Sigur Rós með þrjár af 20 bestu!
18.6.2009 | 09:27
Bestu flytjendur m.v. fjölda platna á lista Rásar 2 og tonlist.is yfir 20 bestu plötur Íslandssögunnar.
#1 Sigur Rós (3)
#2 Björk (2-3 eftir því hvort Sykurmolar teljast með)
#3-6 Spilverk Þjóðanna, Bubbi Morthens, Emilíana Torrini, Stuðmenn (2)
Aðrir sem eiga eina plötu hver á topp-20: Trúbrot, Megas, Þursaflokkurinn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sykurmolarnir, Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson, Hrekkjusvín, Mugison.
Allt eru þetta fyrsta flokks tónlistarmenn, en ástæðan fyrir því að ég stilli þessu svona upp er að sjálfsögðu sú að Sigur Rós er uppáhalds hljómsveitin mín. Þessi árangur hlýtur að vekja athygli fyrir þær sakir hversu nýlegar plöturnar þeirra eru, en sú elsta sem kemst á listann er aðeins 10 ára um þessar mundir. Ég óska liðsmönnum Sigur Rósar hjartanlega til hamingju með góðan árangur, og þeir eru svosem búnir að þakka fyrir sig en ein af plötum þeirra á listanum heitir einmitt Takk. ;)
Ágætis byrjun best allra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.