Þjóð meðal þjóða? Rangnefni að endemum!
17.12.2009 | 21:18
Pressan sagði nýlega frá því að á "kaffistofuna" hjá sér hafi borist spurnir af stofnun svokallaðrar já-hreyfingar Evrópusambandssinna sem hyggist beita sér fyrir aðild Íslands að sambandinu í þeirri umræðu sem framundan er. Formlegt heiti þessarar nýju hreyfingar er ,,Þjóð meðal þjóða", og var hún stofnuð þann 17. október síðastliðinn. Slík nafngift á samtökum sem stefna að því að gera landið að útnárahreppi í evrópsku stórríki munt seint geta talist annað en útúrsnúningur!
Samþykktir hreyfingarinnar má finna á vefslóðinni http://www.spurn.is/sam/ en þar kemur þó hvergi neitt fram um hvaða einstaklingar það eru sem að samtökunum standa og lagðist undirritaður því í dálitla eftirgrennslan. Samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eru félagasamtökin Þjóð meðal þjóða með skráð aðsetur við íbúðagötu í Reykjavík, nánar tiltekið á heimili Jóns Steindórs Valdimarssonar framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Þar á sama stað hefur aðsetur félagið "Við erum sammála" sem á fyrri hluta þessa árs stóð fyrir samnefndri auglýsingaherferð og vefsíðu til stuðnings við málstað sambandssinna, ásamt tölvufyrirtækinu Spurn sf. á vegum Jóns sem er hýsingaraðili fyrir áðurnefndrar vefsíður skv. lénaskrá ISNIC.
Þessi tenging við Samtök Iðnaðarins kemur svosem lítið á óvart í ljósi þess að samtökin hafa lengi talað fyrir Evrópusambandsaðild Íslands, en þess má einnig geta að framkvæmdastjórinn Jón Steindór Valdimarsson er líka nátengdur lykilfólki í forystu Samfylkingarinnar. Skyldi engan undra sem þekkir til, en fyrir okkur hin sem erum í meirihlutanum er ég fyrst og fremst að vekja athygli á þessu því það borgar sig að þekkja andstæðinginn. Vonandi virkar þetta bara sem hvatning á alla fullveldissinna að standa enn þéttar saman gegn sambandsaðild. Þó það sé líklega óþarfi hér á þessari síðu vil ég samt benda lesendum á að kynna sér það góða starf sem er í gangi hjá Heimssýn og Samtökum Fullveldissinna, ásamt því að hvetja til stuðnings við málstað þjóðfrelsis og fullveldis.
Áfram Ísland! - Ekkert ESB!
Athugasemdir
Takk fyrir þessar fróðlegu upplýsingar.
Það er gott að við vitum hverjir andstæðingar fullveldis landsins okkar eru sama undir hvaða heitum þeir skrá sig og sama hvaða felufötum þeir reyna annars að fela sig og slóð sína undir.
Hafi þeir ævarandi skömm fyrir !
Baráttan fyrir frelsi og fullveldi landsins okkar á enn eftir að harðna.
Nú eftir áramótin er útbreiðslu- og áróðursmáladeild ESB apparatsins að opna hér sérstakt sendiráð með sendiherra og fullt af starfsfólki.
Þessu sendiráði verður leynt og ljóst beitt af alefli í áróðursstríðinu fyrir innlimun Íslands í ESB STÓRRÍKIÐ (THE UNITED STATES OF EUROPE).
Þeir verða með fullar hendur fjár sem mokað verður á báða bóga m.a. í svona félagsskap eins og þú varst að tala hér um að framan.
Við þurfum að vera vel á verði því það í þessu tilliti verður við ofurefli að etja.
En við fullveldissinnar vituma að við höfum miklu stekari og betri málstað, þannig að við getum óhikað barist við þetta lið og agenta þessa og haft sigur.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 11:03
Það er vani þeirra sem skammast sín að fela sig. Það er kannski þess vegna sem þessi samtök gefa ekki upp á heimasíðu sinni hverjir að þeim standa?
Gunnar Heiðarsson, 14.2.2010 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.