Hvar sækir maður um nýja kennitölu?

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði að [...] Kennitöluskipti væru hins vegar oft eðlilega leið til að bjarga verðmætum og tryggja áframhaldandi rekstur.

En hvað með þá fjölmörgu einstaklinga sem myndu vilja bjarga húsnæði, og tryggja þannig áframhaldandi heimili fyrir fjölskyldu sína? Hvert eiga þeir að snúa sér til að fá nýja kennitölu? Ég myndi vilja skora á Gylfa að svara því hvort hann gangi út frá því að fyrirtæki séu mikilvægari en heimili.


mbl.is Engar reglur um kennitöluflakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sæll.  Ég tek undir með þér og skora á hann líka.  Þetta þurfum við öll að vita og enginn mun þurfa að þola lengur að vera hund-eltur af handrukkurum.

Elle_, 13.7.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verð að viðurkenna að mér finnst ekkert eðlilegt við svona björgun fyrirtækja. Á hverjum lendir svo skuldin? Heimilunum og þrælum þeirra! Heimili er í raun bara lítið fyrirtæki, en sem er hornsteinn hverrar þjóðar.

Er ekki Gylfi hagfræðingur? Hvað skyldu hagfræðingar læra í skólanum? Mikið er ég fegin að ég er ekki hagfræðimenntuð, því þá væri líklega það litla sem ég hef af heilbrigðri skynsemi fokið út í veður og vind miðað við þessa ályktun hans .

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband