Velkomin í 21. öldina.

Á þessum erfiðu tímum er kannski góðs viti að í dag hófst mokveiði á síld á Breiðafirðinum. Eitt skipanna kom að landi með nótina rifna, svo fullur er sjórinn af síld! Verðmæti þessarar vöru til útflutnings vex nú hratt og verð á mörkuðum er hátt vegna gengishrunsins, en matvælaverð á heimsmarkaði er á sama tíma í sögulegu hámarki sem spáð er að muni fara enn hækkandi. Jafnvel bara skepnufóður, sem unnið er m.a. úr fiskimjöli, hefur snarhækkað í verði eins og bændur þessa lands eru byrjaðir að finna fyrir. Við búum að slíkum gæðum á þessu landi að við getum hæglega með útsjónarsemi verið sjálfum okkur nóg, hér eru dæmi um mikilvæg skref í þá átt: Aukin fjölbreytni í sjávarútvegi, t.d. mætti girða af 1 stk. fjörð og breyta honum í þorskeldisstöð, einnig þarf að horfa til "nýrra" fisktegunda sem sækja nú æ lengra norður á bóginn með hækkandi sjávarhita. Efla skal landbúnað og stórauka hampræktun en úr honum má vinna margt þ.m.t. eldsneyti á brunahreyfla, t.d. fyrir landbúnaðartæki. Svo má alls ekki virkja meira, nema það verði gert í þeim tilgangi að famleiða vetni til að nota sem eldsneyti á ökutæki og jafnvel skipaflotann sem má auk þess seglvæða með nýjustu tækni því næg er vindorkan í Norðurhöfum. Nú ríður á að finna innlendar lausnir við takmörkunum sem orðið geta á innflutningi, en þar vega matvæli, lyf og eldsneyti þyngst. Við búum sem betur fer svo vel að vera lyfjaútflytjandi, þökk sé Actavis en það er fyrirtæki sem verður nú að verja með öllum ráðum, ásamt öðrum framsæknum útflutningsfyrirtækjum á borð við þá félaga Össur og Marel svo dæmi séu tekin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband