Búið að birta skýrsluna frá Mischon de Reya
7.7.2009 | 16:14
Skýrsla með áliti sem lögmannsstofan Mischon de Reya í London skilaði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra 29. mars sl. vegna IceSave, birtist í dag á upplýsingavef stjórnvalda, ásamt minnisblöðum sem tengjast kyrrsetningu breskra yfirvalda á eignum Landsbankans með beitingu hryðjuverkalaga. Í skýrslunni frá Mischon de Reya kemur meðal annars fram að ekki hafi fundist nein skriflega staðfesting þess að Ísland hafi formlega undirgengist að ábyrgjast skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda, hvað varðar Icesave-innstæðurnar, né undirgengist aðrar skuldbindingar.
Í niðurlagi þessarar skýrslu Mischon de Reya segir meðal annars:
"5.2 Our preliminary opinion does not agree with the legal opinions that we have seen as were produced on behalf of the UK and Netherlands in respect of the Directive. Our view is that the Directive is not clear and that there are respectable arguments either way. Put in another way, we do not agree that there is a clear liability on Iceland under the EEA Agreement and we do think it would be very helpful for the Icelandic Government to instruct us to produce a leading barrister's (QC) legal opinion in this respect to redress the current legal imbalance"
Mischon de Reya er s.s. ósammála þeim lögfræðiskýringum sem Bretar og Hollendingar hafa sett fram varðandi tilskipun um innstæðutryggingar, og lítur ekki svo á að samkvæmt EES-samningnum hvíli þar með ábyrgð á íslenska ríkinu vegna innstæðutryggingasjóðs. Jafnframt er hvatt til þess að málið verði unnið frekar eftir lagalegum leiðum fyrir hönd íslenska ríkisins. Það er kannski engin furða að Össur skyldi ekki vilja kannast við að hafa séð þessa skýrslu. Þess má geta að þessi niðurstaða er í takt við þær röksemdir sem koma fram í nýlegri yfirlýsingu Samtaka Fullveldissinna vegna IceSave málsins.
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kann að vera, en þetta er líka stórt verkefni og einhver þarf að fást við það. Ekki hafa þeir sem hingað til hafa komið að málinu fyrir hönd Íslands sýnt af sér að þeir hafi burði til að taka á því af myndarskap fyrir hagsmuni lands og þjóðar. Sú hvatning sem kemur þarna fram um að málið verði unnið frekar eftir lagalegum leiðum fyrir hönd íslenska ríkisins, þykir mér vera það markverðasta í þessu. Auðvitað er ekkert skrýtið að sá sem það leggur til bjóðist einnig til að taka að sér verkið, það myndi ég gera líka ef ég sæi verk sem þarf að vinna og enginn annar væri að sinna því.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2009 kl. 00:56
Gott framtak. Ég spyr hafði ekki Össur eða Jókanna lesið þessa skýrslu. Þetta er með eindæmum hve illa þeir eru upplýstir þessir ráðherrar og sumir alþingismenn. Vita þau um upplýsingavef stjórnvalda.
Valdimar Samúelsson, 8.7.2009 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.