Lítið skjól í Evrulandi (3. hluti)
23.2.2010 | 14:23
Lesendum til glöggvunar vil ég byrja á því að vísa á 1. hluta og 2. hluta þessa greinaflokks, sem er skrifaður til að kveða niður þá hugsanavillu að líta á upptöku Evru sem töframeðal við efnahagsvanda. Að þessu sinni ætla ég að taka saman fjölmiðlaumfjöllun um Evruna að undanförnu, meðal annars vegna ört vaxandi skuldavanda ríkja á borð við Portúgal, Ítalíu, Grikkland og Spán ("PIGS"). Margt virðist nú benda til þess að evrópski seðlabankinn standi frammi fyrir alvarlegum trúverðugleikaskorti.
Ísland dottið niður í 8. sæti þjóða í gjaldþrotahættu (visir.is)
Evrusvæðið ógnar viðsnúning (mbl.is)
"Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að máttlítill viðsnúningur í hagkerfum evrusvæðisins væri helsta ógnin við stöðu alþjóðahagkerfisins um þessar mundir..."
Íslendingar ræði ESB vandlega (mbl.is)
"Ekki ber að líta á inngöngu í Evrópusambandið sem skyndilausn á þeim vanda sem Íslendingar eiga við að etja, sagði Wallis, enda sýni efnahagsástandið í Grikklandi að hvorki evran né ESB sé töfralausn á efnahagslegum vandamálum." - Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins.
Frakka vilja Frankann aftur (mbl.is)
Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var fyrir vikuritið Paris Match vilja 69% Frakka að evrunni verði varpað fyrir róða og frankinn tekinn aftur upp. Enn fremur sögðust 47% sakna frankans verulega.
Evrópusambandið flengir Grikki (visir.is)
Evrópusambandið hefur sýnt vanþóknun sína og mátt sinn með því að svipta Grikkland atkvæðisrétti á fundi sem haldinn verður í næsta mánuði....
Viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph segir til dæmis að þetta séu vatnaskil og gríðarlegur missir sjálfstæðis....
Evrópusambandið segir að Grikkir verði að verða við kröfum um niðurskurð og skattahækkanir fyrir sextánda næsta mánaðar, eða missa vald yfir eigin skattheimtu og útgjöldum.
Ef Grikkir verði ekki við kröfunum muni Evrópusambandið sjálft fyrirskipa niðurskurð samkvæmt hundrað tuttugustu og sjöttu grein Lisbon sáttmálans.
Það þýðir í raun að Grikkland verður nánast réttindalaust kotbýli í léni Evrópusambandsins....
Í Þýskalandi telja margir það vænlegri kost að reka Grikkland úr evru myntbandalaginu frekar en koma því til hjálpar.
Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna Evru (mbl.is)
Hrun Evrunnar óhjákvæmilegt (Daily Mail)
"Any "help" given to Greece merely delays the inevitable break-up of the eurozone." - Albert Edwards, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum hjá franska risabankanum Société Générale.
Búast má við að þessi listi verði uppfærður örðu hverju á næstunni eftir því sem fréttaflutningur gefur ástæðu til. Ég býst fastlega við að svo verði!
Evrusvæðið ógnar viðsnúning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir góða samantekt, les þig reglulega.
Sævar Einarsson, 23.2.2010 kl. 20:15
Góðar greinar hjá þér Guðmundur. Meira af þessu.
Gunnar Heiðarsson, 23.2.2010 kl. 21:29
Það er nú ekki mikið að marka fólk sem vill einangra Ísland og íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Svo að ég vitni nú í þessi einangrunarsamtök sem þú stofnaðir á samt hópi af öðrum fasistum og rasistum hérna á landi.
"Hafna aðild að ESB eða öðrum ríkjabandalögum en vera þess í stað virkur hluti allrar heimbyggðainnar."
Þetta er ekkert nema hrein og bein einangrunarhyggja (Isolationism) sem þessi samtök boða. Það er öllum ljóst að svona einangrunarhyggja er engum manni holl eða þjóð til framfara eða heilla. Það er ennfremur ljóst að ekki er hægt að taka þátt í heiminum án þess að vera aðili að ESB, S.Þ, WHO, WTO, osfrv.
Þessi samtök eru til skammar, og fólkið sem er í þessu og tekur undir svona bull er ennþá meira til skammar.
Ég tek mynd af þessu svari, svona svo að þú farir ekki að eyða því út.
Varðandi evruna, þá er vert að benda á það þar er hagvöxtur að fara af stað eftir talsvert hlé. Þetta verður frekar langur vegur fyrir hagkerfi Evrópu að fara, og mun taka talsvert langan tíma. Það þýðir ennfremur að það munu koma minniháttar tímabil samdráttar, en yfir heildina ætti hagvöxtur að vera í lagi.
Hagvöxtur á Eurozone á Q4 2009 var 0.1% af GDP. Hægt er að lesa allt um það hérna. Heimild: Eurostat
Þess má einnig geta að Morgunblaðið er ómarktækt, vegna þess að þar situr ritstjóri sem hikar ekki að ljúga og láta aðra ljúga fyrir sig ef það þjónar hans hagsmunum. Umræðan um ESB er meðal málefna sem Davíð Oddsson mun láta ljúga um, og snúa útúr allt saman eftir þörfum.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 00:03
þetta var kostuleg satíra hjá þér Jón Frímann, reddaði alveg deginum hjá mér................................eða er þér alvara Alltaf góður Guðmundur, takk fyrir þá góðu vinnu sem þú leggur í þessi mál
Alexander (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 00:46
Að bera saman ESB við SÞ og undirstofnanir þess er náttúrulega bara fáviska. Það er auðvitað hægt að vera virkur hluti af heimsbyggðinni án þáttöku í ESB. Sá klúbbur er bara starfandi í Evrópu, sem betur fer.
Ef allir bloggarar á þessu bloggsvæði eru handbendi DO eða Moggans, hlýtur það að eiga við um þig líka Jón Frímann, þú ert jú að blogga hér.
Annars er ekki von að þið ESBsinnar skiljið það að fólk getur haft aðrar mismunandi skoðanir á hlutunum. Þið sjáið bara eitt; ESB
Gunnar Heiðarsson, 24.2.2010 kl. 06:21
Jón Frímann: Að saka fólk eða samtök þeirra um kynþáttahatur er alvarleg ásökun, þú ert í rauninni að halda því fram að starfsemi samtaka sem ég á aðild að feli í sér ólöglegt athæfi. Fyrst þú telur að svo sé þá skora ég ekki bara á þig, heldur MANA ÞIG FAST til að kæra okkur til lögreglunnar!!! Þangað til þú ert búin að því vil ég vinsamlegast biðja þig að vera ekki að drulla út síðuna mína með tilhæfulausum ásökunum um hluti sem þú virðist sjálfur hafa takmarkaða getu til að skilja. Ekki gleyma því heldur að rógburður er líka lögbrot og þessi síða er opinber vettvangur!
Það vill reyndar svo til að nokkrir einstaklingar af erlendum uppruna tilheyra þessum félagsskap og a.m.k. einn af stofnendunum er kvæntur erlendri konu. Meira um afstöðu samtakanna til fólks af erlendum uppruna má finna í stefnuskrá okkar: "Tryggja þarf að útlendingar sem búa hér og starfa geti aflað sér íslenskukunnáttu og þekki réttindi sín og skyldur við samfélagið og geti tekið virkan þátt í að auðga og efla það. Sporna þarf við myndun einangraðra bæjarhluta fyrir útlendinga en laða þá að búsetu, starfi og leik meðal landsmanna." Við viljum semsagt að fólk sem hingað kemur erlendis frá verði þáttakendur í samfélaginu og sé ekki geymt í einhverju gettói.Varðandi meinta einangrunarstefnu þá eru 193 fullvalda ríki í heiminum, en aðeins 27 af þeim í Evrópusambandinu sem verða bráðum eins og eitt. Án ESB-aðildar getum við haft sjálfstæð og milliliðalaus utanríkissamskipti við hin 164 ríkin ásamt Taiwan, Tíbet o.fl. sjálfsstjórnarsvæðum á okkar eigin forsendum. Með ESB-aðild þyrftu slík samskipti hinsvegar að fara gegnum evrópska milliliði og lengri boðleiðir, með öðrum orðum yfirstíga fleiri kerfislægar hindranir. Hvort felur nú í sér meiri einangrun?
Við fullveldissinnar teljum það fáþjóðlega stefnu að einskorða utanríkismál við eina stóra og einsleita blokk örfárra ríkja. Við viljum horfa til allra átta í samskiptum við önnur ríki eins og sjá má á utanríkisstefnu samtakanna:
Svo sé ég ekki alveg hvaða máli það skiptir hvort Morgunblaðið sé marktækur fjölmiðill því tilvitnanirnar hér að ofan eru ekki frá ritstjórn þess heldur hafðar eftir erlendum heimildum beint eða óbeint og. Má þar nefna gagnaveiturnar Credit Market Analysis og Centre for Economic and Business Research, breska blaðið Daily Telegraph, franska vikuritið Paris Match, sérfræðing í gjaldeyrismálum hjá einum stærsta banka Evrópu, og varaforseta Evrópuþingsins. Eru þetta kannski allt saman ómarktækar heimildir líka, eða er andúðin á Davíð Oddssyni orðin að þráhyggju?
Og nei, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég eyði athugasemdinni því ég hef aldrei beitt ritskoðun á þeim þremur árum sem ég hef haldið úti þessu bloggi og ætla ekki að byrja því út af einhverju ómerkilegu prumpi sem dæmir sig sjálft. Ólíkt ESB-sinnuðum bloggum sem eru flestir búnir að útiloka mig frá sínum eigin síðum fyrir löngu þá má alveg segja hluti hér sem ég er ekki endilega sammála, hinsvegar er kurteisi að sjálfsögðu æskileg. Ég hef aldrei sett upp neinar sértækar aðgangshindranir því ég aðhyllist tjáningarfrelsi af einlægni, en viðleitni Evrópusambandsins til að takmarka það frelsi á netinu er meðal ástæðna þess að ég er andvígur aðild.
Að öðru leyti þakka ég lesendum fyrir hvetjandi undirtektir.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2010 kl. 12:56
Nýjasta nýtt: "Allt athafnalíf í Grikklandi lamast í dag en bæði starfsfólk í einkageiranum og opinbera geiranum ætlar að leggja niður vinnu í dag. Með þessu vilja Grikkir mótmæla fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda til að rétta af slæma skuldastöðu ríkisins." (mbl.is)
Greinilega eru Grikkir eru ekki par hrifnir af nýjustu fyrirskipunum ESB um niðurskurð í þjónustu hins opinbera. Sumar þjóðir hefðu e.t.v. frekar kosið gengisfellingu en með Evruna er það ekki einu sinni valkostur.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2010 kl. 13:07
Nú er heldur betur farinn að færast hiti í orðræðuna:
Þjóðverjar stálu gullforða Grikkja (ruv.is)
"Stjórnvöld í Þýskalandi ættu ekki að gagnrýna Grikki fyrir óráðsíu og efnahagsklúður, þeir hafa aldrei náð sér á strik eftir hernám Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld sem kostaði hundruð þúsunda lífið og lagði land þeirra í rúst. Þetta hafði BBC eftir Theodoros Pangalos, aðstoðarforsætisráðherra Grikklands í gær.
Stjórnvöld í Berlín og þýskir fjölmiðlar hafa látið þung orð falla um efnahagsóstjórnina í Aþenu, fráleitt sé að láta þýska skattgreiðendur bera kostnað af henni.
Þetta gremst Grikkjum og hefur ýft upp sár sem flestir töldu gróin. Pangalos staðhæfir að þýskir nasistar hafi hirt allt sem nokkurs var virði í Grikklandi, þar á meðal gullforða seðlabankans, sem hin hernumda þjóð hafi verið neydd til að lána þeim, og engu skilað aftur. Grikkir eigi mikið inni hjá Þjóðverjum, það mál eigi eftir að leiða til lykta."
Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.