Samhljóða áliti Ríkisendurskoðunar

Arne Hyttnes, forstjóri norska innistæðutryggingasjóðsins segir í viðtali við norska fjölmiðilinn ABC Nyheter að samkvæmt gildandi reglum sé engin ríkisábyrgð á innstæðutryggingum á Evrópska Efnahagssvæðinu. Slík ábyrgð eigi sér enga fótfestu í EES-samningnum eða tilskipunum sem falla undir gildissvið hans. Ábyrgð ríkjanna sjálfra takmarkist eingöngu við að koma á fót innstæðutryggingakerfi og að greiðslur fjármálafyrirtækja í tryggingasjóðina séu með eðlilegum hætti, sem bæði Ísland og Noregur hafi gert. Í undirfyrirsögn viðtalsins er því enn fremur slegið föstu að þar með hvíli engin ábyrgð á íslenska ríkinu um að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar vegna innlánstrygginga.

Þetta er samhljóða áliti Ríkisendurskoðunar í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings 2007 þar sem segir á bls. 9 og er áréttað á bls. 57 að fella skuli sjálfseignarstofnunina Tryggingasjóð Innstæðueigenda úr D-hluta ríkissjóðs, þar sem "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."

Valdir kaflar úr norsku greininni:

Ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnstæðum

EES reglur kveða ekki á um ábyrgð íslenskra stjórnvalda á IceSave innstæðum, né heldur ríkisábyrgð vegna gjaldþrota banka í Noregi. ... ... ...

Hvað gerist ef tjón innstæðueigenda vegna gjaldþrots banka er meira en það fé sem er til í tryggingasjóðnum?

"Þrátt fyrir það þá myndu eignir viðkomandi banka standa eftir. Auk þess getur tryggingasjóðurinn náð sér í viðbótarfjármagn með lántöku. Við reiknum með að innstæður í Noregi séu öruggar."

Ber ríkið þá einhverja ábyrgð að lögum?

"Nei. Það er engin ríkisábyrgð á innstæðum í Noregi."

Samræmist þá norska tryggingakerfið án ríkisábyrgðar, reglum EES-svæðisins um innstæðutryggingar?

"Á því leikur enginn vafi."

En krefjast ESB-reglur þess ekki að ríkið hlaupi undir bagga með tryggingasjóðnum ef hann þarf að standa undir gjaldþroti banka sem er stærri en sjóðurinn ræður við?

"Nei, það gerir tilskipun Evrópusambandsins ekki."

Þrátt fyrir að tilskipun ESB kveði ekki á um aðrar skyldur ríkja, má þá ekki líta svo á að ríkið beri ábyrgð á því ef tryggingasjóðurinn rís ekki undir greiðsluskyldu sinni?

"Hvergi í neinum tilskipunum Evrópusambandsins er kveðið á um slíka ábyrgð."

Er það ekki samt athyglisverð spurning, hvort sömu EES-reglur og gilda í Noregi skylda íslensk stjórnvöld til að ábyrgjast tap innstæðueigenda þegar innlánstryggingin dugar ekki til?

"Það er óhugsandi að EES samningurinn skyldi nokkurt ríki til að veita slíka ábyrgð", slær Hyttnes föstu.


mbl.is Bera enga ábyrgð á innistæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Brátt veitur maður ekki sitt rjúkandi ráð lengur. En fróðlegt yfirlit Guðmundur.

Finnur Bárðarson, 18.2.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri mjög forvitnilegt að heyra hvað kollegar Hyttnes í stjórn hins íslenska Tryggingasjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta hafa að segja um þetta! Ég finn hvergi nöfn stjórnarmanna nema sem illæsilegar undirskriftir á ársreikningi sjóðsins frá því í fyrra. Ég veit hinsvegar að hann er skráður til húsa í Borgartúni 26 en þar er hvergi neina skrifstofu að finna merkta sjóðnum, á sama stað eru til húsa m.a. VBS fjárfestingarbanki og lögmannsstofan Lex.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband