"Íslenskir bankar standa á traustum grunni!" ???

Svona ummæli létu ýmsir háttsettir aðilar út úr alveg fram í september 2008. En hvernig getur sá sem þannig talar núna ætlast til þess að verða tekinn alvarlega? Ef það er eitthvað sem reynsla undanfarina missera hefur kennt fólki þá er það að taka ekki mark á svona ummælum frá stjórnendum bankanna. Þegar þessir menn koma fram eða láta hafa eftir sér opinberlega að "ekkert sérstakt sé á seyði" í bönkunum, þá fyrst er voðinn vís!

P.S. Ef maður tekur samt orð Ásmundar bókstaflega þá hlýtur það að útskýra hvers vegna fyrirtæki fá ekki lánsfé og heimilin enga fyrirgreiðslu í bönkunum. Það er bókstaflega ekkert að gerast þar, en hvað erum við þá eiginlega að borga þeim milljónir á mánuði fyrir gera? Dusta rykið af málverkunum eða hvað???

Wink


mbl.is Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsbankinn er á leið í þrot á næstu mánuðum. Ríkið mun ekki geta ábyrgst innistæður sparifjáreiganda og þeir munu því tapa öllu sparifé sínu. Svo einfalt er nú það, því miður.

Öryrkinn (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband