Listaverk góð langtímafjárfesting

Er ekki einmitt sagt að listaverk séu góð langtímafjárfesting, bara svo lengi sem fólk geti beðið með að innleysa fjárfestinguna þangað til í góðæri? Finnst það eiga prýðilega við í þessu tilviki, á margan hátt. Myndskreytingin er samt full ósmekkleg á peningaseðla sem margir myndu eflaust veigra sér við að hafa í veskinu nálægt myndum af fjölskyldunni eða ástinni sinni. Ætti hugsanlega betur heima á plakati undir fyrirsögninni: "Eftirlýstur af Alþjóðabankanum fyrir glæpi gegn hagkerfinu".

Sjá einnig fyrri umfjöllun mína um þessa gervipeninga sem eru í umferð (og má reyndar finna víða um þessar mundir).

P.S. af vef Seðlabanka Íslands:

"Bent er á að ekki er heimilt að breyta myndefni íslenskra peningaseðla og birta skrumskældar eftirgerðir þeirra, hvort sem er í prentuðu máli eða í ljósvakamiðlum..."

Sé ég nokkuð málsókn á hendur mbl.is og visir.is í uppsiglingu...? Grin

10.000 kr.


mbl.is Tíuþúsundkallinn var hluti af lokaverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband