Max Keiser: Efnahagsstríð
28.11.2009 | 01:24
Úr fyrri frétt mbl.is: "Mikið uppnám varð á fjármálamarkaði í Evrópu í dag þegar Dubai lýsti því yfir að ekki yrði greitt af tilteknum lánum í hálft ár. ... Yfirlýsing Dubai leiddi til þess, að evrópskir fjárfestar fylltust óhug og seldu skuldabréf til að fjárfesta frekar í tryggum ríkisskuldabréfum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu um rúm 3% í dag en margir óttast, að fleiri ríki grípi til svipaðra aðgerða og Dubai."
Er þetta ekki eitthvað sem Ísland ætti að vera löngu búið að gera?
Skuldatryggingaálag Dubai hærra en Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Athugasemdir
Algerlega - nema ekki í hálft ár, heldur ekkert icesave rugl svo lengi sem heimurinn er í kreppu.
http://www.youtube.com/user/miklabraut2#p/u/8/OX1LwFqMguk
Svo eru það næstu vígstöðvar: Climategate vikugamalt - yfirlit
Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:30
Ég held það skipti ekki máli hvort menn segja hálft ár eða lengur, gagnvart umheiminum er það greiðslufall hvort sem er. Á meðan ekkert er greitt af lánum safnast svo upp vextir þannig að vandinn minnkar ekkert á meðan og svo getur enginn sagt til um það á þessum tímapunkti hvernig staða mála verður eftir hálft ár eða hversu lengi kreppa#2 mun standa yfir.
Ég minni á þegar íslensku bankarnir tóku fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum (og hjá evrópskum sparifjáreigendum!) í aðdraganda síðasta hruns í þeirri von að þetta stæði stutt yfir og "myndi reddast", hversu lengi entist það þá? Betra hefði verið að setja þá strax í þrot til að lágmarka tjónið og gangsetja plan B: stofna einn nýjan ríkisbanka til að yfirtaka almenna veltureikninga og flytja húsnæðislán Íslendinga yfir í Íbúðalánasjóð. Restin fari í gjaldþrotaskipti eins og hver önnur þrotabú einkafyrirtækja. Áætlaður kostnaður fyrir íslenska skattgreiðendur: nokkur hundruð milljarðar og umtalsverð óþægindi á meðan nýja kerfið er að venjast, en í öllu falli skárra en það sem við búum við núna.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2009 kl. 22:52
Vááááá..........
Haraldur Baldursson, 1.12.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.