Búist við niðurstöðu á næstu vikum?

"Á fyrri hluta ársins 2007 lánaði útibú Landsbankans í Lundúnum Novator Pharma 206 milljónir punda eða sem samsvarar 43 milljörðum króna, miðað við gengi dagsins í dag. Þetta er langstærsta lánið í lánabók útibúsins. ... Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. ... Fjármálaeftirlitið rannsakar nú hvort Landsbankinn hafi farið yfir þetta lögbundna hámark ... Rannsókninni miðar vel og búist er við niðurstöðu á næstu vikum..."

Á sl. föstudag skýrði Fréttablaðið frá því tveir ungir menn hafi verið handteknir fyrir fjársvik þar sem þeir sölsuðu undir sig fjárhagslegt forræði nokkurra fyrirtækja og notfærðu sér þá aðstöðu til að svíkja nokkra tugi milljóna út úr fyrirtækjunum og íbúðalánasjóði. Menninir voru umsvifalaust hnepptir í gæsluvarðhald og nú aðeins viku síðar hafa tveir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Rannsókn beinist nú að því hvort mennirnir hafi átt sér vitorðsmenn.

Er ég virkilega einn um það að finnast vera hrópandi misræmi á málsmeðferð í þessum tveimur ótengdu málum?

Komið hefur í ljós að eigendur Landsbankans skömmtuðu sér milljarðatugi, ef ekki hundruðir, af lánsfé til (misjafnlega) áhættusamra fjárfestinga. Má auðveldlega færa rök fyrir því að ekki hefði hver sem er haft svo greiðan aðgang að sjóðum Landsbankans. Svo þegar á reynir kemur í ljós að þeir eru ekki einu sinni borgunarmenn fyrir láni sem þeir fengu hjá Kaupþingi til að kaupa Landsbankann upphaflega, sem nemur þó ekki nema litlum hluta af þeim fjárhæðum sem þarna eru í spilinu. Í raun má segja að þeir hafi aldrei átt bankann því öll þeirra eign var skuldsett upp fyrir haus.

Svo reyna nokkrir ungir menn að skammta sér fé úr félögum sem þeir eiga ekki og svíkja út á þau, en eru skömmu seinna komnir á bak við lás og slá. Ætli þeir hafi ekki bara verið að fara að fordæmi "fjármálasnillinganna" sem stýrðu bönkunum á hausinn á meðan þeir mökuðu krókinn?

Afhverju hefur ennþá enginn sem ber ábyrgð á tæmingu Landsbankans verið handtekinn, og hvað þá vegna IceSave svikamyllunnar? Afhverju líða vikur og mánuðir og allir þessir menn ganga ennþá lausir? Afhverju hafa ennþá engar eignir verið gerðar upptækar eða kyrrsettar til að mæta því tjóni sem þeir hafa valdið? Svo ekki sé minnst á vitleysuna og siðleysið sem viðgekkst líka hjá Glitni og Kaupþingi, og fleiri fjármálafyrirtækjum. Þar eru miklu hærri upphæðir í spilinu en hjá þessum ungu ógæfumönnum sem nú sitja í steininum, svo háar að það ógnar framtíðarhagsæld lands og þjóðar! Hversu miklu þarf maður eiginlega að hafa stolið til að vera svona stikkfrí, ég bara spyr?

Þarf þetta í alvöru að enda með því að múgurinn mæti fyrir utan heimili þekktra fjárglæframanna með heykvíslar á lofti? Það endar með því ef rannsakendur og réttarkerfið allt ætla sér að halda svona skakkt á málum. Það er ekki endalaust hægt að misbjóða réttlætiskennd almennings!


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svo það sem toppaði ruglið er að fyrrverandi stjórnendur landsbankans litu ekki á björgólf thor sem tengdan bankanum?????

zappa (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband