"Hitt" sjónarhornið

Hér er sjónarhorn sem fæstir virðast sjá í umræðunni um þá heimsviðburði sem nú ganga yfir landið:

Þeir sem hafa undanfarin 8 ár unnið við að móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna eru flestir gamlir kaldastriðs-haukar með hagsmunatengsl við stórar iðnaðar- og vopnaframleiðslu samsteypur, ein sú stærsta er British Aerospace eða BAE Systems sem er NB í eigu Breta! Aðilar í þessum geira fengu talsverðan skell þegar Sovétríkin urðu skyndilega gjaldþrota og mikill niðurskurður var gerður á vígbúnaði í kjölfarið. Á meðan Clinton sat í embætti notuðu þeir svo tímann til þess að skipuleggja valdaránið sem var framið í forseta"kosningunum" árið 2000, og undirbúa áætlanir til að hrinda í framkvæmd "endurkomu" kalda stríðsins. Til að geta hrint þeim í framkvæmd vantaði hinsvegar nógu gott tilefni, en það birtist þeim svo á silfurfati þann 11. september 2001 og síðan þá hefur allt stefnt á einn veg. Sá atburður leiddi m.a. til setningar þeirra hryðjuverkalaga sem nú er búið að beita gegn íslenskum fyrirtækjum, með íslensku starfsfólki!

Það eru fleiri en við Íslendingar sem stöndum frammi fyrir stóratburðum af þessu tagi, það sem hér er að gerast er nefninlega aðeins smækkuð mynd af atburðarás sem mun líklega breiðast eins og eldur í sinu út um hagkerfi vesturlanda á næstunni. Í stóru myndinni snýst þetta nefninlega að miklu leyti um óhjákvæmilegt þrot bandaríska hagkerfisins sem nú stendur yfir þrátt fyrir "björgunaraðgerðir" stjórnvalda. Skuldir þeirra gagnvart m.a. Kína, Rússlandi og ýmsum Arabaríkjum eru gríðarlegar og er mjög stutt í að bara vextirnir af þeim verði stærri en þjóðarframleiðslan sem þýðir auðvitað sjálfkrafa gjaldþrot. Fyrir utan skakka upplýsingagjöf útávið (um nokkra hríð hafa þeir "matreitt" tölurnar fyrir skýrslur sem eru ekki leynilegar), þá er það eina sem hefur í raun komið í veg fyrir að búið sé að grípa inn í fyrr sá fælingarmáttur sem felst í herstyrk bandaríska heimsveldisins. En nú er það að hruni komið og þeir sem þar hafa yfirsýn gera sér ágætlega grein fyrir því hverskonar afleiðingar það getur haft, en þegja hinsvegar þunnu hljóði um staðreyndir málsins af ótta við reiði almennings þegar sannleikurinn kemur í ljós. Í þinginu þar vestra var haldinn lokaður fundur fyrr á þessu ári sem á sér fá fordæmi, en skv. einu óstaðfestu frásögninni af þeim fundi var umfjöllunarefnið nokkuð sambærilegt við það sem fram fór hér á Íslandi á lokuðum fundi flokksformanna með Seðlabankastjóra, Fjármálaeftirlitinu og fleirum í Alþingishúsinu á mánudaginn sl.

Því miður hef ég illan grun um að efnahagslega séum við nú komin í svipaða stöðu og Georgía er komin í hernaðarlegum skilningi, við erum aðeins peð í heimspólitísku endatafli!

Guð blessi Ísland.

P.S. Hvet alla sem hafa áhuga á að vita meira um það sem er núna að gerast að lesa bókina Falið Vald sem er aðgengileg á vefnum. Eftir að hafa lesið hana öðlast maður talsvert breytta sýn á þá atburði sem nú er fjallað um í fjölmiðlum á degi hverjum, eitt sem gerist er t.d. að ólíklegustu atburðir hætta að koma manni á óvart og þetta byrjar að minna frekar á kvikmynd þar sem manni finnst maður hafa lesið handritið. Gott dæmi er að það liggur við að manni þyki barasta viðeigandi að fréttamannafundir ríkisstjórnarinnar skuli vera haldnir í gömlu leikhúsi! Þetta er nefninlega allt saman eitt stórt sjónarspil, og nú falla leiktjöldin hvert um annað eins dómínókubbar...


mbl.is Ísland enn í kastljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

audvitad er tetta leikur teirra stóru skodid http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en 

er tetta veruleikinn ??? ég veit ekki en get ekki annad en spekulerad

Pétur Hlíðar Magnússon, 12.10.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband