Gott framtak!

Óskaplega er ég feginn að komin sé fram vettvangur fyrir undirskriftasöfnun hjá þeim vilja ekki að Ísland gangi í ESB. Áður hafði verið opnaður vefur þar sem fjöldi ólíks fólks kom sér saman um að segjast vera "sammála" þó aðeins sé um eitt málefni. Þessi nýja síða er hinsvegar tileinkuð öllum þeim sem eru ósammála því að ESB-aðild sé einhver töfralausn. Mótmælum fullveldisafsali og skrifum undir því til staðfestingar!

Það er í lagi að vera ósammála!


mbl.is Ósammála punktur is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Guðmundur um að vera ósammála fólkinu sem treystir sér ekki til að ráða sínum málum sjálft. Ég hef spurt nokkra bloggara þeirrar spurningar hvernig þjóðin getur komist útúr ESB, hafi hún komið sér þangað inn. Enginn þeirra hefur haft kjark til að birta mínar athugasemdir, né heldur svarað spurningunni.

Brynjar Sindri Sigurðarson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef líka grennslast fyrir um þetta eftir öðrum leiðum og komist að þeirri niðurstöðu að svarið er einfaldlega ekki til. Hvergi í lögum og samningum Evrópusambandsins er að finna neina lýsingu á því hvernig hægt sé að draga sig út úr því. Enda hefur ekkert ríki gert það hingað til, eina tilvikið þar sem þjóð hefur dregið sig út úr samstarfinu er Grænland, sem þrátt fyrir það heyrir undir dönsk lög og þar með óbeint löggjafarvald Brüssel.

Á Wikipedia má m.a. finna þetta:

Withdrawal from the European Union

... ... ... 

No European Union (EU) member state has ever chosen to withdraw from the European Union, though some dependent territories or semi-autonomous areas have left. Of these, only Greenland has explicitly voted to leave, departing from the EU's predecessor, the European Economic Community in 1985. The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the the Community.

... ... ...

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Búinn að skrifa undir

Ísleifur Gíslason, 23.4.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að benda mér á þennan undirskriftarlista!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.4.2009 kl. 00:13

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Brynjar Sindri, ef þjóð vill hætta samstarfi við ESB, eða hvaða bandalag sem er, þá bara hættir sú þjóð samstarfinu, segir upp samningnum og segir gúdd bæ. Það er nú ekki svo flókið...

Þó ég hafi skráð mig á sammala.is þá er ég sammála því að osammala.is sé jafn mikilvægur listi.

Baldvin Björgvinsson, 27.4.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband