Bandaríkin stefna í gjaldþrot

Það er varla um annað ræða fyrst þeir sjá fram á að eiga ekki einu sinni tryggingar fyrir bankainnistæðum, hvernig fer þá með ýmis opinber útgjöld til að mynda launagreiðslur til ríkisstarfsmanna á borð við björgunarsveitir, þjóðvarðlið, slökkvilið og lögreglu, nú eða herinn? Ef eitthvað er að marka tölurnar í fréttinni (sem það er alls ekki því þetta er niðurstaðan eftir að búið er að "snyrta" bókhaldið rækilega og í raun er margt fleira sem spilar inn í), þá hafa skuldir bandaríska ríkissjóðsins aukist um ca. 30% á örfáum vikum og enn sér ekki fyrir endann á vandræðunum! Þetta kemur mér og svosem fleirum sem ég veit af ekkert á óvart, ég hef spáð fyrir óhjákvæmilegu gjaldþroti Dollarahagkerfisins öðru hverju og í vaxandi mæli í nokkur ár og hvergi hvikað frá þeirri skoðun að dæmið sé í raun löngu búið hjá þeim og bara spurning hversu lengi þeim tekst að teygja lopann áður en skellurinn kemur. Þeir sem halda svo að orsök vandans liggi eingöngu í núverandi "lausafjárkreppu" eru ekki að hugsa dæmið frá rótum, það er margt sem liggur að baki sem er ekki endilega verið að kafa djúpt í hjá fjölmiðlunum, svo sem samspil olíuviðskipta á heimsmarkaði og gengi helstu gjaldmiðla. Síðan Saddam nokkur Hussein ætlaði að byrja í trássi við OPEC að selja olíu í Evrum hefur stríðið staðið (í bókstaflegri merkingu!) um að verja hlut dollarans í heimsviðskiptum, sem er það eina sem haldið hefur uppi gengi hans. Bandaríkjamenn framleiða varla lengur neitt sjálfir sem þjónar grunnþörfum heilbrigðs þjóðfélags og svo hefur verið um nokkura ára skeið á meðan innflutningur frá löndum á borð við Kína, Indland o.fl. hefur stóraukist, en helsti vaxtarbroddurinn innanlands hefur verið á sviði vopnaframleiðslu, einkavædds fangelsisrekstrar (í raun vinnubúðir) og hernaðarþjónustu ("security contractors") með tilheyrandi niðurskurði á mannréttindum og öðrum siðferðislegum gildum. Núna upp á síðkastið hafa komið svo mörg teikn á loft um að ég kunni að hafa rétt fyrir mér, að það sér varla til sólar fyrir þeim lengur... Ég ráðlegg þeim sem eiga dollara að reyna að skipta þeim áður en það verður of seint, og helst þá yfir í gull og/eða silfur því áhrifanna kann að gæta á öðrum gjaldmiðlum líka.

P.S. Tek það fram að ég er ekki fjármála"sérfræðingur" og hef í raun afar takmarkað viðskiptavit, þessar hugrenningar mínar eru fyrst og fremst sprottnar af lestri á því sem skrifað er utan alfaraleiðar og jafnvel sumstaðar á milli línanna. Slík "speki" skal því tekin með heilbrigðum fyrirvara og er sett fram hér af fullkomnu ábyrgðarleysi! ;)


mbl.is Björgunarhringur dugar skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saddam karlinn ekki einn um þetta; Hugo Chavez og síðan ekki síst Iran (googlaðu iran oil bursary)...

Einnig er rætt um að henda dollaranum í Rússlandi..... 

 Gjaldþrot USA hefur verið rætt á þinginu þar, sjá James Traficant;United States Congressional Record, March 17, 1993 Vol. 33, page H-1303 

Athugaðu "North American Union" og "Amero" til að sjá hvað stendur til....

magus (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magus, þakka þér fyrir innskotið, eins og þú bendir réttilega á er þetta alls ekkert einhlítt en ég nefndi Saddam og Íraksstríðið aðeins sem dæmi sem flestir gætu kannast við. Ég kannast vel við Amero pælinguna en vissi hinsvegar minna um James Traficant og málflutning hans, eftir smá leit fann ég ágætis útskýringu á því um hvað hann snýst og þakka þér kærlega fyrir. Ég set hér tengil sem útskýrir þetta allt saman í raun mjög vel í frekar stuttu máli (á ensku reyndar), og hvet alla sem hafa áhuga á heimsmálum að kynna sér það.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband