Mislýsingar? (=misvísandi upplýsingar)

Upp á síðkastið eru misvísandi upplýsingar og sögusagnir orðnar svo algengar í íslenskum fjölmiðlum að ég legg til að innleitt verði eftirfarandi nýyrði, þó ekki væri nema bara til að spara okkur smá innslátt hér á blogginu:

Mislýsingar :

  1. Óstaðfestar eða véfengjanlegar upplýsingar sem ganga þvert á aðrar óstaðfestar eða véfengjanlegar upplýsingar, og þjóna oftar en ekki þeim tilgangi að villa fyrir sýn á hinar raunverulegu staðreyndir málsins.
  2. Fleirtala orðsins mislýsing sem gæti t.d. átt við beina útsendingu frá íþróttakappleik þar sem dómarinn er farinn í kaffi og á meðan hafa slagsmál brotist út meðal leikmanna og þjálfara beggja liða, en í stað þess að segja rétt frá heldur útvarpsþulurinn áfram með lýsingu á ímynduðum kappleik sem á sér enga stoð í veruleikanum, e.t.v. til þess eins að halda hlustendum rólegum hjá viðtækjunum. *
* Á sérstaklega við þegar óttast er að hlustendur kunni að mæta næst á völlinn og blanda sér í slaginn í bókstaflegri merkingu. Undir slíkum kringumstæðum gæti nefninlega skapast hættulegur óróleiki meðal almennings, sérstaklega þar sem þau safnast saman á almannafæri í hópum...

Öðrum sem vilja taka þátt í nýyrðasmíðinni er frjálst að bæta við sínum eigin tillögum. Lengi lifi íslenska tungumálið!

Wink
mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Málið er að hér fór af stað ferli, sem allir þeir sem á er bent áttu sök á. Það er því vonlaust að reyna að ráða í þessar bendingar. Það eina sem það gerir er að dreifa athyglinni frá úrræðunum og því sem framundan er. Greining á aðdragandanum má bíða, en þeir sem voru þáttakendur eiga ekki að halda embættum á meðan, það er ljóst.

Hér er eitt dæmi um vísvitandi blekkingar í því sem ekki er sagt, fremur en því sem sagt er: http://bjb.blog.is/blog/bjb/#entry-705206

Works both ways er það ekki? Alger yfirhylming þar sem allir eru sekir. Það er skýringin.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband