GWB er vel með á nótunum

Í tengslum við þessa frétt um yfirvofandi vatnsskort má geta þess að maður að nafni George W. Bush hefur einmitt fest kaup á stóru landi í S-Ameríku. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki vildi svo 'heppilega' til að það liggur hjá einu stærsta ferskvatnsbóli heims, Guaraní í Paraguay, og skammt frá næststærstu gaslindum álfunnar í nágrannaríkinu Bólivíu. Ekki skemmir heldur fyrir að í næsta nágrenni er bandarísk herstöð og samningur er í gildi um 'legal immunity' fyrir alla bandaríska hermenn í Paraguay. Hmmm...... hvað svo sem verða vill þá er a.m.k. forvitnilegt hvað svona menn aðhafast, sem vafalaust vita meira en við hin sem teljumst til 'almúgans'.

P.S. Flúðu ekki Nasistarnir sem afi hans verslaði fyrir líka til S-Ameríku og komu sér þar fyrir? Fyndið hvernig sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig.


mbl.is Vatnsskortur í heiminum 2025
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki vildi ég hafa hann í mínum bakgarði.

Kolla (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:53

2 identicon

Þess má einnig geta að Bilderberg hópurinn setti það á stefnuskrá hjá sér árið 2000 að komast yfir ferskvatn. Svo ætlum við að hleypa alþjóða glæpasjóðnum í okkar auðlyndir...

Rikilius (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband