Mbl.is eftirá - bofsið skúbbar enn á ný!
28.11.2008 | 12:33
Loksins kemur fram hjá mbl.is að þessi flugvél hafi verið á vegum fyrirtækis í eigu íslenskra aðila, sem er sennilega fréttnæmasta staðreynd málsins fyrir okkur hérna á Íslandi. Í gærkvöldi voru birtar heilar tvær fréttir um þetta slys, þar sem þetta kom hvergi fram. Athyglisvert að frásögn mbl.is í þetta sinn er að hluta til ekkert nema endursögn á færslum sem ég skrifaði um þetta í gærkvöldi, en í heimi netmiðlunar eru 10 klst. langur tími. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég skrifa um eitthvað sem er svo étið upp eftir mér síðar án þess að getið sé heimilda, og enga fæ ég þóknun fyrir. Ég þarf því væntanlega ekki að hafa samviskubit þó ég monti mig pínulítið afþessum árangri.
Ætti ég kannski bara að sækja um starf fréttaritara? Ef einhver vill ráða mig til starfa þá veitir ekki af tekjunum í þessu kreppuástandi sem hér ríkir!
Var í leigu hjá XL Airways | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.