Hver er maðurinn? Timothy F. Geithner.
23.1.2009 | 02:04
Öldungadeild Bandaríkjaþings er um það bil að greiða atkvæði um að staðfesta skipun Timothy F. Geithner í embætti fjármálaráðherra í "ríkisstjórn hinna miklu breytinga". Í ljósi efnahagskrísunnar og stöðu Bandaríkjanna í heimsmálum mun þetta embætti verða afar veigamikið á næstu misserum, og því er kannski við hæfi að átta sig aðeins á því hver maðurinn er.
Hverra manna?
- Afi hans, Charles F. Moore, var einn af ráðgjöfum Eisenhower forseta og varaforstjóri Ford bílaverksmiðjanna.
- Faðir hans, Peter F. Geithner, var verkefnastjóri Asíudeildar hjá Ford Foundation.
Námsferill
- Útskrifaðist 1983 frá Dartmouth College með gráð í stjórnvísindum og Asíufræðum.
- Lauk 1985 Mastersnámi í alþjóðahagfræði og Austur-Asíufræðum frá Johns Hopkins University.
Aldur: 47
Fyrri störf:
- 1985-88 hjá (Henry) Kissinger & Associates.
- 1988-98 ýmis ábyrgðarstörf hjá alþjóðasviði Fjármálaráðuneytisins.
- 19982001 Aðstoðarráðherra alþjóðafjármála (fulltrúi hjá IMF og Alþjóðabankanum).
- 2001-2003 Deildarstjóri stefnumótunar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).
- 2003-2008 Seðlabankastjóri hjá alríkisbankanum Federal Reserve Bank of New York.
- 2003-2008 Sæti í markaðsnefnd alríkisbankans, Federal Open Market Commitee (FOMC)
- 2005- Formaður G10 nefndar um greiðslukerfi hjá Bank for International Settlements (BIS).
- 2009- Fjármálaráðherra í ríkisstjórn Barack Obama.
Samhliða opinberum störfum á hann sæti í eftirfarandi "hugveitum":
- Stjórnarmaður í The Economic Club of New York.
- Síðan 2001: Stjórnarmaður hjá Center for Global Development.
- Síðan 2002: Council on Foreign Relations (CFR), Senior Fellow.
- 2004 og 2008: ráðstefnugestur Bilderberg hópsins.
- Síðan 2006: meðlimur í Group of Thirty (G30).
Helstu "afrek":
- "Aðgerðastjórn" í fjármálakreppum ýmissa ríkja á síðasta áratug.
- Brasilía, Mexíkó, Indónesía, Suður-Kóra, Thailand.
- Hafði "innflutta" húshjálp árið 2005 starfandi lengur en atvinnuleyfi hennar heimilaði.
- "Láðist" að telja fram og greiða fullan skatt (ca. 40þús. $) af launum sínum hjá IMF.
- Stóð skil á hluta upphæðarinnar eftir skattrannsókn árið 2006.
- Greiddi afganginn rétt áður en tilkynnt var um ráðherraskipan 2008.
- Umsjón með "björgunaraðgerðum" í fjármálakrísunni 2008:
- Þjóðnýting Bear Stearns bankans (30 milljarðar $) og brunaútsala.
- Yfirtakan á hinu risavaxna AIG tryggingafélagi (85 milljarðar $).
- Átti stóran hlut í þeirri ákvörðun að Lehman Brothers bankanum yrði ekki bjargað.
- Lehman fór svo á hausinn, og tók m.a. íslenska bankakerfið með í fallinu.
Geithner hefur komið víða við og býr vafalaust yfir mikilli reynslu, nánari athugun á nöfnum þeirra aðila sem hann tengist gegnum störf sín er merkileg út af fyrir sig (CFR, Bilderberg, IMF & the Fed). Það hversu "innmúraður" hann virðist vera í ákveðinn valdastrúktúr sem hefur haldið um stjórnartaumana undanfarna áratugi vekur samt óneitanlega upp spurningar um hvort loforð Obama um Breytingar séu kannski orðum aukin?
Aðrir í ríkisstjórn Obama sem tengjast CFR/Bilderberg o.þ.h. (heimild, AFP):
- Joe Biden - varaforseti (fráfarandi form. utanríkismálanefndar)
- David Axelrod - aðalráðgjafi (sá sem heldur í strengina???)
- Hillary Clinton - utanríkisráðherra (say no more!)
- Susan Rice - sendiherra hjá Sameinuðu Þjóðunum
- Robert Gates - varnarmálaráðherra (viðriðinn Iran-Contra hneykslið)
- Janet Napolitano - heimavarnaráðherra (dómsmálaráðherra Clintons)
- James L. Jones - þjóðaröryggisráðgjafi (í stjórn Chevron & Boeing)
- Dennis C. Blair - yfirmaður njósnastofnana (Dir. National Iintelligence)
- Eric Holder - dómsmálaráðherra (fv. aðstoðarráðherra Janet Reno)
- Bill Richardson - viðskiptaráðherra (fyrrum starfsm. Kissinger assoc.)
- Paul Volcker - formaður efnahagsbatanefndar (fv. seðlabankastjóri)
- Lawrence Summer - efnahagsráðunautur (Rockefeller uppalningur)
- Tom Daschle - heilbrigðisráðherra (fv. kaldastríðsnjósnari)
- Rahm Emanuel - starfsmannastjóri Hvíta Hússins
- Benjamin faðir hans var meðlimur í Irgun Zíonistahreyfingunni
Heimildir:
- Wikipedia
- Federal Reserver Bank of New York (mynd)
- American Free Press (Obama Bilderbergers)
- Council on Foreign Relations (Dennis Blair)
Geithner fær staðfestingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 24.1.2009 kl. 22:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.