Viðsnúningur Jóhönnu gagnvart ESB tók 8 ár
9.8.2009 | 16:43
Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki alltaf verið jafn sannfærð um ágæti Evrópusambandsins og hún virðist vera nú þegar hún er orðin forsætisráðherra. Það eru greinilega fleiri en þingmenn Vinstri Grænna sem hafa farið kollsteypur í afstöðu sinni gagnvart hugsanlegri ESB-aðild Íslands.
Tilvitnun frá AMX:
Ég er ekki sammála formanninum um að kostirnir við aðild að Evrópusambandinu séu fleiri en gallarnir. Ég er ekki sannfærð um þau rök sem sett eru fram í ágætri skýrslu Samfylkingarinnar um Evrópumál, að vegna sögulegrar veiðireynslu getum við Íslendingar einir setið að okkar fiskimiðum eftir aðild að ESB. Við eigum að stíga varlega til jarðar.
- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á landsfundi Samfylkingarinnar í nóvember 2001 í umræðum um tillögu um aðildarumsókn að ESB. Þá var Össur Skarphéðinsson formaður flokksins.
Athugasemdir
...the good old days
Haraldur Baldursson, 9.8.2009 kl. 17:07
Sæll. En hvað með þá Illuga og formanninn Bjarna? Hvað hefur breyst síðan moggagreinin fræga birtist? Kollsteypa!
Eysteinn Þór Kristinsson, 10.8.2009 kl. 08:57
Væntanlega eitthvað svipað Eysteinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.