Varnarsigur fyrir frjálsa fjölmiðlaumfjöllun
4.8.2009 | 03:12
Skilanefnd Kaupþings og bankastjóri nýja Kaupþings hafa ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um stórlánayfirlit sem lekið var á vefinn fyrir helgi. Sem er vel þar sem með lögbanninu var gerð alvarleg aðför að tjáningarfrelsi og getu fjölmiðla til að veita aðhald í þjóðfélaginu, gjarnan kallað "fjórða valdið" sem vissulega er vandmeðfarið en hefur sýnt mikilvægi sitt að undanförnu.
Mér er hinsvegar spurn, hvað kemur þetta mál Nýja Kaupþingi yfir höfuð við? Get svosem skilið aðkomu skilanefndar gamla bankans að málinu fyrst lögbanns var á annað borð krafist, þar sem umrædd skýrsla var gerð í gamla bankanum. Ég stóð hinsvegar í þeirri meiningu að gamli bankinn og sá nýji væru sitthvort fyrirtækið. Þetta mál leiðir bersýnilega í ljós að svo er ekki, og þarna er einfaldlega um ríkisvætt kennitöluflakk að ræða.
Skaupþingsáhlaup í uppsiglingu á morgun? (Sem betur fer búinn að tæma það litla sem ég átti þar.) Það verður alltaf meira og meira spennandi með hverjum deginum sem líður að vera Íslendingur, maður veit aldrei hverju er von á næst. Þetta er svona svipað og maður ímyndar sér að væri ef maður hefði ríkisborgararétt í farsakenndu sakamálaleikriti!
Falla frá lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:27 | Facebook
Athugasemdir
He he, ég væri nú alveg til í aðeins minna spennandi tíma, spennufíknin minkar hratt með árunum og rólegheit og jafnvægi meira lokkandi...en það verður víst ekki alltaf á allt kosið
Georg P Sveinbjörnsson, 4.8.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.