"Duftumslögin" (endursýnt efni)
27.10.2008 | 20:17
Fólk rekur e.t.v. minni til þess hvenær síðast bar á svona löguðu af einhverju ráði, en það var dagana í kjölfarið á 9/11 2001. Atburðarásin þessa dagana er ekkert síður óraunveruleikakennd nú heldur en þá, ætli þetta sé "fyrirboði"?. Ef eitthvað er að marka samsæriskenningarnar (sem upp á síðkastið minna meira á raunveruleikan en nokkuð annað), þá eru alltaf sendar út vísbendingar áður en eða um það leyti sem einhverskonar leynilegar aðgerðir undir fölsku flaggi fara í gang. Spurning hvort það verður einhverskonar árás í þetta sinn eða kannski bara enn eitt efnahagslegt stóráfallið, það er erfitt að sjá það fyrir úr fjarlægð þó ýmis teikn séu á lofti. Stærst þeirra eru auðvitað komandi kosningar vestanhafs. (4. nóv. 2008)
Skrifstofur Reuters í New York rýmdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Var þetta ekki innanhúspóstur? Töffarinn á 3ju hæðinni að senda vini sínum á 5tu hæðinni smá coke.
Thee, 27.10.2008 kl. 20:28
Eftir hryðjuverka árásina 11 September 2001 var mikið um miltisbranda hryðjuverka árásir.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 04:20
Einmitt það sem ég er að reyna að benda á Arnar, þá er eins og verið sé að "hækka hitann" út um allt núna. Georgíustríðið í lok sumars, Ísland, Pakistan o.fl. á barmi gjaldþrots, mið-austurlöndin orðin aftur að tifandi tímasprengju, og svo eflaust fleiri staðir sem minna ber á í fréttum. Ætli röðin komi e.t.v. að BNA í vetur í kjölfar kosninganna? Sum lögregluumdæmi þar vestra eru fyrir þónokkru síðan byrjuð að búa sig undir kynþáttaóeirðir ef svo skyldi fara að Obama sigri ekki, hmmmm. Það þarf ekki stóran neista í slíka púðurtunnu, ímyndið ykkur t.d. ef það yrðu framin hryðjverk eða einhverskonar árás á sjálfa kosninganóttina...
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.