjálfsagt að íslenska ríkið hjálpi þeim sem orðið hafa fyrir tjóni að ná fram rétti sínum gagnvart þeim sem raunverulega bera ábyrgð á því, en það eru ekki ég og börnin mín! Það kemur ekki til greina í mínum huga að íslenskir skattgreiðendur borgi krónu af þessi úr eigin vasa, enda væri það ekki samkvæmt leikreglum réttarríkisins.
Ég vil fara fram á að þeir sem hér eru að gagnrýna afstöðu mína geri það á áðurnefndum forsendum, þ.e. á grundvelli réttarríkisins, en ekki með útúrsnúningum um meinta afstöðu mína til málsins. Ef þið viljið gagnrýna afstöðu annara, t.d. þeirra sem vilja neita að borga nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð, beinið því þá til þeirra sjálfra í stað þess að eigna mér skoðanir sem eru ekki mínar.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 17:34
Guðmundur:
Lestu 17. kaflann vel og vandlega í skýrslu RNA. Ríkisábyrgð á TIF er ekki svona ofur-einfalt 'Já' eða 'Nei'.
En það er gott að við getum þó talað rólega um þetta mál. Ég er þér hins vegar alveg ósammála - og hygg að umheimurinn sé það líka - að hægt sé að segja að Ísland hafi sett á stofn hér innlánstryggingakerfi sem gæti staðið við skilyrði reglna, þ.e. undir lágmarkstryggingum fyrir Landsbankann. Það hefði Ríkisendurskoðun líka átt að vera ljóst 2007. Þar með er ekki hægt að hengja sig í ákvæðið að ríkisábyrgð sé "bönnuð".
Loftur:
Landsbankinn var með tryggingar fyrir viðbót ('top-up' tryggingu) hjá FSCS í Bretlandi og DNB í Hollandi. Það breytir engu um ábyrgð TIF á upphaflega lágmarkinu, 20.877 EUR. Jafnvel ekki þótt svo FSCF og DNB hafi hlaupið undir bagga með TIF, sem var þakksamlega gert af þeim!
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 18:12
Guðmundur - Takk fyrir árvekni þína og upplýsingar.
En Steingrímur og Jóhanna og raunar allt þingið er umboðslaust í Æsseif málinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna - það hafa margir lögfræðingar tjáð sig um - síðast í Mogganum 11. / 4. 2010 Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður undir heiti greinar "Icesave er dautt" En í ofanálag er þessi viljayfirlýsing Steingríms og Jóhönnu - landráð !
Hvernig er hægt að taka á þessu máli - það er ekki nóg að við bloggum okkar mótmæla bloggum það verður að gera - ANNAÐ og MEIRA - En -HVAÐ ???????????
Benedikta E, 18.4.2010 kl. 18:28
Skeggi, eftirfarandi upplýsingar bárust mér frá Financial Services Authority ? Segja þær þér eitthvað ???
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2010 kl. 18:29
Skeggi Skaftason .
"Íslendingar Skulda ekkert" Grein eftir Alain Lipietz - birt í Morgunblaðinu 12.febrúar 2010
Þú ættir að lesa þessa grein Skeggi Skaftason.
Benedikta E, 18.4.2010 kl. 18:35
Skeggi: "Ég er þér hins vegar alveg ósammála - og hygg að umheimurinn sé það líka - að hægt sé að segja að Ísland hafi sett á stofn hér innlánstryggingakerfi sem gæti staðið við skilyrði reglna, þ.e. undir lágmarkstryggingum fyrir Landsbankann."
Þessu er líka auðsvarað: íslenski sjóðurinn uppfyllti öll skilyrði sem sett eru í reglugerðum. Þar er hinsvegar hvergi kveðið á um að þar sé skylda til að eiga inneign fyrir öllum tryggðum innstæðum, heldur var rukkað 1% iðgjald, nákvæmlega eins og í flestum sambærilegum sjóðum í Evrópu. Það að sjóðurinn skyldi ekki eiga fyrir öllum innstæðum er ekki brot af hálfu íslenskra stjórnvalda, heldur bein afleiðing af því hvernig kerfið er uppbyggt. FSCS í Bretlandi var t.d. fjármagnað á mjög svipaðan hátt, nema á því var þó einn reginmunur: breski sjóðurinn var galtóm svikamylla, innihélt aðallega bara skuldarviðurkenningar frá sömu bönkunum og hann átti að ábyrgjast, en sá íslenski var a.m.k. fjármagnaður með alvöru peningum þó það dygði skammt.
Ef IceSave hefði verið rekið í bresku dótturfélagi en ekki útibúi, þá hefði öll ábyrgðin á innstæðunum verið hjá breska tryggingasjóðnum FSCS sem er mun stærri en TIF enda fjármagnaður af miklu stærra bankakerfi. Engu að síður hefði FSCS samt orðið gjaldþrota ef reynt hefði á slíka ábyrgð, bara út af þessum eina banka sem var ekki einu sinni sá stærsti í Bretlandi! Staðan hefði verið nákvæmlega sú sama og varðandi TIF. Þýðir það að breski sjóðurinn hafi líka verið ólöglegur? Nei, ekki endilega heldur voru þeir báðir byggðir á reglum frá Brüssel sem voru gallaðar og íslenskum almenningi er ekki um að kenna.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 19:11
Við þetta má bæta að það mætti halda að fréttastofa Stöðvar 2 hafi lesið bloggið mitt og tekið gagnrýnina til sín, því frétt númer tvö í kvöldfréttum var efnislega samhljóða þessari færslu. Fréttatímanum lauk svo með umfjöllun um hversu mikið hefði verið að gera á fréttastofunni þessa vikunna út af rannsóknarskýrslunni og eldgosinu, svona rétt eins og til að afsaka andvarleysi gagnvart öðrum mikilvægum fréttum...
Vísir - Lausn Icesave deilunnar enn nátengd samstarfinu við AGS
P.S. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bofsið skóflar! (e. scoop)
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 19:26
Loftur,
skeytið frá FSA segir ekkert um að TIF sé laus allra mála, heldur staðfestir fyrst og fremst það sem ég var að segja, að Landsbankinn var með 'top-up- tryggingu!
Guðmundur:
ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara, ertu að segja að FSCS hefði orðið gjaldþrota ... ef hvað? Þeir dekkuðu allt Icesave, bæði 'top-up' hlutann og TIF hlutann, en fóru samt ekki á hausinn, hafa ekki þurft að hækka iðgjöld sín, eins og Loftur hefur bent á!
TIF ber ábyrgð á lágmarkinu, eins og þú réttilega tekur undir í færslu þinni 19:11. Sjóðurinn þarf hins vegar að taka lán til að standa við skuldbindingar sínar. Einfalt mál! Til þess þarf hann ríkisábyrgð á láninu. Ekki nema þú og allir aðrir Íslendingar séum tilbúnir til að lána sjóðnum, t.d. með lífeyrispeningum okkar.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 20:18
Benedikta E:
Lipietz, var það ekki Frakkinn sem vissi ekki af tilvist og þýðingu EES??
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 20:19
Skeggi:
Já ég er einmitt að segja að FSCS hafði alls ekkert efni á því að ábyrgjast IceSave jafnvel þó hann væri miklu stærri en TIF! Það var ekki FSCS sem greiddi innstæðueigendum heldur ríkissjóður Bretlands eftir að Gordon Brown lýsti yfir ríkisábyrgð á innstæðunum (í trássi við tilskipun 94/19 NB!). Það er ekki heldur FSCS sem er að reyna að rukka íslenska ríkið heldur er það breska (og hollenska) fjármálaráðuneytið, þetta myndirðu vita ef þú hefðir bara lesið samningana sem hafa legið fyrir í marga mánuði. Ef þessir trygginasjóðir hefðu á annað borð dugað til að bæta tjón vegna fallinna banka þá hefði aldrei verið nein þörf á ríkisábyrgð. Þeir dugðu hinsvegar ekki eins og allir gátu séð sem höfðu lesið ársreikninga þeirra, og þess vegna skapaðist örvænting meðal innstæðueigenda þegar það uppgötvaðist að kerfið hélt ekki vatni. Þá má jafnvel færa rök fyrir því að ef kerfið hefði ekki verið svona augljóslega meingallað þá hefði hugsanlega aldrei brotist út áhlaup á IceSave.
Lipietz er einn af höfundum tilskipunar EB frá 2002 sem kveður á um skyldu ríkja til að viðhafa eftirlit með fjármálastarfsemi á sínum heimamörkuðum. Samkvæmt þeirri tilskipun bar breska fjármálaeftirlitið (FSA) ábyrgð á eftirliti með starfsemi Landsbankans þar í landi, þrátt fyrir að um dótturfélag hafi verið að ræða, og alveg óháð greiðsluskyldu bótasjóðanna í hvoru landi fyrir sig. Það hvort Lipietz sé meðvitaður um EES-samninginn breytir engu um innihald tilskipunarinnar, og því síður hvort þér tókst að skilja bjagaða ensku hans í viðtalinu í Silfri Egils.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 20:38
Guðmundur:
Nú veit ég ekki hverjum skal trúa, þér eða Lofti Altice! Þið talið algjörlega í kross. Loftur hefur einmitt haldið því fram að breska ríkið hafi ekkert þurft að greiða og að FSCS hafi getað dekkað þetta tjón án þess að svo mikið sem hækka iðgjöld sín!
En mig hefur svosem lengi grunað að Loftur væri á villigötum og lítið að marka hans skringilegu rökfærslur.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 20:46
Skeggi Skaftason - Ef þú þekkir ekki til Lipitz - þá segir það allt um þína vanþekkingu á því málefni sem þú rembist við að hafa kverulantiskar skoðanir á .
En þér til upplýsinga Lipietz er franskur hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu.
Benedikta E, 18.4.2010 kl. 20:50
Skeggi: "Sjóðurinn þarf hins vegar að taka lán til að standa við skuldbindingar sínar. Einfalt mál! Til þess þarf hann ríkisábyrgð á láninu."
Nei þetta er ekki svo einfalt, því samkvæmt 3. gr. þeirrar tilskipunar sem sjóðurinn starfar eftir er þetta einmitt bannað!
"the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities, "
Tilgangurinn með kerfinu var nefninlega að láta bankakerfið ábyrgjast sig sjálft, en ekki skattgreiðendur. Enn fremur segir í formála tilskipunarinnar:
"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes [operating] under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"
Eitt af því sem breska fjármálaeftirlitið bar ábyrgð á skv. þeirri tilskipun sem Lipietz vísaði til, var að ganga úr skugga um einmitt þetta. Það að FSA hafi heimilað starfsemi dótturfélags Landsbankans í Bretlandi er þar með óbein viðurkenning Breta á því að hér hafi einmitt verið rekið lögmætt kerfi innstæðutrygginga miðað við gildandi tilskipanir!
Eins og áður sagði þá eru það Bretar sjálfir sem ákváðu að virða leikreglurnar að vettugi og setja ríkisábyrgð á innstæður í sínum eigin bönkum, ekki síst til að breiða yfir þá staðreynd að þeirra eigin kerfi stóð á brauðfótum. Í kjölfarið hafa þeir svo reynt að kenna Íslendingum um þetta allt saman, enda er það vel þekkt aðferð í stjórnmálum að kasta steinum úr glerhúsi, en ég hvet fólk til að láta ekki blekkjast af slíkum áróðri.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 21:01
Guðmundur:
Ertu að segja að TIF hafi átt að vera að öllu leyti fyrirfram fjármagnaður? Það stendur nú einmitt í dírektífinu að sjóðurinn megi taka lán ef þess gerist þörf! Vandinn er að enginn vill lána sjóðnum. Það þýðir ekki að íslenska ríkið geti bara labbað í burtu. Sérstaklega ekki eftir það hvernig þau héldu á málum 2006-2008, og gáfu svo öllum innstæðum Landsbankans á Íslandi 100% ábyrgð!
Hvað hefðir þú frekar viljað? Að Icesave eigendum í B og H hefðu ekki fengið neitt? Og hvað ef Bretar hefðu ekki brugðist við? Hefði hugsanlega orðið allsherjar áhlaup á evrópska banka? Af völdum Íslands? Glæsilegt eða hitt þí heldur.
Við getmu ekki skýlt okkur á bakvið "gallaðar" reglur ESB/EES. Af hverju varð ekki allsherjar hrun í öðrum ESB/EES löndum, fyrst þetta er allt er reglum svæðisins að kenna?
Meira að segja Bjarni Ben viðurkennir eftir lestur skýrslunnar að bankahrunið var engum öðrum að kenna en Íslendingum sjálfum. Það er kominn tími til að Icesave-afneitunarsinnar horfist í augu við staðreyndir.
Landsbankinn var ríkisverndað flokksinnmúrað glæpafyrirtæki. Ég er jafn andskoti fúll yfir því og þið öll!
Enn og aftur - lesið 17. og 18. kaflana í skýrslunni!!
PS
Bíð eftir að Loftur komi og útskýri hvor ykkar hafi rétt fyrir sér.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 21:29
Allt rétt hjá skeggja.
Hrikalegt að lesa skýrsluna varðandi þessi atriði.
Hvernig UK gekk eftir íslenskum stjórnvöldum og viðkomandi aðilum að gera eitthvað - en nei. Allt látið reka á reiðanum.
Þetta er því miður eins og þetta er og sem sjálfstætt fullvalda ríki verður ísland að axla þarna ábyrgð.
En varðandi það allir flokkar nema hreifingin átti sig á þeirri staðreynd, að þessa skuldbindingu verður að axla - veit það ekki, Framarar hafa stundum talað þannig eins og þess þurfi ekkert. Ennfremur hafa sjallar stundum talað af ótrúlegu ábyrgðarleysi, þ.e. miðað við fyrri aðkomu sína að málinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2010 kl. 22:05
Skeggi: Ég er ekki reyna að útskýra hvernig TIF "hefði átt" að vera fjármagnaður, aðeins að benda á þá staðreynd að hann var fjármagnaður í samræmi við þá tilskipun sem hann starfar eftir og á sambærilegan hátt og aðrir tryggingasjóðir í Evrópu.
Það stendur nú einmitt í dírektífinu að sjóðurinn megi taka lán ef þess gerist þörf!
Já, hann má það en er ekki skyldugur til þess. Slík lántaka má heldur ekki vera með ríkisábyrgð.
Vandinn er að enginn vill lána sjóðnum.
Það er vandi sjóðsins, ekki íslenskra skattgreiðenda.
Hvað hefðir þú frekar viljað?
Að reglunum hefði verið fylgt og gjaldþrota einkafyrirtækjum leyft að fara á hausinn, í stað þess að láta skattgreiðendur borga fyrir tap af völdum þeirra. Rekstur einkafyrirtækis eins og Landsbankans var fyrst og fremst á ábyrgð stjórnenda og eigenda þess en mörkin þar á milli virðast hafa verið í besta falli óskýr. Ábyrgð yfirvalds á athöfnum þegna sinna gagnvart erlendum aðilum getur hinsvegar í besta falli orðið óbein.
"Af hverju varð ekki allsherjar hrun í öðrum ESB/EES löndum, fyrst þetta er allt er reglum svæðisins að kenna?"
Vegna þess að þau ákváðu að láta skattgreiðendur sína greiða fyrir tap einkafyrirtækja og forða þeim þannig frá gjaldþroti. Og ég er ekki að segja að það sé reglunum að kenna, þegar fyrirtæki verða gjaldþrota er það oftast stjórnendum þeirra að kenna. Menn geta valdið tjóni með gáleysislegum rekstri jafnvel þó engar reglur hafi verið brotnar.
Landsbankinn var ríkisverndað flokksinnmúrað glæpafyrirtæki. Ég er jafn andskoti fúll yfir því og þið öll!
Að þessu leyti er ég þér hjartanlega sammála!
P.S. Loftur verður að svara fyrir sig sjálfur, og þú verður svo sjálfur að gera það upp við þig hverju þú tekur mark á. Ekki taka mark á mér sérstaklega heldur kynntu þér hlutina á eigin spýtur, t.d. með því að taka þig nú til og lesa raunverulega fleiri gögn um málið en bara rannsóknarskýrsluna.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 22:08
Skeggi, ég hélt að þú myndir skilja raunverulega stöðu Icesave-málsins, þegar ég sýndi þér orð fjármáleftirlitsins í Bretlandi – FSA, í athugasemd minni númer 40. Því er ekki að heilsa, þú rausar bara eins og þú ert vanur. Ég hef annað þarfara að gera við tímanna en að fjasa við þig, sem virðist vera álíka kjáni og Ómar Bjarki.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2010 kl. 22:23
Nei, kæri Guðmundur Ásgeirsson, eins frábærlega og þú hefur staðið þig, þá fer þú ekki með rétt mál í einu mikilvægu atriði hér ofar – þar er það einmitt Loftur sem hefur á réttu að standa og skrifar í samræmi við upplýsingar frá brezka tryggingasjóðnum (FSCS). Þetta verður ljóst af eftirfarandi innleggi mínu, en fyrst ætla ég þó að vitna orðrétt í þín röngu ummæli kl. 20:38:
"Það var ekki FSCS sem greiddi innstæðueigendum heldur ríkissjóður Bretlands eftir að Gordon Brown lýsti yfir ríkisábyrgð á innstæðunum (í trássi við tilskipun 94/19 NB!)."
Þú vísar um þetta o.fl. til Icesave-samninganna, sem lengi hafi lengið fyrir, en það geri ég einmitt sjálfur og læt fylgja orðrétta tilvitnun í þá, af 1. bls. þar! Skjalið er hér á netinu (á Island.is): Lánssamningur milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og Íslands og umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins, dags. 5. júní 2009. Og lestu nú (undirstrikanir mínar):
"Breski tryggingarsjóðurinn hefur greitt út tryggingar til meirihluta innstæðueigenda hjá Landsbankanum í London vegna krafna þeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingarsjóði innstæðueigenda samkvæmt lögum nr. 98/1999 og í staðinn hafa þessir innstæðueigendur Landsbankans í London framselt breska tryggingarsjóðnum þessar kröfur."
Innstæðueigendurnir framsöluðu ekki brezka ríkinu kröfurnar, heldur brezka tryggingasjóðnum, FSCS.
Já, líka þarna, í sjálfum Svavarssamningnum, er það staðfest, að það var FSCS, sem borgaði út þá fyllri tryggingu (allt að 50.000 pund, margfalt meiri en 20.887€), sem innistæðueigendur fengu í sinn hlut, ekki brezka ríkið og því ekki brezkir skattborgarar!
Það var líka rangt hjá þér, Guðmundur, að segja "að FSCS hafði alls ekkert efni á því að ábyrgjast IceSave jafnvel þó hann væri miklu stærri en TIF!" – FSCS hafði efni á margfaldlega meira en það! FSCS átti inni fyrir þessu öllu í skuldabréfum frá bönkunum í Bretlandi, skuldabréfum sem gefin voru út sem greiðsla á iðgjöldum þeirra til brezka tryggingakerfisins.* Málið var einungis að leysa út skuldabréfin í bönkunum þar í landi til þess að fá andvirði þeirra í reiðufé handa innistæðueigendunum.
Kem að öðru í máli þínu á eftir.
* Fjármálafyrirtækjum þar er skylt að borga gjöld til fjármálaeftirlitsins (Financial Services Authority/FSA), sem er síðan dreift á viðeigandi hátt milli fjármálaeftirlitsins (FSA), tryggingasjóðsins (Financial Services Compensation Scheme/FSCS) og þjónustustofu umboðsmanns fjármálafyrirtækja (Financial Ombudsman Service). Þessi gjöld eru greidd í formi skuldabréfa, sem tryggingakerfið getur síðan leyst út í bönkunum, f og þegar þörf er á vegna áfalla í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum landsins.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 01:31
... ef og þegar ... átti að standa hér undir lokin.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 01:32
Allt í lagi Jón Valur, takk fyrir þetta, ég vil bara að sem réttast upplýsingar komi fram og ef ég hef farið rangt með eitthvað er sjálfsagt að það sé leiðrétt
En var það ekki breska ríkið sem "lánaði" FSCS fyrir þessari útgreiðslu? Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það hafi falist í yfirlýsingu Gordon Brown og félaga um ríkisábyrgð á innstæðum (upp að ákveðnu hámarki).
Þetta breytir samt ekki því að fjármögnun breska tryggingasjóðsins með skuldarviðurkenningum frá sömu fyrirtækjum og hann átti að ábyrgjast, er ekkert annað en svikamylla. Það er eins og að segja að ég ábyrgist gúmmítékka með VISA kortinu mínu!
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2010 kl. 02:03
Takk fyrir svarið, Guðmundur. Tímabundið hefur Englandsbanki sennilega hlaupið undir bagga með FSCS með tímabundnu láni, en vitandi það, að bankarnir myndu mjög fljótlega reiða fram féð sem ætlazt var til, enda var þetta fé í hendi.
Þú talar um svikamyllu, en ekki var það svo, þótt skondið hafi verið (og fjármálaráðherra Hollands hafði fyrir hrunið vakið máls á þessu). Í reynd er það þannig, að bankarnir sem heild tryggja sig með iðgjöldunum í tryggingasjóðnum, en ef á tryggingunni þarf að halda, þá er ekki hægt að innheimta hana (skuldabréfin) af þeim banka sem fer á hausinn, bara öllum hinum! Það er þó engin svikamylla, þetta er einfaldlega þeirra kerfi (ólíkt okkar TIF-kerfi, þar sem iðgjöldin söfnuðust upp í greiddum árgjöldum í peningum). En augljóslega hefði þetta brezka kerfi aldrei getað tryggt þá gagnvart kerfishruni allra/flestra bankastofnana.
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 04:11
Vegna innleggs Gerviskeggs kl. 16.27 vil ég láta þess getið, að það skipti engu fyrir yfirtryggingu Landsbankans hjá brezka tryggingasjóðnum (FSCS), hvort rekstur innlánsreikninganna færi fram í útibúi eða í dótturfyrirtæki. Allt frá desember 2001 var allur rekstur Landsbankans í Bretlandi (sem hafði fasta starfsstöð þar, physical presence) leyfður með því skilyrði, að hann uppfyllti greiðslu iðgjalda til FSCS að fullu, "ef vernd sú, sem veitt var í heimalandinu, þ.e. Íslandi, náði ekki til jafnhárra upphæða," eins og FSA hefur upplýst, og ennfremur: "Þetta þýðir, að neytendur í Bretlandi gátu verið vissir um, upp að hvaða mörkum þeir nutu tryggingaverndar," þ.e.a.s. upp að hinum hærri tryggingarmörkum, sem giltu þar í landi, ÞAR Á MEÐAL hjá Icesave-innistæðueigendum.
VITUÐ ÉR ENN EÐA HVAT?
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 04:41
Af undangengnu leiðir, að geti Tryggingasjóðurinn íslenzki ekki greitt nema lítinn hluta sinna trygginga, þá tekur við trygging FSCS fyrir einnig þeim hluta, sem upp á vantar, fyrir utan (þ.e.a.s. til viðbótar við) þá hærri tryggingu, sem FSCS hafði beinlínis með höndum, þ.e. upphæðirnar milli 20.887€ og 50.000 punda (fyrir bankahrunið var tryggingin reyndar 35.000 ound).
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 04:46
35.000 pund, vildi eg sagt hafa.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 04:47
Og það var engin ríkisábyrgð á Icesave skv. EU/EES-reglum. Það er meginatriði máls hér, ekki hvort yfirvöld hér hafi verið tilleiðanleg til að færa innlánsreikningana úr útibúi í dótturfélag eða hvort þau hafi tilkynnt eða ekki tilkynnt Bretum, að engin ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningunum. Slíkrar tilkynningar var ekki þörf, fjármálaeftirlit Breta (FSA) vissi það vel – vitaskuld þekktu þeir Tilskipun 94/19/EC, sem tók það skýrt fram, að væri búið að koma upp tryggingasjóði (eins og hér var gert árið 2000), væri ríkinu ekki skylt að tryggja innistæður.
Af þessu öllu leiðir, að íslenzka ríkinu BAR EKKI að bæta Icesave-innlánseigendunum upp það, sem vantaði í TIF (Tryggingasjóðinn íslenzka).
Hitt er annað mál, að brezk yfirvöld reyndu frá ágúst 2008 og fram á haustið að ginna fáráða íslenzka yfirmenn í ráðuneytum (fyrst Björgvin, bankamálaráðherrann sjálfan) til að heita tryggingu á innistæðunum. Þetta hafa Bretarnir sennilega gert í klókindum, þreifað fyrst fyrir sér og fundið inn á grasserandi vanþekkinguna, en einnig gert þetta þrátt fyrir þeirra eigin (Whitehall-lögfræðinga) þekkingu á því, að stjórnarskrá okkar bannaði algerlega þessa leið (77. greinin), auk almennari ákvæða í henni, sem krefjast alþingissamþykktar til að ríkið megi taka meiri háttar lán eða stofna til nýrra skatta eða skuldbindinga, sbr. orð Sigurðar Líndal í grein hans Icesave og ríkisábyrgð í Fréttablaðinu 16. febr. 2010:
"Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. "
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 05:12
Okkar mikilvægasta réttarskjal er hér: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 05:16
Jón Valur: "Tímabundið hefur Englandsbanki sennilega hlaupið undir bagga með FSCS með tímabundnu láni, en vitandi það, að bankarnir myndu mjög fljótlega reiða fram féð sem ætlazt var til, enda var þetta fé í hendi."
Gott og vel, takk fyrir þessa skýringu. En ef Englandsbanki hefur hlaupið undir bagga með FSCS, er það þá ekki lán sem breska ríkið ábyrgist? Eða framvísaði FSCS haldbærum veðum fyrir láninu? Spyr sá sem ekki veit... Ég stend við þá skoðun að ef FSCS var fjármagnað eins og þú og Loftur hafið útskýrt þá sé það svikamylla. Ef það hefði reynt á ábyrgðina hefði þurft að innheimta lánsloforðin, sem hefði grynnkað enn frekar á lausafé bankakerfisins sem var þá þegar að berjast við lausafjárskort. Fall eins banka hefði þannig hæglega getað orsakað fall þess næsta og svo koll af kolli og þannig framkallað sjálkrafa áhlaup á allt laust fé í kerfinu. Bresk stjórnvöld gerðu sér hinsvegar grein fyrir því að þetta kerfi stóð á brauðfótum og sáu sig þess vegna tilneydd að lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum til að koma í veg fyrir frekara áhlaup. Það sama gerðu íslensk stjórnvöld við innlenda reikninga en gátu það ekki við erlendu reikninganna þar sem gjaldeyrisvaraforði seðlabankans var ekki nægur. Munurinn þarna liggur í því að Englandsbanki gat einfaldlega "prentað" pund til að dekka ábyrgðirnar (og rýrt þannig verðmæti áður útgefinna punda sem því nemur) en íslensk stjórnvöld geta hinsvegar bara prentað krónur.
P.S. Mánudagsblað Morgunblaðsins var að koma inn um lúguna, og þessi frétt er í hliðarklausu á forsíðunni, með framhaldi á innsíðu. Fréttablaðið kom svo fljótlega á eftir og þar er þetta næstefsta frétt á forsíðu. Eins og áður sagði var þetta líka frétt númer tvö í fréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld, sem var fyrsta fréttin sem birtist af þessu tæpum sólarhring eftir að ég skrifaði færsluna. Nú er það aðeins orðið tímaspursmál hvenær ég fer að senda fjölmiðlunum reikning fyrir að vinna vinnuna þeirra fyrir þá!
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2010 kl. 05:23
Nei, Guðmundur, þessi fjármögnunarleið var engin svikamylla, en ef kerfishrun allra banka og fjármálafyrirtækja hefði orðið, hefði FSCS vissulega verið gersamalega févana til að taka á því. Þetta var innbyggð áhætta, en naumast talin möguleg, enda hefur ekkert í þá áttina gerzt ennþá.
Brezka ríkið þarf ekkert að ábyrgjast peninga sem lánaðir eru úr Englandsbanka.
Ekki þarf ég (eða mitt fólk) að ábyrgjast neitt, ef ég lána þér eitthvað, en ef um háa upphæð væri að ræða, mundi ég kannski biðja ÞIG að ábyrgjast endurgreiðsluna!
Ég var eiginlega búinn (og aftur nýbúinn) að svara þessu með kerfishrunið.
Já, Guðmundur, þú endar þetta vel með þínu PS-i – sannarlega vel! Ég horfði einmitt í nótt eftir á á fréttina á Stöð 2 og langaði strax eftir á að skrifa hana alla upp, en er kannski einhver annar til í það? (ég er orðinn lúinn). Hún – en fyrst og fremst svika-viljayfirlýsingin og svo þín grein – afhjúpar gersamlega tvöfeldni, refshátt og þjóðarsvik Steingríms J. Sigfússonar og Gylfa Magnússonar og samstarfsfólks þeirra í verknaðinum.
Niður með AGS! – Burt með alla samninga við AGS! – EKKERT ICESAVE! – Við eigum ekkert að borga! – Tökum frekar lán hjá Indverjum og Kínverjum heldur en sílspikuðum, úrkynjuðum, ósómakærum og aumlega meðvirkum ríkisstjórnum Evrópu. Vel má vera, að Bandaríkin og Kanada taki þá við sér og veiti okkur (líka) lán í stað þess að láta Kínverja fá (meiri) áhrif hér (sendiráð þeirra á Íslandi er það stærsta í Evrópu, og þeir hyggja á byggingu álvers á Norðurlandi).
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 05:40
Um nýja kínverska sendiráðið sjá HÉR: Kínverska sendiráðið fær stærra hús en íslenzka utanríkisráðuneytið!
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 05:52
Það sem Jón Valur er að segja er að FSCF er eftirá-greiðslu tryggingasjóður ('Ex ante'). Ekkert nýtt þar.
Spurning hvort íslensk stjórnvöld hafi yfirhöfuð vitað hvort TIF væri hugsaður sem fyrirframgreiðslusjóður eða eftirágreiðslusjóður. Stjórnvöld vissu mest lítið um TIF yfirleitt og forðuðust að hugsa það mál til enda. Það hins vegar bara EYKUR ábyrgð þeirra.
Jón Valur segir að bresk stjórnvöld hafi reynt að "ginna fáráða íslenzka yfirmenn í ráðuneytum (fyrst Björgvin, bankamálaráðherrann sjálfan) til að heita tryggingu á innistæðunum. Þetta hafa Bretarnir sennilega gert í klókindum,".
Bull er þetta! Bresk stjórnvöld reyndi ekkert að ginna einn né neinn. En ef íslensk stjórnvöld ætluðu sér að fara leið Davíðs Oddssonar og Baldurs Guðlaugssonar hefðu þau átt að drullast til að segja Bretum það!
Bretar vildu vita HVORT og hvernig íslensk stjórnvöld myndu bakka upp TIF.
Bresk stjórnvöld voru ekki vondu gæjarnir, þó svo það henti þjóðrembulegum og heimóttarlegum málflutningi Jón Vals að halda slíku fram.
Skeggi Skaftason, 19.4.2010 kl. 08:30
Guðmundur, það er litlu við að bæta þessar góðu útskýringar Jóns Vals. Eins og Jón Valur bendir á, þá fekk FSCS lánað fé hjá seðlabanka Bretlands (Bank of England) til að leysa tímabundinn fjárskort. Engin ríkisábyrgð er á þessum lánum því að innistæðu-trygginga-sjóðurinn FSCS á kröfur á bankana sem nema miklu stærri upphæðum. Í skeyti útskýrir fjálmálaeftirlit Bretlands (FSA):
Það sem hér er nefnt “interim levy” merkir tímabundið iðgjald. Icesave-greiðslurnar, sem námu 50.000 Pundum á reikningseiganda, vógu þannig ekki þungt í útgjöldum trygginga-sjóðsins. Þótt greiðslur vegna Icesave hafi verið þyngsta einstaka tjónið, þá nemur það líklega ekki nema 10% af útgjöldum FSCS rekstrárið apríl 2008 – marz 2009.
Guðmundur, þú gefur Icesave-kröfunum heitið “svikamylla”. Ég hef verið svo hófsamur að tala um forsendubresti á Icesave-samningunum. Í grein minni í Morgunblaðinu segi ég:
Þú eins og svo margir fleirri hefur fallið fyrir þeim áróðri, að Bretum hafi verið nauðugur kostur að gera fáránlegar kröfur á hendur okkur, til að bjarga eigin bankakerfi. Þetta er fjarstæða í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir, en gerðu það ekki á haustdögum 2008. Trygginga-bætur vegna Icesave voru löngu fjármagnaðar og greiðslur þeirra voru léttvægar fyrir fjármálakerfi Bretlands, meðal annars vegna þess að þær voru greiddar í innlendum gjaldmiðli, Pundinu. Lausafé bankakerfisins minnkaði því ekkert við þessar tilfærslur.
Englandsbanki þurfti ekki heldur að prenta meira af Pundum vegna Icesave. Bankinn tók ekki á sig neinar ábyrgðir vegna Icesave og auðvitað ekki ríkissjóður Bretlands. Mér er heldur ekki ljóst Guðmundur, hvaðan þú hefur eftirfarandi fullyrðingu:
Ríkisstjórn Bretlands lýsti EKKI yfir ríkisábyrgð á innistæðum. Snemma á árinu 2008 voru umræður í Bretlandi um hækkun lágmarks-tryggingar innistæðna í 50.000 Pund. Ég hef undir höndum skýrslur um þær vangaveltur og er hægt að finna þær á Netinu. Það var því alls ekki vegna Icesave sem hækkun á lágmarks-tryggingunni var gerð.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.4.2010 kl. 10:18
Ástæðan fyrir því að Bretar sögðust ábyrgjast innistæður í top þegar IceSave skall á var til að fyrirbyggja frekara áhlaup á breska banka, sá sem afneitar því er hálfviti.
En Loftur og JVJ eru þeirrar náttúru gæddir að þeir hafa ekkert vit á hvernig bankakerfi virka og þess þá síður alþjóðafjármálakerfi. Þeir átta sig ekki á mikilvægi þess að innistæður sparifjáreigenda séu tryggðar. Þeir átta sig heldur ekki á þeirri lélegu samningsstöðu sem Íslendingar hafa verið að koma sér, að virðist með skipulögðum hætti, síðan 2006. Þeir afneita öllum rökum, fara alltaf að tala um Alain og að opna skrifstofu í London, þegar það kemur ekkert málinu við.
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 11:01
Breska ríkið útvegaði hluta þess fjár er þurfti til að bakka og greiða icesaveinnstæðurnar.
Get fundið þetta fyrir ykkur nákvæmlega ef þið viljið.
Heilt yfir eruði samt ekki nógu fókuseraðir í umræðunni. Langt mál um ekki neitt og allt út um allt.
Heimildarvinnan í núlli líka og yrðu þið allstaðar felldir ef td. um væri að ræða verkefni i skóla, bara framhalldsskóla og jafnvel grunnskóla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 11:31
Þar sem andlegur þroski Ómars Bjarka er á leikskólastiginu, þá er vandræðalegt fyrir hann að gleyma að nefna leikskólana í upptalningu sinni hér fyrir ofan.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.4.2010 kl. 12:02
Guðmundur, þetta er óverðug umræða af hálfu þessa skillitla manns, sem kallar sig "Bjögga", sem þarf ekki einu sinni að heita Björgvin eða Björgólfur, gæti allt eins heitið Ágúst eða Þorvaldur eða kannski Ólína. Slíkum nafnleysingjum á ekki að gefa málfrelsi til að gera lítið úr öðrum með tali um "hálfvita" eða segja enn aðra "þeirr[i] náttúru gædd[a] að þeir haf[i] ekkert vit á" einu eða öðru. Bezt væri að eyða slíkum innleggjum, en í lagi að leyfa þau sem greinilega bæru merki um siðlega hugsun og málefnalega umfjöllun.
Ég hef nú ekkert verið að tala um Alain Liepitz í umræðunni á þessum vef og læt hvorki einhvern "Bjögga" né Gervi-Skeggja taka að sér að búa til einhverja gervilýsingu á því, sem ég hef lagt hér fram. Sá síðarnefndi vogar sér að þykjast taka utan um allt það, sem ég skrifaði hér í nótt, með orðum sínum: "Það sem Jón Valur er að segja er að FSCF er eftirá-greiðslu tryggingasjóður ('Ex ante'). Ekkert nýtt þar." – Þetta er rakin þvæla, að ekkert nýtt sé í umræðu minni, og það er í raun sakbending á hann sjálfan, þegar hann reynir að láta sem minnst á því bera, að hann er hér rökþrota, því að með þessu kaus hann aðra leið en þá að svara rökum mínum – hann er að ignorera þau að mestu, en bætir við ruglandi múðri (um hvort ráðamenn hafi talið TIF fyrirfram- eða eftirátryggingasjóð), sem málið snýst alls ekki um, og stóryrðum um málflutning minn. Augljóst er, að hann telur það "heimóttalegt" og "þjóðrembu" að borga ekki ólögvarða gerviskuld, en víðsýnt og gáfulegt að beygja sig í duftið fyrir ofríkisfullum, andlits-bjargandi lýðskrumsráðherrum fyrrverandi nýlenduvelda. En þessu lágkúrulega hugarfari hans hefur íslenzka þjóðin ítrekað hafnað.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 12:03
Allir eru þeir rökþrota að ofan, Bjöggi, Ómar og Skeggi. Og bresk stjórnvöld ERU og VORU að kúga okkur með ólöglegri nauðung, sem kemur okkur ekkert við og eru því "vondu gæjarnir" eins og einn þeirra rökþrota Skeggi kemst að orði. Það hefur heldur EKKERT með "þjóðrembu" að gera, eins og sami rökþrota maður kemst að orði, þó fólk sætti sig ekki við að vera haft að féþúfu ólöglegrar kröfu og gert að skuldaþrælum.
Það varðar við lög að íslenska Icesave-stjórnin leggi slíkar drápsklyfjar á þjóðina og það án dóms og þvert gegn öllum lögum. Það hlýtur líka að varða við lög að leitast við að plata okkur og kúga okkur undir ólögvarðan nauðungarskatt fyrir bresku og hollensku ríkissjóðina. Og það vegna bankaskuldar sem tryggingasjóðir Bretlands og Hollands og Íslands í sameinginu eru skyldugir að bæta innlánseigendum Icesave og þeir hafa þegar hafa fengið bætt að fullu. Það kemur EKKERT íslenska ríkissjóðnum eða ríkisábyrgð neitt við.
Iceesave-stjórnina og alla stuðningsmennina í Icesave-kúguninni gegn þjóðinni, ætti að draga fyrir landsóm og dæma af fullum þunga fyrir að blekkja íslenskan almenning og þvinga undir skatt til erlendra velda. Skatt fyrir skuld sem við skuldum ekki og er ekkert nema fjárkúgun og ofbeldi breskra, hollenskra og íslenskra yfirvalda, gegn íslenskum skattborgurum.
Elle_, 19.4.2010 kl. 12:59
Jón Valur segir:
Það er þetta sem ég tel dæmi um hlægilega þjóðrembu Jóns Vals. Gerir hann sér grein fyrir því að ef AGS og Evrópulönd hefðu ekki komið Íslandi til bjargar - að beiðni íslenskra stjórnvalda - væri Ríkissjóður Íslands GJALDÞROTA?
Skeggi Skaftason, 19.4.2010 kl. 13:01
Icesavepeningarnir komu mest allir hingað upp og voru notaðir í almenna fjárstýringu hjá LÍ og eru þ.a.l. hérna útum allt á Íslandi:
".. Jón Þorsteinn Oddleifsson, forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „[...] það mun væntanlega koma þér á óvart því að það fer mikið út í gegnum gjaldeyrismarkað.“
Þannig mun sá gjaldeyrir sem Landsbankinn safnaði í innlánum að miklu leyti hafa verið seldur fyrir íslenskar krónur á innlendum gjaldeyrismarkaði og þannig mætt hluta af þörf bankakerfisins fyrir erlendan gjaldeyri” (Skýrsla RNA)
“Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, lýsti því
við skýrslutökur hjá nefndinni að það hefði fyrst verið þegar líða tók á árið
2008 sem bankastjórnin hefði gert sér grein fyrir að peningar sem komu
inn á Icesave reikningana væru að einhverju marki fluttir heim” (Skýrsla RNA)
“Sigurjón Þ. Árnason sagði við skýrslutöku hjá nefndinni að hann teldi að
bankastjórar Seðlabankans hefðu átt að gera sér grein fyrir að þeir peningar sem komu inn á Icesave reikningana nýttust að hluta til starfsemi bankans á Íslandi. Þeir hefðu verið hluti af þeim fjármunum sem notaðir voru við fjárstýringu bankans í heild.” (Skýrsla RNA)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 13:03
Icesave kemur EKKERT bresku og hollensku ríkisstjórnunum neitt við, þar sem bæturnar fóru EKKI úr ríkisstjóðum þeirra til innistæðueigenda Icesave. Krafa þeirra er ólögvarin kúgun og kemur heldur EKKERT ríkissjóðum landanna 3ja neitt við. Og eins og ég sagði að ofan: Icesave-stjórnina og alla stuðningsmennina í Icesave-kúguninni gegn íslensku þjóðinni, ætti að draga fyrir landsdóm og dæma af fullum þunga fyrir að blekkja íslenskan almenning og þvinga undir skatt til erlendra velda.
ÓLÖGLEGAN SKATT TIL ERLENDRA VELDA.
Elle_, 19.4.2010 kl. 13:12
Jú, breska stórnin kom að hluta inní þetta dæmi. (skal finna umrætt seinna fyrir ykkur og jafnvel taka í kúrs varðandi heimildavinnu 101)
Eg skal líka taka ykkur í tíma, ef óskað er, varðandi eðli þess þegar gjaldeyri er skipt í krónur
Þar skipti höfuðmáli að það er ekki þannig, eins og sumir halda, að gjaldeyririnn gufi bara upp ! Nei nei, það þarf sko einhver að kaupa gjaldeyririnn og eignast hann þar með og ráðstafar eftir atvikum. Já já, það held eg nú.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 13:17
Nei, enn og aftur, Icesave kemur EKKERT bresku ríkisstjórninni eða breska ríkissjóðnum hætis hót við. Þeir eru hinsvegar þaulvanir að halda úti skattanýlendum viða um heim.
Elle_, 19.4.2010 kl. 13:27
Við fáum ekki að taka lán hjá neinni þjóð nema lánið sé tengt áætlun AGS. Það hefur ein þjóð í heiminum lánað peninga til gjaldþrota ríkis, eins og Ísland er, án samvinnu við AGS, það er Venesúela, þeir gera það í þeim eina tilgangi að ögra alþjóðasamfélaginu. Ég veit ekki um neina þjóð sem væri til í að lána Íslandi til að ögra alþjóðasamfélaginu. Norðmenn hafa látið glitta í það, en það er bara af frændsemi við okkur, þeir myndu aldrei lána okkur peninga nema í samstarfi við AGS.
Svo í sambandi við að greiðslur á IceSave hafi ekki farið úr ríkissjóði Bretanna, þá fóru þær úr tryggingasjóði þeirra sem er hannaður til að bæta tap á innistæðum innistæðueigenda í breskri bankalögsögu, IceSave tilheyrði þeirri íslensku þannig að Íslenski tryggingasjóðurinn hefði átt að greiða það. Geir og Solla klúðruðu því þannig að Bretar sögðust ætla að ábyrgjast innistæður til að róa markaðinn. Þar af leiðandi er skuldar sá Íslenski þeim breska. Það er barnaháttur að halda að við komust upp með að láta sjóðinn fara á hausinn og þá fái Bretar ekki meiri peninga.
Svo bendir málflutningur Elle að hann eða hún hafi ekkert vit á því sem hann eða hún er að tala um. Kemur hérna fram með tilfinningaáróður sem byggist á bulli og vitleysu. Að tala um Skatt til erlendra velda er þjóðernissinnaður tilfinningaáróður af verstu sort, sem JVJ og Loftur eru heldur ekki saklausir af.
Mér finnst að fólk eigi að láta af fornaldarþjóðernishyggju sem er best til þess fallinn að einangra okkur frá alþjóðasamfélaginu og þar með skerða lífskjör okkar, allt í nafni þjóðernisstolts.
Rök um erlend veldi, kúgunn, skatta osfrv. eiga ekki við. Þetta eru rök rökþrota manna sem reyna að höðfa til tilfinninga fólks, ekki rökhugsunar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:50
Svo má bæta við að greiðslur í innistæðusjóð Brettanna innheimtast "eftir á". Það er ríkið leggur út fyrir innistæðum og rukkar bankakerfið eftirá. Þeir lögðu út fyrir IceSave.
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:52
"In total, around £4.5 billion has been paid. It is estimated that this includes £2.35 billion compensation that the UK Government paid out to depositors on behalf of the Iceland Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund (DIGF), £1.4 billion paid out by the FSCS for deposits above €20,887 and below £50,000, and £800 million paid out by the UK Government in respect of deposits above £50,000."
http://services.parliament.uk/hansard/Lords/ByDate/20100127/writtenanswers/part009.html
Geisp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 14:04
Mikil er trú þín Ómar Bjarki, að trúa öllu sem frá nýlenduveldunum kemur. Það sem þú ert að vísa til er áróðursplagg Bretsku ríkisstjórnarinnar og álíka mikið að marka og yfirlýsingar Icesave-stjórnarinnar um sama efni.
Frá fjármálaeftirliti Bretlands (FSA) höfum við eftirfarandi yfirlýsingu:
Þarna segir að tryggingasjóðnum Bretska (FSCS) er skylt að greiða fullar bætur, hvernig sem gjaldheimtu sjóðsins er háttað. Eftirlitsskyldan með Icesave var á herðum FSA og gjaldfærslan hjá FSCS. Þessar stofnanir báru því fulla ábyrgð á eftirliti með Icesave-reikningum Landsbankans og iðgjaldagreiðslum þeirra vegna.
Grundvallaratriði er að Landsbankinn hafði starfsstöð (physical presence) í Bretlandi, enda hefði hann ekki fengið að reka neina starfsemi þar annars, vegna þess að Ísland er utan Evrópusambandsins.
Þetta hef ég útskýrt rækilega á öðrum vettvangi og um málið leikur enginn lögfræðilegur vafi. Hins vegar munu Ómar Bjarki og félagar hans í fimmtu hersveitinni, auðvitað halda áfram að þjóna húsbændum sínum, Bretum og Hollendingum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.4.2010 kl. 15:15
Eftirlitskyldan var hjá Íslendingum!!! Á því liggur ENGINN VAFI. Það kemur mjög skýrt fram í Evróputilskipuninni að útibú eins og IceSave var er undir eftirlitsaðillum í heimalandinu, það er Íslandi.
Þegar Bretar gerðu sér grein fyrir að IceSave var að fara á hausinn vildu Bretar flytja IceSave inn í breska lögsögu. En Íslensk stjórnvöld vildu það ekki af því að þau voru á mála hjá Landsbankanum og Landsbankinn vildi flytja IceSave peningana heim til Íslands, sem þeir gerðu.
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 15:43
Menn taki eftir því, að Gervi-Skeggi hefur ekki getað svarað upplýsingum og rökum mínum hér, ekki á neinn hátt komið með hrakningu þeirra, en birtist hér samt kl. 13:01 til þess eins að svara hvatningu minni til þess að Íslendingar leiti annað en til hinnar meðvirku stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá lán (sem raunar engin þörf er á fyrr en á næsta ári). Hann kallar þetta "dæmi um hlægilega þjóðrembu" af minni hálfu, en hvað er svona hlægilegt við að fá lán annars staðar en með samningi við AGS, sem heimtar af okkur svikayfirlýsingu eins og þá, sem fjóreykið blygðunarlausa, Jóhanna, Steingrímur, Gylfi Magg og Már, skrifuðu undir nú í vikunni?
Gerviskeggur með stolnu myndina af Brahms (minna mátti ekki gagn gera) heldur því fram "að ef AGS og Evrópulönd hefðu ekki komið Íslandi til bjargar - að beiðni íslenskra stjórnvalda - væri Ríkissjóður Íslands gjaldþrota". Það var samt ekki vitað um neina skilmála eins og þessa, sem nú var skrifað upp á af fjóreykinu, fyrir hinum fyrstu lánum. Og hversu mikið er komin inn af lánum? – hefur það ekki einmitt gengið nokkuð hægt? Ef þau hefðu ekki komið, hefði mátt leita lána annars staðar, eins og ég sagði, og ekki sízt gæti reynt þar á hjálp forseta Íslands sem farið hefur í austurveg og náð góðu sambandi við æðstu ráðamenn hinna tveggja áðurnefndu ríkja – stærstu þjóða heims, sem báðum hefur fleygt fram í þjóðartekjum frá aldamótunum; og ég minni á, að Kínverjar eru mestu lánardrottnar öflugasta iðnríkis heims, Bandaríkjanna.
Ef lánin, sem fengizt hafa, hefðu ekki (fyrir utan hið færeyska) komið, þá hefði ríkið reyndar hikstalaust látið vera að greiða ýmislegt til bankanna (einkum þrotabús Landsbankans) eftir hrun, og þá hefði líka löngu verið byrjað á því að fækka ríkisstarfsmönnum og skerða lífeyrisréttindi þeirra. Það er ekki nokkur hemja, eins og Pétur Blöndal benti á í vikunni, að síauknar byrðar eru lagðar á landsmenn vegna bólgnandi greiðslna til allt of fjölmennra ríkisstarfsmannastétta (m.a. þingmanna) með vísitölutryggð lífeyrisréttindi, á meðan það hefur hins vegar gerzt um aðra lífeyrissjóði, að þeir hafa tapað stórum hluta sjóða sinna og eru þegar farnir að skerða verulega lífeyrisgreiðslur.
Þó að þetta sé ekki atriði sem varðar Icesave, blasir við, að í hugsanlegum þrengingum ríkissjóðs hefði alltaf verið unnt að skera niður ríkisbáknið – það hefur verið gert annars staðar og er alveg hægt hér, en þeir flokkar, sem kalla sig vinstri flokka hér, þora því ekki, enda háðir þessum stéttum sem eru á framfæri ríkisins og virða þær meira viðlits en venjulegt verkafólk. Þeirra eigin pólitíska vangeta á hins vegar ekki að skapa örlög þessarar þjóðar.
Gerviskeggur sýnir með þessu innleggi sínu, að hann vill láta tilganginn helga meðalið: Til þess að fá lán, svo að Steingrímur, Gylfi og Jóhanna geti áfram pissað í skó sína, með Má seðlabankastjóra brosandi hjá, finnst Gervi-Brahms alveg sjálfsagt að þessi aumu, óvinsælu stjórnvöld samþykki gerviskuldar-ofurklafa á alla íslenzku þjóðina til að þókknast þeim brezku og hollenzku ofríkisstjórnvöldum, sem hann sjálfur hefur hrósað hér í skrifum sínum! Alveg sama þótt skuldaklafinn gæti hæglega farið upp í 1000 milljarða króna! (skv. mati Jóns Daníelssonar hagfræðings, þegar gert er ráð fyrir hugsanlegri gengislækkun krónunnar um 30%).
Það er ekkert undarlegt, að ég hef ofar hér á umræðuþræðinum leitt líkur að því, að Gerviskeggur sé í raun beinlínis á vegum Breta, og þess vegna ættu menn eins og Guðmundur að hafa gætur á málflutningi slíkra nafnleysingja. Ef málstaðurinn er of aumur til að nokkur fáist til að skrifa upp á hann og beinist auk þess gegn þjóðarréttindum, þá fæ ég ekki séð, að fullveldissinni eins og Guðmundur eigi að telja sér skylt að hleypa slíkum manni að með lygaáróður.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 16:27
Nú, hér er eg að ofan búinn að hrekja þá fullyrðingu að breska ríkið hafi ekki komið nærri við að dekka íslandshluta icesaveinnstæðnanna.
Breska ríkið og Breski seðlabankinn komu að þessu. Óumdeilt og staðfest allstaðar á öllum póstum og þarf aðeins pínulitla rannsókn til að komast að því. Tekur 1-2 mín.
Ísland bar ábyrgð á fyrstu 20.000 evrunum. Einnig óumdeilt.
Margbúið að fara yfir þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2010 kl. 16:27
Ég vil þakka öllum sem hér skiptast á skoðunum um meinta greiðsluskyldu íslenska ríkisins fyrir umræðuna. Ég minni hinsvegar á að færslan sjálf snýst ekki um það, heldur vildi ég aðallega vekja athygli á því hvernig farið er með enn eitt málsgagnið sem "trúnaðarmál" og það svo birt í framhjáhlaupi fyrir utan kastljós fjölmiðla. Það er þetta laumuspil sem ég er helst að gagnrýna og tengingin milli AGS og IceSave, burtséð frá hvaða skoðun menn hafa svo á kröfum Breta og Hollendinga.
Til þess að það fari ekki á milli mála hér þá lít ég svo á að sú skylda hvíli einmitt á TIF að greiða út lágmarkstrygginguna, og frábið mér að vera skipað í hóp með þeim sem standa fast á að ekkert skuli borgað. Málið er bara að TIF átti ekki fyrir þessu og í mínum huga snýst málið aðallega um hvað skuli þá taka til bragðs. Réttast og eðlilegast væri að TIF innheimti kröfu sína úr þrotabúi Landsbankans og nýti hana til útgreiðslu, en hinsvegar þykir mér fulkomlega óeðlilegt að láta íslenska ríkið ábyrgjast alla upphæðina og tel það ekki samræmast gildandi reglum. Þar að auki treysti ekki þeim sem véla um ráðin fyrir svo stórri fjárheimild, miðað hversu illa þeir hafa haldið á spilunum fram að þessu. Hinsvegar þykir mér sjálfsagt að íslenska ríkið reyni að liðka fyrir útgreiðslu eins og hægt er, t.d. með því að þrýsta á um uppgjör á þrotabúi Landsbankans og aðstoða við fjármögnun TIF ef eitthvað vantar upp á. Í því sambandi vil ég benda á að íslenska ríkið hefur nú þegar samþykkt að leggja um 260 milljarða frá rekstri ríkisfyrirtækisins NBI hf. inn í þrotabú gamla bankans á næstu 10 árum. Þeir peningar munu ganga óskiptir upp í forgangskröfur sem eru aðallega vegna IceSave.
Í stuttu máli: hættið að skamma mig fyrir að "vilja ekki borga IceSave" því mér finnst það eigi að bæta reikningseigendum tjónið eins og hægt er með eignum úr þrotabúinu, og það sem vantar upp á úr vasa þeirra sem báru ábyrgð á rekstri Landsbankans. Það voru hinsvegar hvorki ég né börnin mín og þess vegna viljum við að sjálfsögðu ekki borga þetta úr eigin vasa!
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2010 kl. 17:05
Jón Valur Jensson:
óskaplega ertu mikið upptekinn af því hvort ég sé í þjóðskrá! Það sem meira máli skiptir er að ég er með alvörurök á meðan þú ert með bara með gervi-rök. Það skipti meira máli en hvort ég sé í alvörunni með skegg eða ekki!
Lítum á hvað snillingurinn Elle Ericsson segir hér að ofan:
Finnst þér skrýtið að það veigri sér sumir við að taka þátt í rökræðum hér, þegar svona ofbeldiskjaftar reyna að þagga niður í lýðræðislegri og opinni umræðu með hótunum!
Reynd þú bara að hafa hemil á þessu ofstopafulla rugludallaliði í kringum þig, og þá kannski þora fleiri hugsandi Íslendingar að tjá sig hér og jafnvel undir fullu nafni og nýta málfrelsi sitt, sem þín ósómasamtök virðast vilja kveða í kútinn! Þið ættuð að skammast ykkar.
Skeggi Skaftason, 19.4.2010 kl. 18:27
Jón Steinar spurði: Hvenær var viljayfirlýsingin frá nóvember 2008 staðfest????
Viljayfirlýsingin var no. 1 gerð með vísan í lög (Brussel viðmiðin - Directive 94/19 EC) og það var svikið af bresku og hollensku ríkisstjórnunum. Og viljayfirlýsingin var ekki heldur lög. ---------------------------------------------------------------------------------------- Óskar talar um einangrunarsinna og þjóðrembuvæl. Hvílík röksemdafærlsa. Við öll sem ekki viljum vera fjárkúguð erum einangrunarsinnar. Og líka þjóðrembur samkæmt honum og Skeggja og öðrum Icesave stuðningsmönnum.
NEI, ÞAÐ KEMUR EKKERT EINANGRUN EÐA ÞJÓÐREMBU NEITT VIÐ AÐ NEITA AÐ VERA KÚGAÐUR. OG KOMIÐ NIÐUR Á JÖRÐ.
Elle_, 19.4.2010 kl. 18:32
Guðmundur:
sjónarmið þín eru skiljanleg, en heldurðu að B&H finnist það réttmætt, að íslensk stjórnvöld horfðu upp á aðgerðarlaus að Ponzi bankinn sogaði til sín fé frá þeirra borgurum, gáfu aldrei annað í skyn en að hér væri í gildi innstæðutryggingarlágmark, tóku svo yfir hinn fallna banka og hafa verið að hræra með það sem þar var, hirtu eitt og annað og bjuggu til nýjan banka, tryggðu 100% innstæður í Landsbankanum í öllum öðrum útibúum en Icesave útibúunum, ...
og ættu svo að henda restinni af þrotabúinu til Breta og Hollendinga og segja þeim að hirða mylsnuna?
ENN OG AFTUR: Lesið skýrsluna! 15., 16., 17. og 18. kafla. Gefur ótrúlega greinargott og ítarlegt yfirlit um fall Landsbankans í minnstu smáatriðum, ótrúlegt ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda, samskipti Breta við Landsbankann og stjórnvöld allt árið 2008 OG Evrópureglur bæði um innstæðutryggingar, ábyrgð með útibúum í öðrum löndum o.fl. o.fl.
Lesið skýrsluna! Komið svo og ræðið málin.
Skeggi Skaftason, 19.4.2010 kl. 18:35
Skammastu þín sjálfur, vitgranni maður og líkl. flugumaður. Skammastu þín eilíflega fyrir þína miklu heimsku og forherta ósvífni. Og lestu:
ENGIN
RÍKISÁBYRGÐ:
A fence to mend: All of Europe is to blame.
Ekki skylt að bæta fyrir Icesave: Alain Lipietz.
Engin ríkisábyrgð: Alain Lipietz + Eva Joly.
Engin ríkisábyrgð: Arne Hyttnes.
Engin ríkisábyrgð: Michael Hudson.
Engin ríkisábyrgð: Sigurður Líndal - 1.
Engin ríkisábyrgð: Sigurður Líndal - 2.
Engin ríkisábyrgð: Steingrímur J. Sigfússon játar, eftir heilt ár af hótunum og kúgunum um ríkisábyrgð.
Engin ríkisábyrgð: The Dutch Ministry of Finance.
Haldið ró ykkar: Eva Joly.
Iceland can refuse debt servitude: Michael Hudson.
Icelanders owe nothing: Alain Lipietz.
Icesave er evrópskt vandamál: Eva Joly.
Innheimtu mafían 1: Max Keiser.
Innheimtu mafían 2: Max Keiser.
Íslendingar eigi ekki að borga: Michael Hudson.
Íslendingar skulda ekkert: Alain_Lipietz.
MISHCON de REYA OF LONDON-
[BRIEFING PAPER].
SCHJÖDT OF BRUXELLES-
[BRIEFING PAPER].
Slik er bankenes sikringsfond.
Staten har ikke ansvar for bankinnskudd: Arne Hyttnes.
Why Iceland must vote no: Alex Jurshevski.
Elle_, 19.4.2010 kl. 18:36
Og ég endurtek það sem ofstopinn og rugudallurinn næstur fyrir ofan mig kallar ofbeldiskjaft í rugludöllum:
Og eins og ég sagði að ofan: Icesave-stjórnina og alla stuðningsmennina í Icesave-kúguninni gegn íslensku þjóðinni, ætti að draga fyrir landsdóm og dæma af fullum þunga fyrir að blekkja íslenskan almenning og þvinga undir skatt til erlendra velda.
Elle_, 19.4.2010 kl. 19:59
Skörulega mælt hjá Elle og full rök til þess – tek undir með henni.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 21:08
Skeggi:
Ég er hjartanlega sammála þér að það er hugsanlega glæpsamlegt og í besta falli sviksamlegt hvernig staðið var að málum í rekstri Landsbankans og vanræksla íslenskra stjórnvalda var vítaverð, það var ég sannfærður um löngu áður en skýrsla rannsóknarnefndar kom út. Í því ljósi er gremja B&H vissulega skiljanleg, en ég tel það hinsvegar óásættanlegt að almenningur á Íslandi sem er blásaklaus verði látinn borga brúsann.
Og er þá ekki einmitt málið að draga þá sem hlut eiga að máli til ábyrgðar? Standa ekki vonir til þess nú eftir útgáfu rannsóknarskýrslunnar, að það verði hugsanlega gert? Ég styð það heilshugar og tel að hvíli viss siðferðileg skylda á íslenskum stjórnvöldum að knýja fram réttlæti fyrir tjónþolana.
Ef um glæpi er að ræða þá er það samt ekki ríkið sem á að greiða skaðabætur, heldur væntanlega sá sem framdi glæpinn. Best væri auðvitað að þeir sem rændu Landsbankann yrðu látnir borga tjónið sem þeir hafa valdið, þar með talið innstæðueigendum í B&H.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2010 kl. 21:37
Svakalega er Samfó með mörg internettröll á sínum snærum, manni er hætt að standa á sama.
Sævar Einarsson, 19.4.2010 kl. 22:00
Ómar Bjarki Kristjánsson, þessi orð þín, að brezka ríkið hafi "komið nærri við að dekka íslandshluta* icesaveinnstæðnanna," breytir engu um það, að FSCS átti að standa skil á greiðslunum, a.m.k. (á endanum) þeim sem eitthvað (meira eða minna) kynni að vanta upp á eftir útgreiðslur úr þrotabúi bankans og eftir að TIF hefði greitt* það sem í hans valdi var að greiða (sem er vitaskuld ekki meira en hann á í sjóði og hefur lánstraust til að fá að láni; t.d. hefði íslenzka ríkið mátt lána honum aðra 18 milljarða, en bar samt engin skylda til þess), og þessar greiðslur FSCS gátu allar nokkuð auðveldlega fjármagnazt með því framlagi bankanna í Bretlandi, sem þeir voru skyldubundnir til, þ.e.a.s. með iðgjöldunum, sem FSCS átti kröfu til sem eigandi árlega útgefinn skuldabréfa fyrir þeim upphæðum.
Það er í raun grunsamlegt, hafi brezka ríkið greitt allt fyrir FSCS, því að aldrei stóð til, að svo yrði í raun, heldur hefur þetta þá verið lán annaðhvort ríkissjóðs Breta eða Englandsbanka (sem ég held raunar fremur – og þá e.t.v. að hluta til með billegu aðferðinni: að prenta út seðla), en fyllilega vitandi það, að unnt var að fá allt til baka og það mjög fljótlega frá bönkunum brezku í gegnum FSCS, þ.e.a.s. allt nema þær 800 milljónir punda, sem brezka ríkið tók á sjálft sig og sína skattborgara til að greiða út þær innistæðu-fjárhæðir sem fóru yfir 50.000 punda trygginguna hjá FSCS.
Sennilega hafa brezku bankarnir nú þegar staðið skil á mestöllu því, sem þeir áttu að borga.
Svo er enn eitt ranglætið í þessu öllu saman, að valdsmenn Breta leyfðu ekki kröfu TIF (tryggingasjóðsins íslenzka) í eignasafn Landsbankans að fá að heita og vera forgangskrafa, heldur gerðu þeir umframkröfuna frá FSCS upp á þær tryggðu fjárhæðir, sem voru milli 20.887€ og 50.000 punda, að jafnstöðu-forgangskröfu, en í raun nægði þeim það eitt ekki, því að þeir (fulltrúar brezka ríkisins) munu líka hafa gert kröfu vegna 800 millj. pundanna (vegna innistæðu-fjárhæðanna sem fóru yfir 50.000 punda FSCS-trygginguna) sem forgangskröfu með sama hætti. Þetta kemur í ljós m.a. með þeim hætti, sem vitaður hefur verið, að TIF hefur verið sagt eiga rétt rúmlega helmingskröfu í þrotabú bankans, en Bretar tæplega helmingskröfu. Samkvæmt tölunum:
2350 millj. punda vegna TIF-tryggingar innistæðna allt að 20.887€,
1400 millj. punda vegna FSCS-tryggingar (innist. milli 20.887€ og 50.000 punda)
og 800 millj. punda vegna ríkisgreiðslu Breta á innistæðum yfir 50.000 pund,
þá næmi TIF-hlutinn af þeirri heild (4550 millj. pundum) 51,6%, FSCS-hlutinn 30,8% og brezki ríkishlutinn 17,6%; og þá væri brezki heildarhlutinn 48,4% af allri heildinni (á móti 51,5% í íslenzkum hluta). Þannig hygg ég þá einmitt ætla sér í megnu ofríki að ganga að eignasafni Landsbankans, þó að "brezki ríkishlutinn", sem ég hef kallað svo hér, hafi alls ekki átt að viðurkennanst sem neins konar forgangskrafa.
En ef þeim hluta væri sleppt og aðeins talað um hluta TIF og FSCS (samtals 3750 millj. pund), þá væri TIF-hlutinn (2350 millj. pund) 62,7% og FSCS-hlutinn (1400 millj. pund) einungis 37,3%. Væri þetta raunin, þ.e.a.s. hefðu Bretar sýnt þó þessa sanngirni, gæti vel hugsazt, að eignasafnið dygði fyrir öllum lágmarkstryggingum TIF og þannig engin þörf á neinu sjóðsstreymi úr TIF í raun.
En brezkir valdamenn í sínum gamla stórbokkaskap kannast lítt við réttlæti og sanngirni, þrátt fyrir að hafa "fairness" oft á vörunum, og ætla að neita TIF um þennan rétt og ætlast svo jafnvel til ríkisábyrgðar á öllu saman! og ekki nóg með það, heldur einnig til VAXTA frá ríkinu og það jafnvel kolólöglegra!
Svo undrast Bretasleikjur eins og Gerviskeggur, Ómar Bjarki og "Bjöggi", að Íslendingar skuli enn hafna öllum Icesave-samningum og að baráttufólk í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave skuli halda hátt á lofti rétti og sakleysi íslenzka lýðveldisins í máli þessu!
* Af hverju skrifarðu Ísland með litlu í-i, Ómar Bjarki? Týpískt fyrir þig!
** Þ.e.a.s. ef TIF ætti að greiða eitthvað, sbr. síðasta hluta þessa innleggs.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 22:41
Guðmundur Ásgeirsson.
Bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn, svo og meirihluti Alþingis og forseti Íslands, samþykktu að IceSave-reikningarnir yrðu greiddir, og þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave-reikningana snerist engan veginn um hvort þeir yrðu greiddir.
Spurningin á atkvæðaseðlinum var nú ekki orðuð þannig og IceSave 1-samningarnir eru enn í fullu gildi, undirritaðir af forseta Íslands í umboði þjóðarinnar, eins og öll hans verk, enda þótt hann hafi ekki verið kosinn forseti af allri þjóðinni.
Bretar og Hollendingar geta hvenær sem er samþykkt skilmálana í þeim samningum eða skrifað undir samninga sem gefa okkur Íslendingum betri kjör að einhverju leyti.
Og hér er um samninga þriggja þjóða að ræða. Að sjálfsögðu geta einhverjir einstaklingar sem tilheyra þessum þremur þjóðum verið óánægðir með samningana en fulltrúar allra þingflokka hafa eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verið í viðræðum við Breta og Hollendinga um hvernig en ekki hvort Íslendingar skuli greiða IceSave-reikningana.
Íslenska þjóðin kom íslenskum stjórnvöldum til valda, ríkisstjórnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks,, Samfylkingar og Vinstri grænna, og ber því ábyrgð á öllum þeirra gjörðum og aðgerðaleysi, rétt eins og þessar ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkarnir sem að þeim standa bera ábyrgð gagnvart kjósendum sínum og þjóðinni allri.
Sárafáir hafa kosið aðra en þessa fjóra stjórnmálaflokka frá því að bankarnir hér voru einkavæddir og Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem einkavæddu bankana, héldu hér enn þingmeirihluta sínum vorið 2007, enda þótt tæpur væri.
Þorsteinn Briem, 19.4.2010 kl. 23:27
Kjósendur eru EKKI ábyrgir fyrir lögbrotum pólitíkusa í embætti og ólögvörðum nauðungarsamningum þeirra við erlend veldi. Og hvað á jörðinni lætur fólk halda það?
Elle_, 19.4.2010 kl. 23:40
IceSave-1 var samþykkt sem lög frá Alþingi og forseti Íslands skrifaði undir þau í umboði þjóðarinnar.
Þorsteinn Briem, 19.4.2010 kl. 23:52
Já, ólög. Og án dóms og gegn lögum. Ógildanlegur nauðungarsamningur. Kúgun gegn alþýðu landsins.
Elle_, 19.4.2010 kl. 23:55
Slík lögbrot, sem Elle talar hér um, ættu að koma fyrir Landsdóm, og sum brotanna varða þar að auki við landráðalögin.
Jón Valur Jensson, 19.4.2010 kl. 23:57
Geir H. Haarde sem forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen sem fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson sem viðskipta- og bankamálaráðherra verða ákærðir og þurfa að svara til saka fyrir Landsdómi nú í sumar.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 00:12
Vantar ekki ýmsa á listann, Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu, Guðbjart, Steingrím, Björn Val og Össur til dæmis? – því miður að mínu mati.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 00:22
Mín vegna má Landsdómur ákæra fleiri ráðherra en hér verður að líta á fyrningu á rétti til höfðunar sakamáls og að hver og einn ráðherra ber ábyrgð á eigin málaflokkum. Sjá nánar lög um ráðherraábyrgð.
Í Landsdómi sitja fimm hæstaréttardómarar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og átta einstaklingar sem Alþingi kýs.
Vanræksla ráðherra
Landsdómur hefur aldrei komið saman
Lög um Landsdóm nr. 3/1963
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963
11. gr. Brot gegn lögum þessum varða, eftir málavöxtum, embættismissi, sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Við ákvörðun refsingar skal höfð hliðsjón af 70. gr. almennra hegningarlaga."
VIII. kafli. Atriði, er áhrif hafa á refsihæðina.
70. gr. Þegar hegning er tiltekin á einkum að taka til greina eftirtalin atriði:
1. Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að.
2. Hversu yfirgripsmiklu tjóni það hefur valdið.
3. Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.
4. Aldur þess, sem að verkinu er valdur.
5. Hegðun hans að undanförnu.
6. Hversu styrkur og einbeittur vilji hans hefur verið.
7. Hvað honum hefur gengið til verksins.
8. Hvernig framferði hans hefur verið, eftir að hann hafði unnið verkið.
9. Hvort hann hefur upplýst um aðild annarra að brotinu.
Hafi fleiri menn en einn unnið verkið í sameiningu skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 00:53
"Kosning átta manna í landsdóm og jafnmargra varamanna til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.
Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur."
Kosning í Landsdóm 11. maí 2005
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 00:59
Þetta kl. 0.53 var bara málefnalegt frá þér, Steini, fræðir mig að vísu ekki um neitt nema hverjir skipa skuli Landsdóm.
En innlegg þitt kl. 23:27 er hlaðið hnökrum og villum.
"Bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn, svo og meirihluti Alþingis og forseti Íslands, samþykktu að IceSave-reikningarnir yrðu greiddir, og þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave-reikningana snerist engan veginn um hvort þeir yrðu greiddir."
En 70% andstaða þjóðarinnar við bæði Icesave1-samninginn (kenndan við Svavar) og Icesave-lögin 28. ágúst, þrátt fyrir fyrirvara þeirra, sem og Icesave2-svikasamninginn í október og svo enn meiri andstaða við Icesave2-ólögin 30. des. getur að sjálfsögðu EKKI talizt "ábyrgð" íslenzku þjóðarinnar á þessum svikaplöggum!
En allt frá upphafi barðist ég (oft með ca. 10–20 öðrum á Austurvelli; einnig í Útv. Sögu og á netinu) ekki aðeins gegn Svavars-svikasamningnum, heldur líka gegn fyrirvaralögunum, af því að þau gengu hættulega langt í átt til viðurkenningar á gjaldskyldu á ólögvarinni svikakröfu Breta og Hollendinga.
Slík gjaldskylda skapaðist samt ekki með fyrirvaralögunum 28. ágúst 2009, af því að þau fólu í sér stjórnarskrárbrot, eins og ég hef líka rakið hér ofar. Ef við hefðum stjórnlagadómstól, væri hann sennilega búinn að úrskurða 28. ágúst-lögin dauð og ómerk.
Já, ég er réttarhyggjumaður, Steini Briem, eins og Jón Sigurðsson forseti, enginn málsvari lögleysu né yfirtroðslu laga og réttar.
Steini skrifar enn: "Bretar og Hollendingar geta hvenær sem er samþykkt skilmálana í þeim samningum eða skrifað undir samninga sem gefa okkur Íslendingum betri kjör að einhverju leyti."
Segðu ekki: "betri" kjör! Segðu: illskárri kjör. – En einnig þeim höfnum við í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave, af því að okkur (þ.e. ríkinu og skattborgurum) ber ekki að borga neitt. Látum Landsbankann borga, þ.e. eignasafn hans, og svo TIF, ef eitthvað er eftir að borga, en verjum þó TIF gegn ásælni Breta (sbr. innlegg mitt hér kl. 22:41 í seinni hlutanum). Engar aðrar greiðslur frá Íslandi og enga ólöglega vexti á TIF og engar vaxtagreiðslur ríkisins, því að þetta er ekki þess mál.
Svo er eftirfarandi 9. liður í orðsendingu til Íslendinga frá Þjóðarheiðri 10. marz sl. (sem send var öllum helztu fjölmiðlum, en birt óvíða):
Lög nr. 96 frá 28. ágúst 2009 gefa Bretum og Hollendingum færi á því að skuldsetja lýðveldið vegna Icesave með því að þeir fallist á þá fyrirvara sem settir eru í lögunum. Því er brýnt að umrædd lög verði felld úr gildi. Ríkisábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans samræmist hvorki stjórnarskrá, evrópskum lögum, þjóðarhag né almennu réttlæti. Þjóðarheiður krefst þess að lög nr. 96/2009 verði afnumin og Alþingi fari þannig að þjóðarvilja.
"Og hér er um samninga þriggja þjóða að ræða," segir Steini, en þjóðirnar komu ekkert að þessu nema í einu tilfelli, þegar ÞESSI ÞJÓÐ hafnaði 30. des-ólögunum með 98,1% atkvæða þeirra, sem afstöðu tóku til þeirra.
Steini: "Að sjálfsögðu geta einhverjir einstaklingar sem tilheyra þessum þremur þjóðum verið óánægðir með samningana en fulltrúar allra þingflokka hafa eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verið í viðræðum við Breta og Hollendinga um hvernig en ekki hvort Íslendingar skuli greiða IceSave-reikningana."
Já, einmitt þar eru þeir að svíkja þjóðina, Steini Briem, – bæði að svíkja hag og heill hennar og eins að bregðast vilja hennar. Í skoðanakönnum MMR um 1-3 dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna kom í ljós (við birtingu hennar 8. marz), að hartnær 60% aðspurðra sögðu: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!
Steini enn: "Íslenska þjóðin kom íslenskum stjórnvöldum til valda, ríkisstjórnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, og ber því ábyrgð á öllum þeirra gjörðum og aðgerðaleysi, rétt eins og þessar ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkarnir sem að þeim standa bera ábyrgð gagnvart kjósendum sínum og þjóðinni allri."
RANGT! Það er aldrei hægt að fullyrða, að kjósendur beri ábyrgð á því, sem lögleysa verður að kallast og jafnvel í andstöðu við stjórnarskrá og var auk þess ekki á dagskrá í kosningaloforðum flokkanna. Sér í lagi lögbrot ráðherra og annarra eru á þeirra ábyrgð, ekki þjóðarinnar. Eða voru kjósendur Profumos ráðherra í Bretlandi ábyrgir fyrir Profumo-hneykslinu (vændiskaupa- og njósnahneyksli)?! Og myndu kjósendur Samfylkingar vera ábyrgir fyrir því, að Jóhanna tæki sér einræðisvöld eða keypti sér 2000 pör af skóm fyrir ríkisfé?
"Sárafáir hafa kosið aðra en þessa fjóra stjórnmálaflokka frá því að bankarnir hér voru einkavæddir og Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem einkavæddu bankana, héldu hér enn þingmeirihluta sínum vorið 2007, enda þótt tæpur væri."
Það tekur tíma að byggja upp samtök, Steini, en vita máttu, að jafnvel 45% hafa í könnun sagzt ekki vilja kjósa neinn flokkanna. Svo eru menn enn að verða fyrir vonbrigðum með Fjórflokkinn, t.d. orðið mikið fylgishrun vinstri flokkanna síðustu 6 mánuði eða svo, mest þó nýlega.
Sannarlega eigum við á betra völ, þótt reyndar sé með mörgum hætti reynt að bregða fæti markvisst og miskunnarlaust fyrir ný framboð, sbr. ranglát kosninga- og kjördæmalög og 1500 milljóna kr. fjáraustur í stjórnmálaflokkana fimm á hverju kjörtímabili. Mál er að þeirri spillingu og annarri linni.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 01:43
Enn ein heimskan sem vellur upp úr Ómari Bjarka (kl. 16:27): "Ísland bar ábyrgð á fyrstu 20.000 evrunum. Einnig óumdeilt."
Óumdeilt?!!! Sá er ósvífinn! Það var EKKI ÍSLAND, sem bar ábyrgðina á fyrstu 20.887 evrunum, heldur TIF, Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta, sem ríkið mátti ekki leggja til fé á starfstíma hans (enda væri þá verið á ólögmætan hátt að bæta samkeppnisstöðu landsins í bankageiranum, gagnvart öðrum löndum á EES-svæðinu), og TIF var heldur ekki baktryggður af ríkinu, sbr. hér: Tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 01:58
Steini Briem: "IceSave-1 var samþykkt sem lög frá Alþingi og forseti Íslands skrifaði undir þau í umboði þjóðarinnar."
Þetta er hárrétt hjá þér, en þú ert væntalega að vísa til laga nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Þetta er rosalega langur titill en við skulum athuga hvað stendur í 1. gr. þessara laga sem tóku gildi 3. september sl. (feitletrun mín):
2. mgr.: Það er skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar að breskum og hollenskum stjórnvöldum verði kynntir þeir fyrirvarar sem eru settir við ábyrgðina samkvæmt lögum þessum og að þau fallist á þá.
3. mgr: Ríkisábyrgðin afmarkast að öðru leyti af ákvæðum samninganna og fyrirvörum þeim sem koma fram í lögum þessum. Fyrirvararnir eru óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar.
Svo eru fyrirvararnir taldir upp í þeim greinum sem á eftir koma. Bresk og hollensk stjórnvöld höfnuðu hinsvegar þessum fyrirvörum þannig að skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar hafa ekki verið uppfyllt og þar af leiðandi hefur fjármálaráðherra ekki veitt neina slíka ábyrgð. Eftir stendur að lögin tóku vissulega gildi, en þau heimila samt ekki veitingu ríkisábyrgðar. Fyrir framkvæmdavaldið hefur það sömu þýðingu og ef þessi lög væru ekki til.
Kíkjum líka á 1. mgr.: Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu samkvæmt samningum dags. 5. júní 2009 til að standa straum af lágmarksgreiðslum... til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi.Þarna koma fram staðreyndir sem rétt er að halda til haga:Athugið að eingöngu er talað um heimild til að ábyrgjast lántöku. Með öðrum orðum þá fjalla lögin hvergi um að íslenska ríkið eigi að greiða nokkurn skapaðan hlut, heldur aðeins að ábyrgjast lántöku tryggingasjóðsins. Eins og áður sagði hafa hinsvegar ekki myndast skilyrði fyrir framkvæmd þeirra.
Það skal áréttað að lög nr. 1/2010 ("IceSave-2") tóku líka gildi um leið og þau voru samþykkt á Alþingi þann 30. desember sl. og tæknilega hefði fjármálaráðherra verið heimilt skv. þeim að veita ríkisábyrgð strax þá. Það hafði hann hinsvegar ekki gert þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram og þessi seinni lög féllu við það úr gildi.
Af þessu leiðir að ríkisábyrgðin sem slík hefur aldrei verið til staðar og mun aldrei verða samkvæmt núgildandi lögum! Til þess að koma á slíkri ábyrgð héðan í frá þyrfti að koma til ný lagasetning frá Alþingi.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2010 kl. 02:22
Staðreynd er það, Guðmundur, að TIF tók ekkert lán hjá Bretum, heldur var þar um einhliða aðgerð að ræða af hálfu þeirra síðarnefndu. Þetta var gervilán, og Mishcon de Reya-lögfræðistofan brezka benti skýrum orðum á, að rangt væri að tala um "loan" í þessu sambandi. – Fleira þyrfti að gera hér athss. við, en ég verð að láta þetta nægja að sinni.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 02:47
Rétt, TIF tók aldrei lán. B&H halda því samt fram að TIF skuldi þeim þessa peninga sem TIF hefur ekki efni á að borga og um það snýst deilan.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2010 kl. 03:16
En TIF er ekki á framfærslu íslenzka ríkisins. Samt voga Bretar og Hollendingar sér að krefja ísl. ríkið um greiðslu þess, sem TIF á ekki í sjóði sínum! Þar að auki er orðalagið um 50.000 punda tryggingu FSCS [tryggingasjóðsins brezka] með þeim hætti, að beinast liggur við að skilja hana þannig, að fáist ekki úr eignasafni þrotabanka + úr erlendum tryggingasjóði (sem ætlaði sér að tryggja upp að 20.887€) upphæðir sem samanlagðar ná upp í 20,887€, þá eigi brezka yfirtryggingin að taka líka til þeirra [lægri] upphæða sem á vantar. Staðfest er, að FSCS mun greiða bætur upp að hámarki sínu, óháð upphæð iðgjaldanna sem honum voru goldin.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 03:48
Meirihluti Alþingis samþykkti í fyrrahaust IceSave-1, lög um ríkisábyrgð vegna IceSave-reikninganna, og hefði að sjálfsögðu ekki gert það nema ætla sér að greiða þessa reikninga.
Meirihluti Alþingis samþykkti því í fyrrahaust að IceSave-reikningarnir yrðu greiddir með ákveðnum skilmálum, og forseti Íslands, sem er þjóðkjörinn, samþykkti IceSave-1 skilmálana á ríkisábyrgðinni með undirskrift sinni í fyrrahaust.
IceSave-1 er enn í fullu gildi þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um IceSave-2 og þar með viðurkenning íslenska ríkisins á að það muni greiða IceSave-reikningana.
Bretar og Hollendingar geta hvenær sem er gengið að skilmálum IceSave-1, sem eru lög frá Alþingi, einungis átta mánaða gömul, eða skilmálum sem eru okkur Íslendingum hagstæðari að einhverju leyti.
Og allir þingflokkar, einnig Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar, hafa eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna verið í viðræðum við Breta og Hollendinga um hagstæðari skilmála á ríkisábyrgðinni en ekki hvort IceSave-reikningarnir verði greiddir af íslenska ríkinu.
Þegar upp er staðið munu því Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Hreyfingin allir bera ábyrgð á greiðslu íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum.
Þingkosningar verða fljótlega í Bretlandi og Hollandi og Íslendingar, Bretar og Hollendingar skrifa nú í sumar undir nýja skilmála varðandi ábyrgð íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 09:54
Sælt veri fólkið.
Hvers vegna geta menn ekki hysjað upp um sig buxurnar og sagt við B&H: ,,Þú sækir þetta bara fyrir dómstólum kallinn minn. Sí jú inn kort!"?
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 20.4.2010 kl. 10:01
Steini: Er þetta eitthvað flókið? Icesave 1 er vissulega í gildi, en þar eru ákveðnir fyrirvarar við ríkisábyrgðinni! Það er rétt að Alþingi hefði ekki samþykkt þau lög nema ætla að greiða, gegn hinum sömu fyrirvörum!
Viltu ekki koma með eina af leirburðarferskeytlunum þínum og málið er dautt?
Kv. Sgrjónn
Sigurjón, 20.4.2010 kl. 10:05
Strákar mínir, ef eitthvað er leirburður er það öll sú steypa í gríðarlega löngu máli sem frá ykkur hefur komið um þetta mál hér sem annars staðar.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 10:11
Nei Steini, lestu lögin. Það stendur hvergi í þeim að íslenska ríkið ætli að borga nokkurn skapaðan hlut eins og þú heldur fram, heldur fjalla þau um heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð á lántöku stjálfseignarstofnunarinnar TIF. Þar með er Alþingi að segja að TIF eigi að taka á sig þessa skuld við Breta og Hollendinga, og þar af leiðandi sé það TIF sem eigi að endurgreiða samkvæmt því en ekki ríkissjóður Íslands.
Viðræður í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu hafa eftir því sem fram hefur komið aðallega snúist um vaxtakjör á lántöku TIF en ekki skilmála ríkisábyrgðar þó vissulega sé þetta nátengt. Það er hinsvegar rétt hjá þér að viðræðurnar nú síðast hafa ekki snúist um hvort íslenska ríkið eigi að borga, enda er það TIF sem á að borga sínar eigin skuldir en ekki ríkið.
Það virðist valda þér ruglingi að það eru í raun fjórir aðskildir lögaðilar sem eru samningsaðilar í málinu: 1. Breska fjármálaráðuneytið 2. Hollenska fjármálaráðuneytið 3. Tryggingasjóður Innstæðueigenda og fjárfesta (TIF). 4. íslenska ríkið. Eins og ég hef áður bent á þá kemur skýrt fram í "IceSave-1" lögunum sem þú vísar til, að TIF er sá eini af þessum aðilum sem hyggur á lántöku og á þ.a.l. að sjá um að endurgreiða lánið ef það verður tekið.
Því miður þá getur verið erfitt að rökræða þetta á málefnalegan hátt þegar menn hafa ekki grundvallar staðreyndir málsins á hreinu. Ég lái þér það hinsvegar ekki Steini því þetta er alls ekki einfalt mál en ég hvet þig til að lesa nú lögin áður en þú fjallar um þau, sem og samningana sem þau byggja á.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2010 kl. 10:20
Það er gaman að ykkur, strákar mínir.
Íslenska ríkið hefur samþykkt samkvæmt IceSave-1 að greiða IceSave-reikningana með ákveðnum skilmálum sem Bretar og Hollendingar geta einnig samþykkt, ef þeim sýnist svo.
"Tóku gildi 3. september 2009.
1. gr. Ríkisábyrgð á Icesave-lánasamningunum.
Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu samkvæmt samningum dags. 5. júní 2009 til að standa straum af lágmarksgreiðslum, sbr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi."
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 10:35
Guðmundur, 2 að ofan hafa komist upp með að kalla fólk uppnefnum eins og einangrunarsinna, ofstopa, rugludalla og þjóðrembur (Bjöggi og Skeggi) og þó það sé ekkert í málflutningi fólksins sem réttlætir uppnefnin. Og ég var farin að svara þessum uppnefnum á móti þar sem það er óþolandi að slík uppnefni fái að standa eins og ekkert rangt hafi verið sagt. Það er ekkert ofstopalegt og rugludallalegt við að segja að draga ætti fólk sem hefur brotið gegn þjóðinni, fyrir landsdóm.
Líka skil ég ekki hvað þú meinar að ofan (17:05), Guðmundur: Til þess að það fari ekki á milli mála hér þá lít ég svo á að sú skylda hvíli einmitt á TIF að greiða út lágmarkstrygginguna, og frábið mér að vera skipað í hóp með þeim sem standa fast á að ekkert skuli borgað. Það er líka það sem ég vil, Guðmundur. Og aldrei hef ég heyrt nokkurn mann, sem ekki vill ríkisábyrgð á Icesave, halda því fram að Landsbankinn og TIF eigi ekki að borga neitt. Hef alltaf skilið það fólk þannig að Landsbankinn og TIF eigi akkúrat að borga það sem fæst úr sjóðnum og þrotabúinu. Þeir vildu hinsvegar ekki ríkisábyrgð. Get allavega sagt það fyrir mig og þó ég sé fullkomlega andvíg ríkisábyrgð. Skil ekki muninn á því sem þú segist vilja og því sem þeir/við viljum. Líka segirðu: Réttast og eðlilegast væri að TIF innheimti kröfu sína úr þrotabúi Landsbankans og nýti hana til útgreiðslu, en hinsvegar þykir mér fulkomlega óeðlilegt að láta íslenska ríkið ábyrgjast alla upphæðina . . . Ertu þarna að meina að ríkið eigi að borga hluta? Og svo segirðu: Það voru hinsvegar hvorki ég né börnin mín og þess vegna viljum við að sjálfsögðu ekki borga þetta úr eigin vasa! Og þarna viltu ekki ríkisábyrgð, er það?
Elle_, 20.4.2010 kl. 10:41
Á sandi reisti Sigurjón hús,
og soldið mikill fannst það plús,
næstum hann og Dorrit dús,
en dóninn lifir á hungurlús.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 10:56
Sossarnir og viðhengi þeirra, hafa haldið því fram að Icesave-reikningarnir hafi verið gerðir út frá Landsbankanum í Reykjavík. Þetta er alrangt eins og oft hefur verið útskýrt. Sönnun á að Icesave var rekið frá starfsstöð (physical presence) Landsbankans í London, er að finna í Icesave-samningnum sjálfum, þeim sem Icesave-stjórnin gerði 05. júní 2009. Þar segir svo (bls.32):
Hvað merkir þá “Innistæðueigandi hjá Landsbankanum í London” ? Á blaðsíðu 35 í Icesave-samningnum er skilgreining á þessu hugtaki:
Öllum ætti nú að vera ljóst, að Icesave-reikningarnir voru starfræktir frá starfsstöð (physical presence) Landsbankans í London og lutu því eftirliti FSA og greidd voru trygginga-iðgjöld þeirra vegna til FSCS. Þetta hefur Bretska fjármálaeftirlitið (FSA) staðfest mörgum sinnum, en Sossarnir vilja fremur trúa hugarburði Steingríms og Jóhönnu. Hvílíkt þræla-kyn sem við höfum alið í landinu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 20.4.2010 kl. 11:20
Loftur Altice.
IceSave var útibú Landsbankans í Bretlandi og Bretar margreyndu fyrir haustið 2008 að gera IceSave að dótturfélagi í Bretlandi, sem hefði þá heyrt undir breska innistæðutryggingasjóðinn, eins og fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Landsbankinn vildi það hins vegar ekki, þar sem hann hefði þá ekki getað notað innistæðurnar í IceSave eins og hann vildi innan Landsbankasamstæðunnar og bankann skorti reiðufé.
"Stjórnendur og eigendur landsbankans gamla létu í veðri vaka árið 2008 að stöðugt væri unnið að því að færa IceSave-innlánsreikningana úr útibúi bankans í dótturfélag.
En skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis leiðir í ljós að bankinn streittist alltaf gegn því. Þá virðast stjórnendur Landsbankans hafa treyst því að ef allt færi á versta veg, stæði [hinn íslenski] Tryggingasjóður innlánseigenda og fjárfesta sem bakhjarl með [íslenskri] ríkisábyrgð."
Spegillinn - Umfjöllun um IceSave í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 12:19
Steini Briem, þú framleiðir ekki bara leirburð í vísum þínum að innihaldi til, heldur líka í innleggjum þínum. Væri ég síðuhöfundur hér, myndi ég ekki leyfa þér að margendurtaka sama innleggið, sem þegar hefur verið svarað og hrakið.
Fyrirvaralögin frá 28. ágúst voru ekki aðeins (skv. vitnisburði margra þingmanna) knúin fram með beinni kúgun og hótunum af hálfu Breta og Hollendinga (sem í sjálfu sér gerir lögin að þvingunarlögum og þar með lögleysu), heldur voru þau beinlínis STJÓRNARSKRÁRBROT og þar með ólögleg og hefðu ekki náð í gegnum nálarauga stjórnlagadómstóls, ef við hefðum slíkan hér.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 12:22
Jón Valur. Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um einhverjar vísur eða staðreyndir málsins.
Samkvæmt IceSave-1 er íslensk ríkisábyrgð á IceSave-reikningunum samþykki Bretar skilmálana, sem þar koma fram, og þeir geta að sjálfsögðu samþykkt nýja skilmála, ef þeir vilja. Og það er þeirra hagur að Íslendingar greiði reikningana.
Þar að auki hafa allir íslenskir þingflokkar verið í viðræðum við Breta og Hollendinga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna hér um skilmálana fyrir greiðslu íslenska ríkisins til breska og hollenska ríkisins vegna IceSave-reikninganna en ekki hvort íslenska ríkið skuli greiða IceSave-reikningana.
Þú skilur engan veginn þessar staðreyndir málsins, sama hversu oft þær eru tuggðar ofan í þig, og munt aldrei skilja þær.
Hins vegar hef ég gaman af þínu skilningsleysi, enda þótt ég nenni nú ekki endalaust að skemmta mér á þinn kostnað.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 12:54
Æ æ.
Menn vaða hér áfram í villu. Augljóst að Loftur, Jón Valur og fleiri hafa enn ekki lesið ítarlega og greinargóða umfjöllun skýrslu RNA um nákvæmlega allt það sem þeir hafa verið og eru enn að misskilja. Þetta er ALLT tekið fyrir þar. Sjá 15. 17. og 18. kafla.
Loftur: Icesave var útibú. Fýsisk starfstöð var í London, þar voru tölvur o.fl.. Umsjón í höndum Heritable dótturfélagsins.
Af hverju var Icesave ekki inni í Heritable? Jú, til að Landsbankinn gæti dælt peningum af vild úr Icesave hingað heim í höfustöðvar og lánað með óábyrgum hætti í áhættulán, m.a. til eigenda.
Þú ert hugsanlega eini maðurinn á Íslandi sem heldur því fram að Icesave hafi ekki verið útibú.
Eru önnur gervi-rök "Þjóðarósóma" samtaka ykkar jafn hláleg og fjarstæðukennd?
Skeggi Skaftason, 20.4.2010 kl. 12:55
Elle ef þetta er ekki einangrunarsinna, ofstopa, rugludalla og þjóðrembu málflutningur þá veit ég ekki hvað.
"Ógildanlegur nauðungarsamningur. Kúgun gegn alþýðu landsins"
"Icesave-stjórnina og alla stuðningsmennina í Icesave-kúguninni gegn íslensku þjóðinni, ætti að draga fyrir landsdóm og dæma af fullum þunga fyrir að blekkja íslenskan almenning og þvinga undir skatt til erlendra velda. "
Hérna í síðustu málsgrein er fólki hótað ofbeldi sem eru ekki sammála ykkur í heykvíslaliðinu.
Ég gæti haldið lengi lengi áfram og pikkað út fáránlegar upphrópanir ykkar í heykvíslaliðinu. Elle þú ert nú reyndar verst og ættir bara að halda þig úti.
Þið eruð með þjóðernissinnaðar upphrópanir, skortir alla rökhugsun og þið reynið að höfða til tilfinninga fólks í einhverju áróðursstríði sem þið teljið ykkur heygja fyrir hönd þjóðarinnar.
Annars á maður ekki að vera að eyða of miklu púðri í ykkur, því á meðan menn eins og JVJ og Elle tala fyrir hönd einangrunarsinna þá eykst fylgi við minn málstað.
Bjöggi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 13:05
Steini Briem, allir nema þú vita að miskilnings gætir víða í Hrunskýrslunni. Öll umræðan um færslu Icesave úr útibúi í dótturfélag var einn stór misskilningur. Ég bendi þér á skrif mín um þetta atriði:
Nýlenduveldin niðurlægð með »marklausu« þjóðaratkvæði
Forsendubrestir á Icesave-samningunum
Það hvort Landsbankinn vildi eitt eða ekki neitt, skiptir engu máli varðandi Icesave-kröfur nýlenduveldanna á hendur Íslendskum almenningi. Yfirlýsingar fjármálaeftirlits Bretlands (FSA) taka af allan vafa um að engu máli skipti hvort Icesave var starfrækt sem útibú eða dótturfélag.
Það sem skiptir hér máli, er að Icesave var starfrækt af starfsstöð (physical presence) Landsbankans í London. Þar með var allt eftirlit á hendi FSA og eigendur Icesave-reikninganna höfðu fullar tryggingar 50.000 Pund hjá tryggingasjóði Bretlands FSCS.
Þessi staðreynd er auðvitað í fullu samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins. Öll ábyrgð á eftirliti með Icesave var hjá gistiríkjunum (nýlenduveldunum) og fullar tryggingar hjá tryggingakerfum þessara landa. Evrópusambandið er þess vegna ekki aðili að deilunni um Icesave – öll skilyrði ESB voru uppfyllt.
Ef Bretska eða Hollendska ríkisstjórnin vill sækja kröfur fyrir banka í þessum löndum, verða þeir að fara með málið fyrir dómstóla. Eins og þú hugsanlega veitst, þá standa bankar nýlenduveldanna undir fjármögnum tryggingasjóðanna. Icesave-skuldbindingar tryggingasjóðanna eru hins vegar svo léttvægar að ekki hefur þurft að hækka neitt iðgjöld til þeirra og eru þó greiddar bætur líklega 10-sinnum hærri en Icesave-bæturnar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 20.4.2010 kl. 13:13
Haha Loftur, þú ert nú meiri brandarakallinn... Allir nema þú vita hahahaha
Allir nema Þú, JVJ og Elle virðast átta sig á glæpunum sem voru framdir af Íslenskum stjórnmála-, ráða og viðskiptamönnum landsins.
Bjöggi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 13:17
Loftur Altice.
Ef þú veist betur en Rannsóknarnefnd Alþingis sendir þú henni bara þínar athugasemdir varðandi skýrslu nefndarinnar um starfsemi Landsbankans í Bretlandi og hyllir þá íslensku þingmenn sem þú hefur velþóknun á þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin og Þráinn Bertelsson eru búnir að samþykkja nýja skilmála varðandi greiðslur íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum nú í sumar.
Spegillinn - Umfjöllun um IceSave í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 13:32
Við erum ekki með neitt ofbeldi, Bjöggi, og það kemur hvergi fram neitt ofbeldi í orðum okkar. Að draga fólk fyrir landsdóm fyrir glæp er ekki ofbeldi. Glæpurinn sjálfur er ofbeldi. Og kúgun er ofbeldi. En þú hefur ekki rökhugsun til að skilja það. Ert bara einn af þeim ómerkingum, sem ræðst persónulega á fólk. Og við erum engir einangrunarsinnar eða þjóðrembur eða neitt af þeim ofstopa-orðum sem þú ert að nota gegn okkur. Sjálf er ég alls ekki þjóðernissinuð og fullyrðingar þínar um mig eru bara tóm vitleysa. Rök þin eru engin og vitleysan gengin langt úr hófi fram. Og enn fær vitleysan að standa. Og ég stend við fyrri orðin um að draga þurfi ofbeldismennina fyrir landsdóm.
Elle_, 20.4.2010 kl. 13:47
Steini Briem segist vera "undrabarn" !!! Hann er vissulega barnalegur, en gerið það hann að barni ? Hann er undrandi á öllum staðreyndum Icesave-málsins, en gerir það hann að undra-barni, eða bara að undrandi barni ??
Loftur Altice Þorsteinsson, 20.4.2010 kl. 13:48
Og enn heldur Bjöggi upp rangfærslunum: Allir nema Þú, JVJ og Elle virðast átta sig á glæpunum sem voru framdir af Íslenskum stjórnmála-, ráða og viðskiptamönnum landsins.
Hvar lastu okkur halda fram að íslenskir pólítíkusar, ráða- og viðskiptamenn hafi ekki framið glæpi? Það hefurðu aldrei lesið frá okkur. Bankarnir voru glæpabankar, ríkisstjórnin kolspillt og með ofbeldi í Icesave gegn alþýðu landsins og þú ruglar endalaust um okkur um hluti sem þú veist akkúrat ekkert um.
Elle_, 20.4.2010 kl. 13:53
Loftur minn Altice. Ég hef aldrei verið undrandi þegar þú og Jón Valur eruð annars vegar eða aðrir kverúlantar og öfgahægrimenn.
En ykkur er að sjálfsögðu frjálst að vera það sem þið viljið vera.
Það glampar á tómar dollur og hrafninn nýtir sér þær til hreiðurgerðar.
Þannig nýtist þið Jón Valur að minnsta kosti hrafninum.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 13:57
Jón er ekki hægrimaður, Steini, og enn síður öfga-hægri maður. Hann er löngu hættur í Sjálfstæðisflokknum. Hvað gefur þér leyfi til að halda slíku fram?
Elle_, 20.4.2010 kl. 14:01
Elle, þeir sem trúa því að Íslendingar hafa ekki gert neitt til að baka sér þessi vandræði sjálfir. Þá eru menn að afneyta því sem fór fram hérna í aðdraganda hrunsins, Loftur gerir það á mjög skondin hátt hér að ofan.
Ellle, svo er ofbeldi í orðum þínum þegar þú talar um að draga menn fyrir dóm og fangelsa fyrir að vera ekki á þinni skoðun. Ég tel það meiri glæp að tala eins og þú Elle sem er best til þess fallið að trú á Íslandi verði engin og við verðum einángruð á alþjóðavettvangi.
Og neinei, JVJ er ekki hægrimaður eins og páfinn er ekki kaþólskur.
JVJ er of langt til hægri fyrir nokkur íslenskan stjórnmálaflokk þannig að hann stofnaði sinn eigin.
Bjöggi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:07
Elle, afhverju eru þið JVJ svona lík í riti. Ert þú kannski tröll runnið undan rifjum JVJ?
Ég get skilið að JVJ vilji fá tröll til liðs við sig, þar sem heykvíslaliðið er orðið ansi fámennt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:14
Nei, Bjöggi, það var EKKERT ofbeldi í orðunum og það eru rangfærslur. Og ég sagði ALDREI að draga ætti neinn fyrir dóm fyrir að vera ekki á minni skoðun. Það er fáránleg rangfærsla og það er þín rangfærsla eins og næstum allt sem kemur út úr þér. Ég skrifaði að það ætti að draga Icesave-stjórnina fyrir landsdóm fyrir Icesave-glæpi gegn alýðu landsins og stend við það og hvað sem þú kemur með margar lygar og rangtúlkanir um okkur. Fólk getur svo lesið orðin mín að ofan og líka rangtúlkanirnar þínar þar sem þú ranglega sakar fólk um ofbeldi og notar sóðaorð við að lýsa okkur. Orð sem passa ekkert við okkur og okkar málstað. Okkar málstaður er ekki ofbeldi, heldur gegn ofbeldi. Og þú ert öfgafullur.
Og ég ætla að benda á fáránlegar rangfærslur í orðum þínum að ofan. Þú kallaðir það að hóta ofbeldi (13:05) að vilja draga ríkisstjórnina fyrir dóm fyrir Icesave-glæpi og kemur svo (13:17) og sakar sömu manneskjuna og vildi draga fólkið fyrir dóm, um að átta sig ekki á glæpum pótitíkusa. Og enn fá öll uppnefnin að standa í síðu Guðmundar. Og ég hef aldrei haldið fram að engir Íslendingar hafi gert neitt rangt. Það er algerlega í þínum heila að ég haldi það og ég veit vel um kolspilltu pólitíkusana og glæpabankana og hef oft skrifað um það. Og enn og aftur: Andstaða við ólögvarið Icesave kemur ekkert neinni einangrunarstefnu, ofbeldi, ofstopa, rugli eða þjóðerni neitt við. Og hvað sem þú ruglar með það oft, hefur Icesave andstaða mín ekkert með þjóðerni að gera, heldur fullkomna lögleysu.
Elle_, 20.4.2010 kl. 14:30
Elle. Ég hef að sjálfsögðu leyfi til að hafa þær skoðanir sem mér sýnist á hverju sem er, rétt eins og þér getur fundist það sem þér sýnist um hvaðeina sem þér dettur í hug að hafa skoðun á.
Loftur getur að sjálfsögðu verið öfgahægrimaður, enda þótt hann sé ekki í Sjálfstæðisflokknum en þú heldur kannski að allir sjálfstæðismenn séu öfgahægrimenn.
Órökstuddar skoðanir í rökræðum eru hins vegar einskis virði og rökræður eru engan veginn ykkar sterkasta hlið, eins og dæmin sanna hér að ofan. Og því æstari og öfgafyllri í skoðunum sem þið eruð, því skemmtilegri eruð þið, litlu kanilsnúðarnir mínir.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 14:31
Elle, reyndu nú að halda þig við umræðuefnið. Ég kem ekki fram með lygar of oftúlkanir. Það eru þú og JVJ sem koma fram með rök sem byggð eru á tilffingum ykkar og þjóðernisstolti, ljúgið og togið til staðreyndir til þess eins að þær gagnist ykkar málfluttningi.
En núna eru allir lönguhættir að tala um það sem málin snúast um, þannig að ég er að hugsa um að draga mig í hlé.
Bjöggi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:37
Steini, ég spurði ekki hvað gæfi þér leyfi til að hafa skoðun, heldur hvað gæfi þér leyfi til að halda fram slíku um mann og átti við rangfærslur um hægri öfgar og var að skrifa um Jón. Og verð að segja að ekki finnst mér þú nú hafa komið með nein rök um Icesave og sakar þó fólk um rökleysu.
Elle_, 20.4.2010 kl. 14:41
Já, dragðu þig í hlé, Bjöggi, í guðanna bænum. Og dragðu þitt þjóðarstolt, sem þú sakar aðra um, með. Og prófaðu að hætta að ljúga um fólk. Verð að játa að ég er miklu stoltari af hinu landinu mínu en þessu volaða landi með kolspilltri stjórn við völd.
Elle_, 20.4.2010 kl. 14:48
Elle. Mér er nákvæmlega sama hvað þér finnst um einhverjar röksemdir, hér eða annars staðar. Ég hef hins vegar ákveðnar skoðanir á öllum þeim sem ég hef kynnst að einhverju leyti og sé enga ástæðu til að útskýra það hér hvers vegna ég hef ákveðna skoðun á einum manni en aðra skoðun á einhverjum öðrum manni.
Og ef Jón Valur eða einhver annar segir mér sína skoðun á mér eða einhverjum öðrum er mér nákvæmlega sama hver hún er. Mín skoðun er hins vegar sú að þið séuð hér í kappræðum en ekki rökræðum.
Enginn getur átt von á því að þið skiptið um skoðun á nokkrum sköpuðum hlut og það hefði aldrei hvarflað að mér að þið mynduð gera það hér.
Það sem skiptir mestu máli í mínum röksemdafærslum er að Landsdómur verði kallaður saman í sumar og þar svari til saka fyrrverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og bankamálaráðherra, og samningar um nýja skilmála varðandi IceSave-reikningana verði einnig undirritaðir nú í sumar af Íslendingum, Bretum og Hollendingum.
Látum þetta gott heita.
Þorsteinn Briem, 20.4.2010 kl. 15:10
Nei, plís Steini. Komdu með eina vísu enn!
Sigurjón, 20.4.2010 kl. 17:15
Steini Briem virðist maður með einfaldan smekk og málflutning, leggur mikla áherzlu á [frjálsa] skoðun fremur en þekkingu og tekur ekki sönsum þegar fullyrðingum hans er andmælt með rökum, heldur ignorerar gagnrökin og hefur undir lokin, í innleggjum kl. 13:57 og 14.31, snúið sér að persónuníði að auki. Þó að þetta sé á sinn hátt bjúgverpill (boomerang) sem hittir hann sjálfan fyrir, er full ástæða til að minna hann á, að ofarlega hér í hægra horni biður síðuhöfundur menn vinsamlegast að gæta almenns velsæmis. En um leið hlýt ég að láta þess getið, að nafnleysinginn "Bjöggi" gengur lengra í níðinu, og virðist tilgangurinn hugsanlega að hleypa upp síðunni í rifrildi, gera hana óáhugaverða og leiða hana afvega frá umræðunni.
Í sífelldum endurtekningum sínum talar Steini Briem gjarnan um "skilningsleysi" hjá mér gagnvart því, sem hann hefur sagt, og fullyrðir hér ofar, talandi til mín: "Þú skilur engan veginn þessar staðreyndir málsins, sama hversu oft þær eru tuggðar ofan í þig, og munt aldrei skilja þær." – Rangt er þetta hjá honum, ég skil vel hvað hann er að fara, skil allt innihald texta hans eins og annarra, m.a. það, að "samþykki Bretar skilmálana, sem þar [í 28. ágúst-ólögunum] koma fram," þá sé hætt við því, að Íslendingar séu komnir i snöruna. En ég ætlast til þess líka, að hann skilji mælt mál, þegar sagt er, að þau ólög hafi falið í sér bæði þvingun og stjórnarskrárbrot.
Vel skil ég líka, að Bretar og Hollendingar "geta að sjálfsögðu samþykkt nýja skilmála, ef þeir vilja. Og það er þeirra hagur að Íslendingar greiði reikningana," eins og Steini segir. Ég veit ekki hvað hann heldur að ég sé, ef hann telur mig ekki skilja þetta. Hitt á hann að skilja, að þarna er um ólögvarða kröfu að ræða – tilskipunin 94/19/EC felur beinlínis í sér, að EKKERT í þeirri tilskipun geti skyldað íslenzka ríkið til að ábyrgjast innistæðurnar.
