Flaumur Group ?

Það verður forvitnilegt að vita hvað verður nýtt nafn 365 hf.

Þar sem félög tend Jóni Ásgeiri eru gjarnan auðþekkjanlega af nafninu einu saman datt mér í hug þessi orðaleikur, en Flaumur Group er auðvitað sett saman úr nöfnunum FL Group og Gaumur.

Wink

Þegar Bónus eignaðist Hagkaup á sínum tíma varð úr því fyrirtækið Baugur. Seinna varð Baugur að alþjóðlegu fjárfestingarfélagi og verslanirnar hér heima voru settar í eignarhaldsfélag sem heitir Hagar. En nú þarf að draga saman seglin og hugsanlega selja erlendar eignir, sameina félög og endurskipuleggja. Vonandi missir Baugur samt ekki allar erlendr eignir sínar því þá yrðu aðeins Hagar eftir, og afsprengið þess yrði væntanlega: Haugur. Augljóslega gæti það aldrei gengið...

Tounge

P.S. Var ekki viss hvort þetta ætti heima undir "Viðskipti og fjármál" svo þetta endaði að lokum í flokknum "Spaugilegt".


mbl.is Nýtt nafn og stjórn hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Sniðugur!

Þeir gætu líka tekið 6 úr þessu gamla og sagt Flaumur 666 Group

Hansína Hafsteinsdóttir, 22.11.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband