Seint í rassinn gripið!

"Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi..."

Hljómar svosem ágætlega, en hefði ekki verið rétt að ríkisstjórnin byrjaði á einhverjum svona aðgerðum strax í vor? Í stað þess að setja draumóra Samfylkingarinnar um ESB-aðildarumsókn á dagskrá stjórnvalda og leggja Alþingi ásamt stjórnkerfinu öllu undir það eina mál svo vikum skipti? Það sér ekki heldur ennþá fyrir endann á því þar sem Evrópumálin munu halda mönnum uppteknum í langan tíma með tvísýnum árangri í besta falli. IceSave málið hangir ennþá yfir eins og vofa og mikill vafi er um raunverulega ábyrgð og skyldur íslenskra stjórnvalda í því máli, og það eru svo sannarlega tengsl milli þessara tveggja mála hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Á meðan þetta allt stendur yfir, þá hafa raunverulega aðgerðir til hjálpar heimilum og fjölskyldum landsins fengið að sitja á hakanum og allar líkur á að muni gera það enn um sinn, hvað þá atvinnumálin sem enn eru ólestri. Það er hæpið að slík forgangsröðun geti talist trúverðug en ég fagna því hinsvegar ef þetta boðar breyttar áherslur, það er a.m.k. kominn tími til að ríkisstjórnin nái sér niður á jörðina, því ekki hefur hún verið í mikilli snertingu við raunveruleikann á Íslandi það sem af er kjörtímabilinu.

Ef við greinum aðeins nánar forgangsröð stjórnvalda þá er það svona sem hún blasir við:

  1. ESB/IceSave (Dekurmál stjórnmálamanna, ekki þjóðarinnar.)
  2. Atvinnulífið (Fínt fyrir atvinnurekendur, kannski.)
  3. Efnahagsleg endurreisn (Hverra nákvæmlega?)
  4. Verðmætasköpun (Ríkisstjórnin skapar engin verðmæti!)
  5. Menntun (Fínt, sendum Jóhönnu og Steingrím þá á skólabekk!)
  6. Velferð (Bíddu... var ekki atvinnulífið nr. 2 ???)
  7. Sönn lífsgæði (Ætti þetta ekki að vera nr. 1?)

Vinstri hvað ??? !!!

Og svo eru það markmiðin:

  1. Forgangsraða fjármunum (Þarf ekki frekar að spara þá???)
  2. Nýta auðlindir (Ekkert nýtt þar, auðlindir eru þegar í nýtingu.)
  3. Virkja mannauð þjóðarinnar (Vonandi ekki með þegnskylduvinnu!)
  4. Vinna gegn fólksflótta (Vonandi ekki með því að reisa múra...)
  5. Leggja grunn að almennri velsæld (Aftur lendir þetta neðarlega!)
  6. Leggja grunn að nýrri atvinnustefnu (Á þá að endurráða ríkisstarfsmenn?)
  7. Endurskipulagning hjá hinu opinbera (Er eitthvað til að endurskipuleggja?)
  8. Ný skipting landsins í svæði (Hvað var að þeirri sem við höfum nú þegar?) 

Og svo eru það lausnirnar:

  1. ... ... ...

(Áætlað er að vinnu við lausnirnar ljúki haustið 2010.)

Þá er reiknað með að liggja muni fyrir framtíðarsýn og sóknaráætlun sem nái til ársins 2020.

Í millitíðinni er þá væntanlega hver sjálfum sér næstur... ef flestir verða ekki flúnir úr landi, þá er a.m.k. útilokað að þessi stjórn verði ennþá við völd þegar þar að kemur, ef fram heldur sem horfir. Síðastur út í Leifsstöð vinsamlegast slökkvi ljósin á eftir sér, ég skal verða eftir til að reka Rússana út úr landhelgi og halda hitaveitunni í gangi svo að leiðslurnar verði ekki sprungnar þegar þið komið hingað næst í sumarfrí.


mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er orðagjálfur rétt eins og "Fíkniefnalaust Ísland árið 2000"

Sigurður Þórðarson, 24.7.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þessir aurar þ.e. 10 milljónir eru einungis laun fyrir nefndamenn í þá mánuði sem þeir eru að vinna.

Þetta er móðgun við íslenska athafnamenn og hugsuði, sem hafa konmð með  tillögur til ríkisins og sveitafélaga.

Eggert Guðmundsson, 24.7.2009 kl. 23:47

3 Smámynd: brahim

Er ekki alltaf gott að vera vitur eftirá?

brahim, 25.7.2009 kl. 04:53

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"20/20 hindsight" er hugtak sem er einmitt gjarnan notað í engilsaxnesku málfari yfir það að vera alvitur eftirá. Það sem ég á hinsvegar erfitt með að sjá er hvernig það muni gagnast okkur í framtíðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband