mbl.is vitnar í bofsið?
20.8.2008 | 21:37
Þjóðnýting? Athyglisvert að sjá mbl.is nota það orðalag, en ég hef hvergi séð það orðalag notað nema ef vera kynni af mér sjálfum í athugasemdum hér á blogginu! Sú skoðun að þetta sé í raun þjóðnýting er án efa umdeild meðal sannkristinna nýfrjálshyggjumanna sem vilja sjálfsagt flest frekar en að sjá banka verða þjóðnýtta, hvað þá gjaldþrota!
Spáir gjaldþroti stórs banka í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Ég var að horfa á þýskar fréttaskýringar um stöðuna í USA gagnvart heimsmálunum (Rússagrílunni) og þar virðist mér vera voðinn vís.
Ég grínaðist við ameríska vini mína fyrir nokkrum mánuðum um hvort Obama eða Hillary Clinton myndi verða forseti. Ég hafði enga trú á að annað hvort þeirra myndi ná kjöri vegna þess að meirihluti almennings í USA mun ekki kjósa "litaðan eða kvenkyns" forseta. Ég vonaði það samt, því ég hef trú á að hvorugt þeirra yrði jafn árásargjarn forseti og margir aðrir.
Þannig að samkvæmt mínum heimsendaspám verður enn aftur kosinn herskár sjarmerari...
Í fréttaskýringaþættinum sem ég horfði á áðan var sagt að mikilvægur fundur yrði á næstu dögum þar sem Obama myndi tilkynna hver yrði næstráðandi og að stríðsástandið í Georgíu hefði sett stórt strik í reikninginn fyrir hann. Núna teldi amerískur almenningur í skoðanakönnunum að McCain væri líklegri til að sigra Rússana og næstum meirihlutinn telur að ef Hillary Clinton verður útnefnd sem varaforseti myndu þau Obama eyða meiri tíma í að takast á en takast á við vandamál.
Mér finnst plottið, með að USA samþykkir allt í einu allar kröfur Póllands um hvernig kringumstæður við nýju Rakettustöðina eiga að vera, vera meira en grunsamlegt. Þetta er búið að vera á dagskránni hjá USA í nokkuð mörg ár, svo allt í einu núna?
Hver finnst þér vera verstur? Bush, McCain, Obama, Clinton, Putin eða hinir í litlu löndunum sem næstum enginn hefur heyrt um áður? Og hvaða EU framlínumaður finnst þér vera að standa sig best í samningaviðræðunum?
Með kveðju, Káta
Káta (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 04:28
Hver skyldi eiginlega vera skilgreining þeirra á þessu orði "þjóðnýting"?
Fréttamenn sem stjórnmálamenn virðast nú ansi oft vera svolítið ringlaðir í samsettum orðum... T.d. .."sam"keppni = "sam" ráð, sama sem keppum saman að því samráð með þessu eða hinu..."há"tækni = "há" tekju..sama sem tæknibúnaður fyrir þá ríku....
Þannig að þjóðarnýting.... þýðir = nýtum þjóðina til að borga brúsannn eða notum þegnana..látum þá blæða...
Agný, 27.8.2008 kl. 03:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.