Kemur úr athyglisverðum félagsskap

Norski milljónamæringurinn Svein Harald Øygard hefur verið skipaður Seðlabankastjóri til bráðabirgða. Svein starfaði um árabil hjá norska Seðlabankanum og var aðstoðarfjármálaráðherra Noregs 1990-1994, en reynsla hans af störfum á sviði ríkisfjármála er víðtæk svo vægt sé til orða tekið. Hvort það er kostur eða galli er svo annað mál í ljósi kringumstæðna...

Öllu merkilegri hlýtur þó að teljast vinnustaður hans í seinni tíð, en frá árinu 1995 starfaði hann hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði og meðal viðskiptavina þess eru mörg af stærstu fyrirtækjum heims ásamt ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum, en á lista yfir fyrrverandi og núverandi starfsmenn þar má finna ansi mörg athyglisverð nöfn. Það er að minnsta kosti ljóst að Sveinn Haraldur kemur úr mjög "alþjóðavæddu" starfsumhverfi, en ég birti hér nokkur útvalin dæmi um fyrrverandi kollega hans hjá McKinsey:

Merkilegur félagsskapur þetta, og víða tengsl við kunnugleg nöfn á borð við Clinton, Obama, CFR og Bilderberg, fullt af tengslum við bæði Wall Street og ríkisfjármál. Hmmmmm.......  hlutlaus og óháður seðlabankastjóri??? Dæmi hver fyrir sig!

 


mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, það er hægt að átta sig á ýmsu um fólk með því að skoða hvar það hefur unnið, við hvað, og ekki síst með hverjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband