Gleðilega hátíð

Ég sendi öllum mínum ættingjum, vinum, og samstarfsfólki hugheilar hátíðakveðjur ásamt þökkum fyrir ánægjulega samveru og samskipti á þessu ári sem er að líða, með óskum um farsælt komandi ár. Ég þakka einnig öðrum hér á blogginu fyrir öll gagnleg og skemmtileg skoðanaskipti sem halda vonandi málefnalega áfram á nýju ári.


Öxl er ekki hendi í knattspyrnu

Viðtengd frétt fjallar um athyglisvert mál sem kom í sumar til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála þar sem var deilt um hvort öxl manns teldist vera hluti handleggsins og þar með útlimur eða hluti af búknum. Eins og háttaði til í málinu hefði trygging mannsins nefnilega aðeins bætt fyrir meiðsli á útlim en ekki búk.

Segja má að viss klofningur hafi orðið í málinu. Ekki innan nefndarinnar heldur í skilningi hennar á sjálfri öxlinni. Nefndinni tókst nefnilega einhvern veginn að kljúfa öxlina í tvo hluta og líta svo á að annar þeirra tilheyrði búknum en hinn handleggnum.

Niðurstaðan varð þó hinum slasaða í hag þar hann hafði einmitt hlotið meiðsli á þeim hluta axlarinnar sem nefndin taldi vera hluta af handleggnum en ekki búknum og honum voru því úrskurðaðar bætur fyrir meiðsli á útlim.

Bótaréttur vegna líkamstjóns er eitt en knattspyrna er annað og þar eru reglurnar um hendi nokkuð skýrar: Handleggurinn byrjar þar sem ermin á leikbúningnum endar sem er klárlega fyrir neðan öxlina. Það er því ekki leikbrot að snerta knöttinn með öxl.

Aftur á móti hafa oft komið upp tilvik þar sem knötturinn hefur lent í upphandleggsvöðva leikmanns og á honum miðjum endar einmitt skyrtuermin (hjá flestum).

Ég vona því að enginn knattspyrnudómari muni lesa þennan úrskurð og fara svo að reyna að sundurliða upphandleggsvöðva leikmanna!


mbl.is Tilheyrir öxlin handleggnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar í veröldinni er Katrín Jakobsdóttir?

Í flokknum "ferðalög" á mbl.is birtist í dag mannlífspistillinn: Katrín í útlöndum

Þar er greint frá því að Katrín Jakobsdóttir fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra sé stödd í útlöndum ef marka má mynd sem hún deildi af sér og vin­kon­um sín­um á In­sta­gram. Upphaflega var sagt í pistlinum að þær virtust vera í evrópskri borg en að öðru leyti óljóst hvar þær væru nákvæmlega staddar á myndinni. (Seinna var heiti borgarinnar svo bætt við textann.)

Katrín Jakobsdóttir, Bergþóra Bene­dikts­dótt­ir fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Katrín­ar, Anna Lísa Björns­dótt­ir aðstoðarmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Lára Björg Björns­dótt­ir fyrrverandi aðstoðarmaður Katrín­ar

Þar sem höfundur er áhugamaður um landafræði og hefur gaman af myndagátum var hér komin upp skemmtileg gestaþraut: að finna út hvar myndin var tekin.

Höskuldarviðvörun: þeim sem vilja spreyta sig sjálf er ráðlagt að lesa ekki lengra.

Fyrst var athugað hvort að skráin með myndinni innihéldi upplýsingar um staðsetningu eins og flestir snjallsímar vista ef kveikt er á GPS staðsetningarbúnaði. Gátan var þó ekki svo auðleyst því myndin á mbl.is reyndist vera skjáskot en ekki sjálf frummyndin.

Næsta skref var þá að rýna í götumyndina og reyna að bera kennsl á einhver kennileiti. Byggingarstíll eldri húsa við götuna gaf strax ákveðna skírskotun til frönskumælandi hluta Evrópu. Ekki síst umbúnaður í kringum "frönsku" svalirnar á annarri hæð byggingarinnar á götuhorninu fyrir aftan þær vinkonur.

Mest áberandi kennileitið er samt háhýsið sem sést í bakgrunni við enda götunnar. Það minnti strax á Montparnasse turninn sem er hæsta bygging Parísar og var reyndar hæsta bygging Frakklands þegar hún var reist. Það vill svo til að höfundur hefur heimsótt þá byggingu en á efstu hæð hennar er útsýnispallur hvaðan sést vel til allra átta yfir borgina. Smá leit á netinu staðfesti þetta fyrsta hugboð sem þrengdi strax leitina talsvert.

Með því að klippa út efri hluta myndarinnar þar sem sést í byggingarnar í kring og keyra hana þannig breytta inn í myndaleitarvél Google leiddi það slóðina að fasteignafélaginu Vastned en á heimasíðu þess má finna mynd sem virðist vera tekin á nákvæmlega sama götuhorninu. Fyrirtækið er til húsa við götuna Rue Rivoli í París en hún er ekki í nágrenni við Montparnasse heldur í öðru hverfi handan árinnar Signu. Á stuttu rápi um þá götu á Google Street View fannst ekkert götuhorn sem líktist þessu og slóðin kulnaði.

Eftir allt saman reyndist þó besta vísbendingin leynast í vefslóðinni fnac.com sem glittir í á auglýsingaskilti fyrir ofan búðarglugga hægra megin á myndinni. Með smá leit á netinu kom fljótt í ljós að um er að ræða verslanakeðju sem selur afþreyingarefni og raftæki og svipar að því leyti nokkuð til ELKO. Nokkrar verslanir í þeirri keðju eru víðsvegar um París en ein þeirra í nágrenni við Montparnasse, nánar til tekið í húsi númer 136 við götuna Rue de Rennes á horninu við götuna Rue Blaise Desgoffe. Á jarðhæðinni í hornhúsinu númer 140 með frönsku svölunum handan við Rue Blaise Desgoffe, beint fyrir aftan þær vinkonur á myndinni, er ein af mörgum verslunum tískukeðjunnar Zara.

Með hjálp Google Street View var fljótlegt að sannreyna að myndin af þeim vinkonum var einmitt tekin þarna, eins og má sjá með því að smella hér.

Katrín Jakobsdóttir á það sameiginlegt með Carmen Sandiego að með því að rekja sig eftir vísbendingum og kennileitum er hægt að komast að því hvar hún er niður komin.

Rue de Rennes 140, París, Frakklandi.


Þjóðarsjóður?

Er gjaldeyrisforði seðlabankans ekki þjóðarsjóður?


mbl.is Seðlabankinn vill Þjóðarsjóðinn til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banna EKKI gistirekstur í íbúðarhúsnæði

Meðfylgjandi frétt er efnislega röng. Þar er étið upp úr til­kynn­ingu á vef Stjórnarráðsins að sam­kvæmt nýlegri laga­breyt­ingu verði rek­end­um gisti­staða ekki leng­ur heim­ilt að leigja út gistirými sem er skil­greint sem íbúðar­hús­næði. Hið rétta er að samkvæmt nýsamþykktu lögunum verður rek­end­um gisti­staða sem hafa leyfi til að leigja út gist­i­rými sem hefur verið skilgreint sem íbúðarhúsnæði, áfram heimilt að gera það.

Þannig er í raun fest í sessi að þeir sem hafi þegar fengið slíkum rekstrarleyfum úthlutað megi halda því áfram að eilífu að nýta íbúðarhúsnæði til annars en íbúðar. Enda eru þau leyfi ótímabundin eins og var lagt til um leyfi til sjókvíalaxeldis í frumvarpi sem var nýlega lagt fram á Alþingi og hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu, með þeim afleiðingum að viðkomandi ráðherra hefur nú sagst ætla að draga þá tillögu til baka.

Eini munurinn er sá að ótímabundin leyfi til þess að reka gististarfsemi í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði hafa ekki verið veitt samkvæmt lögum frá lýðræðislega kjörnu Alþingi, heldur á grundvelli reglugerðarbreytingar ráðherra fyrir nokkrum árum síðan. Draga má í efa hvort að sú reglugerð eigi sér nægilega lagastoð þar sem hún stríðir gegn meginreglum ýmissa laga sem setja atvinnustarfsemi í íbúðarhúsnæði verulegar skorður.

Af greinargerð með frumvarpi til umræddra laga má ráða að þau eigi ekki að hafa nein áhrif á þegar útgefin leyfi heldur aðeins stöðva veitingu fleiri slíkra leyfa. Samkvæmt því myndi lagabreytingin ekki auka framboð íbúðarhúsnæðis eins og var þó yfirlýst markmið hennar, heldur aðeins draga úr fækkun þeirra íbúða sem rata inn á húsnæðismarkað, sem þjáist nú þegar af miklum skorti á framboði íbúðarhúsnæðis.

Það er skiljanlegt að mikill fjöldi fólks hafi risið upp og mótmælt því að fyrirtækjum yrðu veitt ævarandi leyfi til að hagnýta firði landsins undir starfsemi sem er í besta falli vafasamt hvort muni hafa æskileg áhrif til lengri tíma litið.

Að sama skapi vekur það furðu að ekki hafi vakið álíka hörð viðbrögð hjá þjóð sem þjáist nú hvað mest af gríðarlegum húsnæðisskorti, að það sé fest í sessi að halda megi íbúðum frá húsnæðismarkaði í stað þess að fólk og fjölskyldur geti haldið þar heimili. Skaðinn sem sá skortur veldur samfélaginu ætti nú að vera flestu fólki augljós.

 

Í þágu gegnsæis er rétt að fram komi að sá sem þetta skrifar er einnig höfundur umsagnar um hið umrædda frumvarp þar sem var gagnrýnt að ekki væri gengið lengra með því en raun ber vitni til að stuðla að auknu framboði íbúðarhúsnæðis.


mbl.is Banna gistirekstur í íbúðarhúsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmyntagröftur er ofurtölvuþjónusta

Ein af stjórnendum gagna­vers­fyr­ir­tæk­is­ins atN­orth segir í viðtengdri frétt að námugröftur eftir raf­mynt­um í ís­lensk­um gagna­ver­um sé á und­an­haldi. Svo er haft eftir henni: „Inn­an nokk­urra mánaða verðum við hjá atN­orth al­veg far­in...

Fleiri réttindi eru í stjórnarskrá en eignarréttur

Húseigendafélagið leggur í umsögn sinni um frumvarp um breytingar á húsleigulögum sem liggur fyrir á Alþingi, aðaláherslu á eignarrétt fasteignaeigenda sem eru leigusalar. Það er í sjálfu sér allt í lagi því sá réttur er bundinn í stjórnarskránna. Slík...

Heimildir lífeyrissjóða til að fjármagna leiguíbúðir

Nokkuð lengi hefur verið kallað eftir því að lífeyrissjóðir komi af krafti að fjármögnun á uppbyggingu leiguíbúða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Lífeyrissjóðirnir hafa kvartað yfir því að þeir geti það ekki vegna of þröngra takmarkana sem...

Hunsa þunga fjárhagsstöðu (allra hinna) heimilanna

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á fót starfshópi til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu bænda vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Sjá tilkynningu: Ráðuneytisstjórahópur skipaður vegna fjárhagsstöðu bænda Enginn slíkur starfshópur hefur verið skipaður...

Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir

Geta vaxtahækkanir aukið verðbólgu? Skoðum málið. „Það sem maður er orðinn mjög hugsi yfir er það hvernig reiknaða húsa­leig­an hef­ur áhrif á verðbólg­una eins og hún mæl­ist í dag. En okk­ur sýn­ist að rúmt pró­sent af þess­ari átta pró­senta...

Meintar "vinsældir" verðtryggðra lána

Á forsíðu Viðskiptamoggans í dag kemur fram eftirfarandi fullyrðing: "Vinsældir verðtryggðra lána hafa farið vaxandi frá því í byrjun síðasta árs." Sambærilegar fullyrðingar um meintar "vinsældir" verðtryggðra lána komu fram á málþingi á vegum...

Lækkið þá vextina!

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur frá kynningu nýjustu vaxtahækkunar í morgun tönnlast á því í viðtölum við fjölmiðla að hann hefði viljað sjá meiri sparnað hjá almenningi. Því miður datt engum fjölmiðlamanni að fylgja því eftir og spyrja hann...

Til hamingju með daginn!

Í dag eru liðin tíu ár frá glæstum sigri Íslands í Icesave málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Enn eru að koma fram nýjar upplýsingar um málið, en þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson sem þá var Forseti Íslands í viðtali við RÚV í tilefni dagsins: "En ég vil...

Gleðilega hátíð ljóss og friðar!

Heillaóskir til lesenda og annarra bloggara. Gleðileg jól og aðrar hátíðar eftir því sem við á. Megi komandi ár verða farsælt og gæfuríkt.

Eru bankar eins og hraðfrystihús?

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, lét merkileg ummæli falla á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í gær: "...bankar eru ekki eins og hraðfrystihús, svo það sé alveg á hreinu. Bankar eru mjög sérstakar...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband