Er búið að ákveða þetta allt saman?
15.6.2009 | 08:51
Það jaðrar við fáránleika hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar haga sér eins og ESB-aðildarumsókn og fullveldisafsal Íslands sé fyrirfram ákveðið. Ég stóð í þeirri meiningu að fyrst þyrfti að leita samþykkis þings og þjóðar, en þessi ríkisstjórn sem valdið hefur miklum vonbrigðum virðist ekki vera mjög upptekin af slíkum "formsatriðum". Fyrirhyggjusemi er ekki nýtt fyrirbæri þegar vinstrimenn eru annarsvegar, en þetta ber nú öllu meiri keim af einhverskonar landráðastefnu! Og hverskonar forgangsröð er það á meðan heimilin "brenna upp" sem aldrei fyrr, ég bara spyr?
Sem stjórnarmaður í Samtökum Fullveldissinna lýsi ég yfir andstöðu minni við það að fulltrúar íslensku þjóðarinnar séu að véla um þessi mál á fundum út um landið með kollegum sínum frá Norðurlöndunum. Ég hélt í alvöru talað að svona einka-fundir á afviknum stöðum með einka-þotu liði væru liðin tíð í íslenskum stjórnmálum, það er eitthvað svo... "2007"!
Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt það líka...
Sigurjón, 15.6.2009 kl. 16:36
Ég skil þetta ekki heldur!!!! Annars held ég að ansi mörgu sé leynt fyrir þjóðinni sem þessi vanhæfa ríkisstjórn vill ekki að við vitum um því þá yrði allt vitlaust hér á landi,þetta skal þagað þangað við getum ekki gert neitt því þá er það orðið of seint
Marteinn Unnar Heiðarsson, 15.6.2009 kl. 21:52
Það sem þú fjallar um Guðmundur, er vissulega stór-merkilegt. Samfylkingin virðist lifa í heimi sjálfsblekkingar, eða áætlun um að blekkja þjóðina. Að minnsta kosti hef ég ekki áður kynnst svona sviðsetningum. Sossarnir fullyrða að ákveðið hafi verið að sækja um ESB-inngöngu. Þessu ljúga þeir bæði heima og erlendis.
Lygarnar byrjuðu eftir kosningarnar, þegar Samfylkingin lýsti yfir sigri þótt hún fengi minna fylgi en 2003 og tækist ekki að vinna upp tapið frá 2007. Þessi leiksýning hefur síðan haldið áfram og tekið á sig hinar skringilegustu myndir. Þannig fór Össur í skemmtiferð til Möltu og notaði tækifærið til að slá um sig, á meðal heimamanna með sögum um fyrirhugaða aðildarumsókn. Núna eru ráðherrar frá Skandinavíu dregnir á asnaeyrunum, til að vitna í Sjónvarpinu. Hvílíkur skrípaleikur hjá skrípa-ríkisstjórn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.6.2009 kl. 22:31
Við erum á 'The Road to Hell' ef við tökum okkur ekki saman í andlitinu og mótmælum af krafti.
Ísleifur Gíslason, 17.6.2009 kl. 21:07
Í þessu samnhengi vil ég benda á nýjustu færslu mína sem fjallar um athyglisverðar (þó vissulega langsóttar) hliðstæður milli stöðu Íslands í yfirstandandi milliríkjadeilu vegna IceSave, og þess sem er að gerast í Íran um þessar mundir. Botnin í þeirri röksemdafærslu er sá, að ef þeira ætla sér að fella einhvern þessir stóru og sterku, þá gera þeir það einfaldlega! Aðferðirnar sem þeir beita eru bara misjafnlega harðsvíraðar eftir atvikum.
"Beware of Greeks bearing gifts!"
P.S. Gleðilega þjóðhátíð. Vonandi verður hún ekki sú síðasta...
Guðmundur Ásgeirsson, 18.6.2009 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.