Byltingin étur börnin sín
3.4.2009 | 20:16
L-listinn hefur ákveðið að draga sig út úr kosningabáráttunni og hefur verið hætt við framboð á vegum samtaka fullveldissinna. Þetta eru grátleg málalok, en fylgiskannanir að undanförnu virðast því miður sanna hið forkveðna að byltingin étur börnin sín. Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem hafa tekið þátt í starfi L-listans og vonandi verður framhald á því, en við vissum þó alltaf að á brattann væri að sækja. Gleymum ekki að það eru í mesta lagi fjögur ár til næstu kosninga, og sumir spá því að það gæti jafnvel orðið fyrr. Sá tími getur nýst til að safna styrk og fara í þá nauðsynlegu undirbúningsvinnu sem því miður vannst ekki tími fyrir í þetta sinn.
Fyrir mitt leyti lýsi ég yfir varnarsigri fyrir okkur fullveldissinna, og vísa þar m.a. til niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokks um afstöðu gagnvart ESB. Það vekur hinsvegar áhyggjur að nú virðast aðeins þrír flokkar koma til greina að há raunverulega baráttu um valdataumana, einn þeirra hefur afsal á fullveldi landsins beinlínis á stefnuskránni, annar er sósíalistaflokkur með sterka tengingu til Noregs að því er virðist, og sá þriðji yfirlýstur fasistaflokkur með nýkjörinn formann beint úr stjórn enn eins olíusamráðsfélagsins. Má ég þá frekar biðja aftur um íhald og krata (án sósíal- viðskeytisins)? Framsókn tel ég til hinsvegar nú orðið sem smáflokk með sín 10%, og megi jafnvel una vel við þann hlut, en Frjálslyndi flokkurinn er í þann mund að þurrkast út og spurningin e.t.v. farin að snúast um hvenær botninn dettur úr þar.
Nú get ég víst ekki sagt X-L lengur (allavega að sinni) en hinsvegar kemur ekki til greina að ég lýsi stuðningi yfir neinn af hinum listunum, að fjórflokknum undanskildum virðist aðeins einn valkostur eiga möguleika, og nái sá hópur árangri segist hann ætla að leggja sig niður. Bestu kveðjur til allra tilvonandi kjósenda, og um leið harma ég það ef ekki tekst að bera á borð fyrir ykkur raunhæfa valkosti aðra en þá stöðnun að nákvæmlega sömu gömlu flokkarnir verði áfram á þingi.
Hættir við þingframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Mummi og gleðilega páska.
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að vel yfir 90% þjóðarinnar ætla að kjósa sömu flokkana aftur og aftur. Það er rétt sem sagt hefur verið: Íslenzkir kjósendur eru sauðir upp til hópa...
Sigurjón, 12.4.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.