Fundur hjá Samtökum Fullveldissinna um ESB
12.7.2009 | 01:24
Samtök Fullveldissinna bjóða til opins spjallfundar um ESB og tengd málefni, Sunnudagskvöldið 12. júlí kl. 20:00 í kjallaranum á Kaffi Rót í Hafnarstræti 17, Reykjavík.
Búist er við góðum gestum, allir sem láta sig varða framtíð lands og þjóðar eru hvattir til að mæta.
Hjáseta kann að ráða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."
Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 04:13
Ég held nú bara að Páll Blöndal ætti að mæta á fundinn og ganga í Samtök fullveldissinna í staðinn fyrir þessa "copy paste" vinnu sem hefur ekkert gildi í sjálfu sér.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 17:23
Gunnlaugur minn,
Ég copy/pasta þetta einfaldlega vegna þess að það er eins og menn
viti ekki af þessum stjórnarsáttmála.
A.m.k virðast ESB andstæðingar ekki líta á stjórnarsáttmála sem eitthvað
sem þurfi ekki að standa við. Í besta falli að þegja í hel.
Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 18:42
Á því miður ekki heimangengt en óska ykkur góðs og fjörgugs fundar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.7.2009 kl. 18:49
Það hefur vonandi enginn misskilið það að þetta er umræðufundur. Það má vonandi ræða málin burtséð frá því hvað stendur í einhverjum pólitískum sáttmálum. Fyrir utan það, þá eru nú pólitíkusarnir sjálfir ekkert alltof duglegir að virða slíka pappíra, frekar en að standa við gefnar yfirlýsingar yfirleitt.
Vonast er til þess að umræður á fundinum verði gagnlegar og uppbyggilegar.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2009 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.