Og þegar Steini segir, eins og þetta sé ofurmikilvæg röksemd: "Þar að auki hafa allir íslenskir þingflokkar verið í viðræðum við Breta og Hollendinga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna hér um skilmálana fyrir greiðslu íslenska ríkisins til breska og hollenska ríkisins vegna IceSave-reikninganna en ekki [um hitt] hvort íslenska ríkið skuli greiða IceSave-reikningana," þá er þessi málsgrein hans vitaskuld ekkert ofviða skilningi mínum, en þarna er hann einfaldlega að freista þess að gefa í skyn það sem kallað er consensus omnium, þ.e. (eins og t.d. Egill Helgason o.fl. fjölmiðlungar hafa leyft sér að segja) að nánast allir séu sammála um, að það eigi að greiða þetta með einhverjum hætti – spurningin sé ekki hvort, heldur hvernig; og það fylgir gjarnan meiningu slíkra álitsgjafa (Steina, Egils, Hallgríms Thorst., Jóns Kaldal, Ólafs Steph. o.s.frv.) um leið, að gefið er í skyn, að "þeir fáu" sem öðruvísi hugsi, séu með e-s konar öfgaviðhorf, gott ef ekki bara öfgamenn fyrir vikið (jafnvel Egill Helgason á hinu "óhlutdræga" Rúv talar þannig!).
En hversu satt er það? Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur hafnað Icesave-löggjöfinni í þjóðaratkvæðagreiðslu, um 70% (eða fleiri) hafnað bæði Icesave-samningunum og -lögunum í skoðanakönnunum, og svo kom það í ljós 8. marz, að hartnær 60% aðspurðra í skoðanakönnun MMR sögðu: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!
Þarna sérðu þjóðarviljann, Steini Briem, consensus meirihlutans, og þetta fólk skaltu líka ræða um, máttuga rödd þess og grundvallarrétt, ekki bara valdfrekan Fjórflokkinn og Hreyfinguna sem hefur látið tælast með honum. Ég skil það vel, að margir pólitíkusar eru á svikabuxunum, en ég viðurkenni það ekki sem röksemd, heldur sem valdsstefnu, valds-vilja, nokkuð sem viljastefnu-heimspekingarnir Schopenhauer og Nietzsche hefðu getað lagt nafn sitt við, en ekki mestu rök- og réttarhyggjumenn.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 17:59
Bíddu, gervi-Jón Valur, viltu þá ekki bara sleppa Alþingi og hafa svona eitthvað götu-populisma lýðræði?
- Viljiði borga lægri skatta "Jáááá!!"
- Viljiði ódýrari flugfargjöld? "Jáááá!!"
- Viljiði borga Icesave til helvítis Bretanna sem settu bankana okkar á hausinn ? "Neeeiii!!"
Skeggi Skaftason, 20.4.2010 kl. 19:33
Þetta er ekkert svar, Gervi-Brahms. Og ég birtist hér ekki sem neinn gervimaður með gervimynd, heldur ég sjálfur, ólíkt þér. Fullyrðing þín í fyrradag (mánud.), kl. 18.27, að sumir "veigri sér við að taka þátt í rökræðum hér" vegna þess að einhverjir tali gegn málflutningi ykkar "Bjögga" og annarra Icesave-sinna – raunar með engu harðara orðbragði en þið hafið sjálfir notað og skýlið ykkur reyndar við þá iðju í skjóli nafnleysis – vekur þá spurningu, hvort þú sért svona hræddur við þann kvenmann, sem þú kveinkaðir þér mest undan. Segir þarna óbeint í nefndu innleggi, að þú þorir ekki að tjá þig hér undir fullu nafni. Ertu þá kveif, Gervi-Skeggi? Er þér kannski ekki ennþá vaxin grön?
Hér hefur engum verið hótað neinu af okkur Íslandsvinum. Það er að sjálfsögðu dómstóla að dæma menn, t.d. banksterana og eins ábyrga ráðherra vegna ýmissa aðgerða þeirra eða aðgerðaleysis. Fólk hefur alveg sínar skoðanir á þeim málum og er það fullfrjálst – og það sama á við um Icesave-málasviðið. Ég get vel rökstutt það einu sinni enn, að Steingrímur hafi logið að þjóðinni (eins og t.d. ritstjóri Frjálsrar verzlunar minnti á í útvarpsþætti sl. miðvikudag) og að Össur Skarphéðinsson hafi brotið mikilvæga grein í landráðabálki hegningarlaganna. En ekki hef ég saksóknarvald í þeim málum.
Ef þú níðir hér Elle Ericsson einu sinni enn, mun ég biðja síðuhöfund að fjarlægja slíkt innlegg, og ef hann anzar ekki, fer málið til umsjónarmanna blog.is. Nafnleysingjum á ekki að líðast að níða fólk, ekki frekar en pörupiltum að hrópa óséðir fúkyrði og níð inn um glugga þar sem fjölskylda situr að samkvæmi með gestum sínum.
En ég held þú hafir verið að ljúga til um ástæður, þegar þú nefndir þessar ástæður fyrir nafnleysi þínu. Það var enginn að veitast að þér að fyrra bragði, en þú birtist samt frá upphafi í dulargervi. Ertu ekki að vinna fyrir Bretana? Að því beinist grunur minn, og mér sýnist það á ýmsu í málflutningi þínum, bæði á því sem þú veizt og hinu hvernig þú tekur alltaf afstöðu Bretanna og þegir í hel heimildum studd gagnrök mín og annarra og velur þér baráttuaðferðir (m.a. ruglandi málskrúð) eftir hentugleikum.
Og ég þarf ekkert að svara svari þínu hugsanlegu. Þú ert ótrúverðugur svona nafnlaus.
Jón Valur Jensson, 21.4.2010 kl. 01:14
Vá. Þvílíkt fjör!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2010 kl. 02:25
Eitt vantar hér nema mér hafi yfirsést -
18. greinin í viljayfirlýsingunni - GÁ - ???
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.4.2010 kl. 08:13
Ólafur Ingi. Færslan fjallar fyrst og fremst um leynimakkið við birtingu yfirlýsingarinnar, innihald 20. greinarinnar og tenginguna við IceSave. Varðandi hinar greinarnar í yfirlýsingunni þá vísa ég til þess að aðrir bloggarar gengið lengra í að að kryfja þær til mergjar, og læt ég þeim það eftir að svo stöddu.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2010 kl. 14:42
If a cross-border bank faces difficulties, the governments would share the costs according to some predetermined key – for example, according to the distribution of the troubled bank’s assets over the respective countries. Under such a burden sharing approach, a common solution can be found upfront. By pre-committing to burden sharing, governments would give up some of their sovereignty. But in return, the single market in banking serving Europe’s businesses and consumers would be saved. http://www.voxeu.org/index.php?q=node/4420
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 14:38
Vegna greinarinnar sem Hólmsteinn vísar til, má ennþá einu sinni benda á, að útibúa-form bankanna er undirstaða hins sameiginlega banka-markaðar Evrópusambandsins. Án útibúa væri enginn sameiginlegur markaður og menn gætu gleymt tilgangnum með Evrópska efnahagssvæðinu - hvað bankastarfsemi varðar. Árum saman ræddu menn innan ESB um þá fyrirsjásanlegu þróun, að dótturfélögum væri breytt í útibú, en ekki öfugt.
Höfundur greinarinnar Dirk Schoenmaker, virðist ekki þekkja tilskipanir Evrópusambandsins mjög vel, þrátt fyrir langan feril við þessi störf. Dirk segir:
Alain Lipietz benti rækilega á að þegar svona staða er komin upp, að starfsemi banka er meiri í gisti-ríki en heima-ríki, þá færist öll eftirlitskylda með bankanum frá heima-ríkinu til gisti-ríkissins. Hér erum við að ræða um starfsemi erlendis í útibúum, ekki dótturfélögum. Höfum í huga að fyrir dótturfélög skiptir engu máli hvort til er sameiginlegur markaður eða ekki.
“Lausn” á þeim vanda sem Dirk er að fást við er nú þegar fyrir hendi. Það er gisti-ríkið sem stjórnar eftirliti með útibúinu, þar á meðal innistæðu-tryggingum. Í samræmi við þetta, hafði fjármáleftirlit Bretlands beint samband við Landsbankann um Icesave-starfsemina og ekki fyrr en seint og um síðir við FME.
Því miður virðist hrunskýrslan vera að festa í sessi alls konar ranghugmyndir, varðandi lagalegar og tryggingafræðilegar forsendur Icesave-málsins. Engu er líkara en rétthugsun skuli ríkja um bankahrunið og sú rétthugsun er komin frá sauðunum í Samfylkingunni.
Dirk opinberar einnig vanþekkingu sína, þegar hann segir:
Hvaða kostnað er hann að tala um ? Varla er það ábyrgð á innistæðu-trygginga-kerfum ESB, því að það er stranglega bannað. Það er víðar en á Íslandi sem kjánar eru í valdamiklum embættum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 22.4.2010 kl. 16:05
Hér eru pælingar Mattias Perssons starfsmanns (Head of Financial Stability Department) sænska seðlabankans.
http://www.bundesbank.de/download/vfz/konferenzen/20071108_09_eltville/paper_persson.pdf
At first glance, the European Deposit Guarantee Schemes Directive (94/19/EC)seems like a great step forward to achieve a unified set of rules protecting Europeanresidents from possible costs of banking failure. However, in the light of increasing cross-border activities it is far from radical to conclude that this directive was not designed for a fully integrated market. In fact, it rather seems to constitute a potential breeding ground for financial instability. First, there is a reason to be concerned about the structure of these systems. A country is not limited to only one DGS but may have more than one scheme for different types of institutions. The terms and details of these schemes are not prescribed by the directive but left to the discretion of each individual member country. These include account coverage, level, ownership, funding, establishment of reserve funds and government support. Second, countries differ greatly in their treatment of troubled institutions and creditors as well as in their efficiency of resolving insolvent banks at a minimum costs to the host country. In general, conflicts of interest occur once the cost of crisis resolution differs between countries. In the case of a cross-border bank with branches in other countries, conflicts of interest certainly concern the question on how far the taxpayers in the home country are willing to go in order to bail out depositors in a host country. This could lead to substantial cross-border transfers. If the reconstruction is successful, the money spent may eventually be recovered by the public. However, this could take considerable time, and a requirement is that you are not betting your taxpayers money on the wrong horse. Hence, policymakers and tax-payers may be very reluctant to take on such risks in another country. Furtermore, national interests in crisis management may lead to agency problems where countries are reluctant to help banks in other member states even though originating from cross-border externalities caused by financial institution in their own jurisdiction. Realising the large costs involved no country wants to take full responsibility for managing and resolving a crisis. Hence, policy makers will dedicate much effort to ex ante take up a position that is favourable in any future negotiations on national responsibility and crisis resolution. The conflicts of interest will thus have a negative impact on the incentives to share information and the conflicts of interest will further aggravate the problems of information sharing displayed in the previous section. Conflicts of interest will ultimately lead to negotiations. The larger the banking group, the more countries involved and the more important the bank is to the financial system in a country, the higher the stakes for the individual country and the tougher the negotiations. Differences in DGS may complicate crisis managementAnother important concern is how large variations in the roles of the DGS maycomplicate a burden sharing situation. Some of the coordination issues are likelyto be addressed in ex ante agreements. However, in order to ensure that ownerstake the first loss and that the private sector contributes to the resolution, governments may also rely on suboptimal ad hoc negotiations. In a cross-border setting, Frexias (2003) shows that such ex post negotiations lead to under-provision of recapitalisations as countries generally understate their share of the problem.23 To avoid ex-post negotiations one could opt for a burden sharing formula according to some keys (such as relative GDP size, ECB capital ratio and bank assets). The most important question for regulators in such an elaboration process is what procedures to use when deciding on these keys. An example of this difficult balance is to decide whether keys should be fixed or presumably taking into account the geographic spread of the bank’s business. To achieve the latter countries would have to agree upon uniform standards for assessing a bank’s relevance to the financial system of a country. In a constantly changing banking landscape this could turn out to be a very tricky task, however.But also if governments take a direct role in the crisis management the differences between DGS complicate crisis management. Even if a DGS may not be the first usable solution in a large cross-border banking failure, the usage of a DGS has to be included as part of the alternative costs in crisis resolution. The more insolvent an institution is before it is legally closed, the greater are the losses to the insurance funds and its tax payers. In Denmark, Norway and Finland insolvency assessments by the supervisor automatically lead to an activation of the DGS. In Sweden, it would not. This difference exposes the host country insurance funds to regulatory risks as the burden sharing resolution process partly depends on the activation procedures of the home country. The Nordea case ! In 2003, Nordea Bank publicized plans to become an SE. Its goal has been to integrate its subsidiaries into a single Swedish entity and operate through branches. A branch structure would enable it to gain centralized supervision, reduce spending on compliance and corporate governance requirements, and lend more money. A bank may not loan more than 10% of its total capital to a single customer. Capital held by branches counts as the parent company’s. National-level deposit guarantee schemes, however, have impeded Nordea’s SEconversion. European banks must contribute to funds guaranteeing their savings in everycountry in which they operate.162 Each country has different rules on the coverage limit, priority given to deposits, ex ante or ex post financing, and other features.163 If Nordea became an SE, all of its savings would transfer to the Swedish parent company, and it would make future payments only into Sweden’s scheme. Yet the Member States where Nordea currently operates subsidiaries have refused to refund the money it previously paid them, even though the risk the funds guarantee would shift to Sweden. Nordea has actively petitioned the European Commission for a harmonized, European-level system of deposit guarantees, but so far the Member States have not agreed on a solution.
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 17:30
Hólmsteinn, þessi skýrsla eftir Mattias Person er mörgum flokkum betri en sú fyrri, enda miklu lengri. Samt eru augljósir annmarkar á þessum skrifum. Mikilvægt er að athuga að þessi texti er saminn með Evrópusambandið fyrir augum og ekki Evrópska efnahagssvæðið. Að auki virðist höfundurinn vera illa að sér um tilskipanir ESB almennt, því að hann víkur ekki einu orði að mikilvægustu tilskipuninni varðandi “cross-border banking”.
Þetta er auðvitað Tilskipun 2002/87/EB, sem fjallar um »Reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum«. Alain Lipietz var aðalhöfundur þessarar tilskipunar, sem sett var sett í umferð árið 2002, en Mattias Person flutti sína skýrslu 11. september 2007. Hvað skal segja um “sérfræðinga” sem ekki eru betur að sér ?
Hér er Ensk útgáfa Tilskipunar 2002/87/EB:
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2003:035:0001:0027:EN:PDFAlain Lipietz fjallaði um »meginregluna um gistilandið« í grein sinni í Morgunblaðinu 12. október 2010. Hér er umfjöllun mín og greinin eftir Alain:
http://www.zimbio.com/member/Altice/articles/pzbq7pMnhKa/Alain+Lipietz+slendingar+skulda+ekkert
Hér er grein hans á Ensku:
http://www.zimbio.com/Icesave/articles/auhInPVsYPt/Alain+Lipietz+Icelanders+owe+nothing
Loftur Altice Þorsteinsson, 22.4.2010 kl. 20:05
Banks headquartered in one member state (or member state of the European Economic Area) have the right to open branches in other member states or to provide services cross-border (this is known as the ‘passporting’ right). Primary responsibility for prudential supervision rests with the home country supervisor, with relatively limited host country powers relating to branchliquidity but none in relation to capital adequacy.
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:00
Hólmsteinn, sama naglasúpa í sömu skál. Þessi skýrsla nefnir hvorki Tilskipun 94/19/EB né Tilskipun 2002/87/EB og er bara af þeirri ástæðu marklaust plagg, hvað varðar Icesave.
Fengið hér: http://www.fsa.gov.uk/pubs/other/turner_review.pdf
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.4.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.