Rúmar 3.000 kr. pr. mannsbarn fyrir ESB-umsókn

Kostnaðarmat utanríkisráðuneytisins vegna þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu hljóðar upp á 990 milljónir króna. Fyrirsögnin í tengdri frétt er reyndar dálítið villandi, þar kemur fram að beinn kostnaður sé 400 milljónir, en við nánari skoðun kemur í ljós að þá er kostnaður vegna skjalaþýðinga ekki talinn með, þannig að það verður þá líklega bara um óbeinar þýðingar að ræða. Takið eftir að þessi tæpur milljarður króna er eingöngu kostnaðurinn við sjálfa umsóknina, svo er allt hitt eftir...

Ætli umsóknareyðublaðið sé í svona mörgum bindum eða hvað? Svo eru þingmenn heldur alls ekkert vanir því að lesa neitt áður en þeir greiða um það atkvæði, sbr. neyðarlögin sem sett voru síðastliðið haust.

Til að skýra málið betur þá setti ég þessar kostnaðartölur upp í dálítið reikningsdæmi, fyrst stærðfræðikunnáttu fréttaritara er svo ábótavant sem raun ber vitni:

   400 m.kr. kostnaður utanríkisráðuneytis

+ 100 mkr. kostnaður annara ráðuneyta

+ 590 m.kr. kostnaður vegna skjalaþýðinga

------------------------------------------------------

= 990 milljónir kr. samtals

/ 320.000 íbúar á Íslandi

------------------------------------------------------

= 3.094,- kr. / íbúa (rúnnað að heilum kr.)


mbl.is 400 milljóna beinn kostnaður við aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Varla eins Pizza, smotterí :)

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

320.000 pizzur? Til samanburðar þá var Domino's Pizza á Grensásvegi (R.I.P.)  lengi vel söluhæsta pizzuverslun í heimi, með líklega á bilinu 50-100.000 seldar pizzur á ári.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2009 kl. 17:49

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he ekki tómur kofinn hjá þér

Finnur Bárðarson, 10.7.2009 kl. 18:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er alveg frábær frétt nafni, og gott til þess að vita að einungis verður um óbeinar þýðingar að ræða á þessu, það er er altaf svo erfitt að les svona beinar þýðingar.

Guðmundur Jónsson, 10.7.2009 kl. 20:17

5 Smámynd: Stefán Þór Stefánsson

Svo lengi sem "kostnaðurinn" er greiddur til aðila á Íslandi, þá er þessi kostnaður líka tekjur fyrir viðtakandi aðila á sama tíma.  Af þeim tekjum þurfa viðkomandi aðilar að greiða skatta og hinu er eytt í ýmislegt sem af koma skattar og svo framvegis og svo framvegis... þ.a. "kostnaður" sem yfirvöld verða fyrir, endar aftur að stórum hluta hjá yfirvöldum hvort eð er, eða skapar tekjur hjá öðrum vítt og breytt.  Bara spurning um hversu hratt ferlið gengur fyrir sig. 

Við skulum bara vona að yfirvöld hafi nóg til að eyða og að þau eyði sem mestu sem hraðast, sérstaklega þó í hluti sem gagnast þjóðinni og skapar hagkvæmni, t.d. vegaframkvæmdir/umferðaröryggi.  Liðugar og traustar samgöngur geta sparað óteljandi tapaðan tíma og ónauðsynleg slys.  Mestallur "Kostnaðurinn" kemur hvort eð er aftur í kassann til að eyða aftur.  Krónurnar rúlla út um allt ef þeim er ekki haldið í gíslingu.  Grin

Stefán Þór Stefánsson, 10.7.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég væri til í að greiða það ekki. Fyrir mína 5 manna fjölskyldu fæ ég sem sagt 15.000 kr reikning, óumbeðið. Þetta er nefnilega miklu meira en gluggaráp þessar viðræður við ESB.

Ég get líka lofað ykkur því að við fáum aldrei að kjósa um þessa aðild, hvorki hvort til viðræðna komi, ne´um niðurstöðurnar. Hvort sem fólki líkar vel eða illa, þá stendur það einfaldlega ekki til hjá ESB-sinnum að leyfa þjóðinni að ákveða sig.

Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Var ekki einhver ESB-sinnin sem sagði að það nægði að senda inn eitt A4 blað til að leggja inn umsókn ? Eiríkur Bergmann, ef ég man rétt.

Ég er sammála þér Haraldur, það stendur ekki til að þjóðin fái nokkuð um málið að segja.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 23:29

8 identicon

Hérna segir Haraldur að fyrir sína fjölsk. þá fái hann 15 þúsund króna reikning og vill ekki borga hann. Ok, en í staðin þarf hann ekki að borga af húsnæðisláninu sínu nema 1,2 falt til baka í stað 17 falt. Var einhver að tala um léleg skipti?

Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 10:11

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvað þarf krónan að styrkjast mikið við inngöngu til að dekka þessa 3,000 kr?  1/2% eða 1%?

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.7.2009 kl. 11:08

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir skemtilegar og málefnalegar athugasemdir gott fólk.

Finnur: Nei það er ekki tómur kofinn hjá mér, bara veskið! ;) Þess má til gamans geta að þekkingu mína í þessum efnum má rekja til þess að ég starfaði um árabil í flatbökugeiranum, þar á meðal í áðurnefndri verslun.

Stefán Þór: Það er vissulega hárrétt að ýmsir aðilar hér á landi myndu hagnast á þessu, ekki síst löggildir skjalaþýðendur. Það liggur við að ég sjái eftir því að hafa ekki gengst undir löggildingu til þess starfa eins og lengi hefur staðið til, en það er líklega aldrei of seint að bæta úr því. En þegar allt kemur til alls, hver er það þá sem mun borga þessum aðilum umræddan hagnað? Þar sem ríkið getur ekki skapað nein verðmæti heldur aðeins flutt þau úr einum vasa í annan þá er svarið einfalt: ég og þú munum borga þennan reikning ásamt öðrum skattgreiðendum! Ég er hjartanlega sammála þér að ríkið eigi að eyða sem mestu í hluti sem skapa hagkvæmni og skila sér þannig margfalt til baka, en leyfi mér að efast um að háir skjalabunkar muni gera það, a.m.k. er það alls ekki sjálfgefið.

Haraldur: Vissulega væri betra að sleppa við að borga þetta. Það er nóg af öðrum reikningum sem eru að íþyngja fólki um þessar mundir, ekki síst þegar liggur fyrir að hugsanlega eigi að bæta stórlega við þá t.d. vegna IceSave o.fl.

Valsól: Mér þætti gaman að sjá einhvern rökstuðning fyrir tilgátu þinni. Í hvaða veruleika er það sem þessi hlutföll eiga við, og hvort ertu að meina raunvirði, nafnvirði, eða hlutfall af ráðstöfunartekjum? Jafnvel þó það væri rétt að afborganir af húsnæðislánum myndu lækka við inngöngu í ESB, þá yrði líka að taka með í reikninginn þau útgjöld sem myndu bætast við á móti til að standa undir rekstri á bákninu í Brüssel og Berlín. Að gefnum forsendum þínum væri því nær að segja 1,2+X falt á móti 17 falt (deilt með verðbólgu), þar sem X er óþekkt breyta. Hversu stór hún getur orðið vitum við ekki og munum litlu fá að ráða um það ef við verðum útnárahreppur í stóru ríkjasambandi.

Andri Geir: Rétt eins og Valsól þá þykir mér þú bera saman epli og appelsínur. Hér er um að ræða innlendan kostnað sem er mældur í íslenskum krónum. Gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er hinsvegar mælikvarði á verðmæti þeirra útflutningsvara sem við seljum til annara landa, og skiptir því litlu máli í því sambandi.

---

Það er stór misskilningur að halda að vinna okkar og þær vörur sem við framleiðum verði sjálfkrafa mikið verðmætari í augum annara ríkja þó við myndum ganga í ESB eða taka upp nýjan gjaldmiðil. Má þar t.d. benda á að launamunur milli svæða innan Evrópusambandsins sjálfs er ekkert minni en utan þess. Einnig get ég nefnt sem dæmi að í Hollandi er reynsla venjulegs launafólks sú að vöruverð í verslunum hækkaði almennt í kjölfar upptöku Evrunnar þar í landi.

Það má endalaust deila um það hvort það sé þjóðhagslega hagkvæmt að ganga í ESB eða taka upp Evru sem gjaldmiðil. Mín skoðun er sú að við getum aldrei vitað það fyrir víst fyrr en á reynir, og það er miklu auðveldara að vera vitur eftirá en fyrirfram. Þegar spurningin er þannig orðuð er líka í rauninni verið að spyrja rangrar spurningar. Í gjaldmiðlamálum væri e.t.v. réttara að spyrja hvort við getum yfirhöfuð innleitt Evruna í náinni framtíð, þar sem við uppfyllum sem stendur engin af þeim skilyrðum sem þarf til þess og munum ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð, en hingað til höfum við reyndar aldrei uppfyllt þau öll samtímis. Varðandi hugsanlegt fullveldisafsal samhliða inngöngu í sjálft sambandið, vil ég frekar varpa því fram hvort það eigi yfirhöfuð að vera spurning um peninga? Ég kannast ekki við að þegar Ísland varð fullvalda ríki og menn börðust fyrir sjálfstæðinu hafi sú spurning verið ofarlega á baugi hvað væri bókhaldslega hagkvæmast, heldur fyrst og fremst hvað væri réttast fyrir íslensku þjóðina. Ef hagkvæmni ætti að ráða för í öllum málum er ég ekki viss um að ég vildi búa í slíku þjóðfélagi, því hugsjónir eru aldrei ókeypis! (Spyrjið bara Tíbeta...)

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband