Viðtöl við Webster Tarpley um fangaflug CIA

Íslandsvinurinn Webster Tarpley kemur reglulega fram sem álitsgjafi hjá fréttastofunni Russia Times. Hér er hann í tveimur viðtölum vegna nýlegra málaferla á Ítalíu þar sem 23 útsendarar CIA voru dæmdir fyrir mannrán í tengslum við svokallað fangaflug, og nýlegra frétta frá Bretlandi um millilendingu fangaflugvéla þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óhætt að hlusta á Tarpley

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:41

2 identicon

Það er ekkert að marka þennan mann. Þessi sami maður heldur því fram að bandaríkjastjórn hafi staðið að árásinni á tvíburaturnana ! Veruleikafirrtur maður.

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldvin, ég hef ekki heyrt Tarpley halda því fram fullum fetum að bandaríkjastjórn beri ein fulla ábyrgð á að hafa skipulagt og framkvæmt árásirnar 9/11. Hinsvegar hefur hann haldið á lofti sömu skoðun og margir aðrir, að árásirnar hafi eingöngu verið hægt að framkvæma með vitund og vitneskju, jafnvel þáttöku, ýmissa spilltra afla bæði innan og utan bandaríska stjórnkerfisins. Það að einhver kunni að hafa verið viðriðinn glæpinn er ekki það sama og að halda því fram að viðkomandi sé aðalsökudólgurinn.

Með sama hætti má segja að íslensku bönkunum hafi fyrir hrun verið stjórnað af gáleysi og að þar hafi margt glæpsamlegt viðgengist, með því að segja það er samt ekki verið að fullyrða að hver einn og einast bankamaður hafi verið spilltur inn að beini, heldur aðeins nógu stór hópur til að valda því tjóni sem orsakaði hrunið.

Það er flestum ljóst sem kæra sig um að vita, að Al-Qaeda var upphaflega búið til og fjármagnað af bandarísku glæpasamtökunum CIA til að berja á Sovétmönnum í Afghanistan. Upphaflega virtist það vera skynsamlegt í þágu vestrænna hagsmuna, en átti síðar eftir að reynast þeim dýrkeypt. Við lifum ekki í svart/hvítum heimi þar sem allir eru annaðhvort sekir eða saklausir, heldur er raunveruleikinn að mestu leyti á misjafnlega gráu svæði þar sem góðar og gildar ástæður geta (stundum kannski bara óvart) leitt af sér hræðilega hluti, sbr. Guantanamo, ólögleg mannrán og pyntingar, allt í þágu hryðjuverkastríðsins.

Það eru ekki endilega menn eins og Tarpley sem eru veruleikafirrtir þó vissulega sé margt sem hann segir umdeilanlegt, heldur eru það miklu frekar þeir sem neita að horfast í augu við augljósar staðreyndir um hvernig heimi við lifum í á þessum síðustu og verstu tímum. Það gagnast engum að stinga höfðinu í sandinn!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2009 kl. 13:40

4 identicon

Guðmundur, margt af því sem þú segir er rétt. Al Quaeda voru fjármagnaðir af Bandaríkjunum og það voru líka Mujaheddin ættbálkurinn því þá var barist gegn öðrum óvini, Sovétríkjunum. Það er því rétt að illska og fjandskapur Al Quaeda gagnvart Bandaríkjunum er ef til vill stöðvun á fjárframlögum til þeirra. En það má hins vegar ekki falla í gröfina og láta '' smoke and mirror '' taktík villa fyrir sér. Samsæriskenningar eru alltaf lifandi en að taka undir óstaðfestar fullyrðingar er veruleikafirring. Guantanamo fangelsið ekki eins hræðilegt eins og heimspressan hefur haldið fram. Nú hefur verið ákveðið að færa hryðjuverkamennina fyrir dóm í New York og þá kemur þetta allt í dagsljósið. Meginatriðið var að taka hryðjuverkamennina úr umferð og nálgast upplýsingar. Það tókst. Þjóð eins og Bandaríkin verða alltaf að taka þann pól í sinni utanríkisstefnu að velja '' the lesser of two evils '', og þetta er verulega flókið fyrirbæri. Oft veljast ótrúlegir öfgamenn í þennan hóp, samanber Suður Ameríku á síðustu öld, en það verður vart komist hjá því að gera mistök við og við. Svo vildi ég enda þetta með því að segja þér að lengi vel var ég með skrifstofu í Tvíburaturnunum og þar af leiðir tengist þetta mér dálítið persónulega, en ég get sagt þér að Al Quaeda hafði ástæðu til að sprengja þessar byggingar: Í annarri byggingu voru höfuðstöðvar CIA og FBI, sem í þeirra augum voru erkifjendurnir.

Eigðu góða helgi,

Baldvin

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 15:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir mjög svo athyglisverða punkta Baldvin. Eigðu góða helgi sömuleiðis.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: el-Toro

FBI og fleiri voru með skrifstofu í byggingu 7.  sú bygging var sprengd niður eins og sést glögglega á myndefnum af atburðinum.  en í bygginu 7 voru helstu bækistöðvar leiniþjónustu, almannavarna og FBI á austurströndinni.  hentugt að losna við þá byggingu fyrir hvern????

kostulegt að horfa á frétt bbc er fréttamaðurin ber fréttir fyrir almenning um að bygging 7 hafi hrunið.  í útsendingunni sést bygging 7 fyrir aftan fréttamannin.  spurning um hvernig þeim hafi dottið í hug sirka 20 mínutum áður en sjöan féll að hann skyldi hrynja.....ekki nema að þeir ásamt öðrum hafi verið búnir að fá uppskrift af atburðarrásinni fyrr um morgunin frá "fréttaveitunni".....???

Baldvin, ég verð að vera hreinskilin við þig.  ég yrði mjög svo hissa ef Khalid gaurin yrði fundin sekur um skipulagningu 9/11.  ég hef einfaldlega meiri trú á bandarísku réttarkerfinu.  kannski er það barnaskapur í mér að trúa á réttarkerfið í landi sem dæmir menn til dauða og viðurkennir þar með að dauði er lögleg lausn á málum.

eitt sem ég er handviss um og ég hef lesið mér mikið til í þessum málum, er að þessi khalid gaur eða bin laden gaur komu ekkert nálægt 9/11.  allt tal um að þeir hafi komið nálægt þessu eru samsæriskenningar.

vonandi áttuð þið góða helgi :)

el-Toro, 15.11.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband