Er það byrjað?
13.8.2008 | 22:12
Vonandi er þetta ekki ætlað sem einhverskonar "aðvörun" til Obama!
Leiðtogi demókrata í Arkansas lést eftir skotárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Nafnlaus (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:43
Nafnlaus, ég spái því reyndar að Obama verði hugsanlega aldrei forseti, þeir verði fyrr búnir að lýsa yfir herlögum og aflýsa kosningunum 2008. Nema ef ske kynni að hann tilnefni Hillary sem varaforseta, en þá yrði hann e.t.v. ráðinn af dögum og hún verður sú sem lýsir yfir neyðarlögum í kjölfarið , ef það verður á annað borð einhver rannsókn þá verða þeir að venju tilbúnir með einhvern "lone gunman" til að kenna um verknaðinn.
Eins og ég hef lengi ýjað að þá eru Bandaríkin í raun orðin gjaldþrota eftir fall olíudollarans og bara tímaspursmál hvenær allt fer um koll. Miðað við hversu óvinsælir valdhafarnir eru þá er raunveruleg hætta á borgarastyrjöld þar, sem hljómar kannski fjarstæðukennt en í raun og veru þá er allt á suðupunkti. Þrátt fyrir tilraunir af hálfu yfirvalda vestanhafs til að fela vandann og fegra ástandið þá er almenningur virkilega að verða blankur, en hvað ætli gerist svo þegar smám saman hætta matvörur o.fl. að koma í búðirnar eins og í Sovét undir það síðasta.
Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður beinlínis á um það sé réttur fólksins að rísa gegn valdhöfum og varpa þeim af stóli hafi þeir tekið sér vald eða misnotað það með ranglátum hætti að mati fólksins. Byssueign er hvergi útbreiddari en í Bandaríkjunum og ef það er nokkur tilgangur með því að verja hana með stjórnarskránni, þá er það nákvæmlega sá sem ég er hér að gefa í skyn. Þennan rétt munu einhverjir vafalaust reyna að nýta þegar fer að reyna meira á þolrifin. Undanfarin misseri hafa fjölmörg sveitarfélög og heilu kjördæmin í sumum fylkjum keppst um að gefa út samþykktir þar sem þess er opinberlega krafist að Bush og Cheney verði settir af og sóttir til saka fyrir afbrot sín. Tillögur í þá veru hafa reyndar verið settar fyrir þingið nú þegar (ekki heyrðum við það í fjölmiðlum!) en fyrir tilstilli Nancy Pelosi voru þau mál mörgum að óvörum sett í nefndardvala, hugsanlega vissi hún þá meira en aðrir um það sem kann að vera í uppsiglingu...
Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2008 kl. 02:34
Sko, ef þú ætlar að vera mað vangaveltur og spádóma um framhaldið í BNA þá verður þú að hafa staðreyndir á hreinu. Veistu sjálfur hvaða rangfærslur eru í færslunni þinni?
Þær eru reyndar ekki margar og miklar en nóg til þess að restin verður marklítil þar sem ein rangfærsla gefur til kynna að aðrar gætu verið líka.
Hin Hliðin, 14.8.2008 kl. 08:41
Sæll vinur.
Ég var í BNA í vor, nánar tiltekið í innsveitum Michigan, og ég verð að segja að ég er mjög smeykur um afdrif bandaríkjanna. Fólk sem var "middle-class" fyrir fjórum árum lifir nú við fátækramörk án þess að nokkuð hafi breyst í þeirra eigin lífi. Þetta fólk, sem allflest kýs Rebúplikana, en veit að það ætti að kjósa Demókrata (e. Republicrats) er orðið hundfúlt. Orðið bylting er notað meira en ég átti von á.
Annað sem mér var sýnt, og flestum fannst undarlegt, var stærsta fangelsi miðvesturríkjanna. Það var tæmt síðasta vetur þrátt fyrir það að fangelsi í BNA eru yfirfull (1% þjóðarinnar er í fangelsi).
Kveðja
Axel ;)
Axel (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:22
Ef ég fer einhverstaðar með rangt mál má endilega benda mér á það eins og hefur svosem gerst áður, og sem fyrr skal ég leitast við að leiðrétta ef um misskilning er að ræða. Ég er alls ekki hafinn yfir gagnrýni og býð Hina Hliðina velkomna að taka þátt í umræðunni en hér er pláss fyrir velflestar skoðanir. Ég er hér aðallega að bera fram vangaveltur um framtíðarmöguleika, fer varlega í fullyrðingar og tek það fram í upphafi að hér sé um "spá" mína að ræða, svo verða lesendur að meta hlutina hver á eigin forsendum.
Takk fyrir innleggið Axel, ég er semsagt kannski ekki bara að freta heitu lofti, væntanlega ekki frekar en Jesse Ventura glímukappi og ríkisstjóri Minnesota sem þykir aldeilis hafa munninn fyrir neðan nefið. Hann hefur lýst opinberlega yfir stórum efasemdum varðandi 9/11 og ætti að vita hvað hann syngur þar sem hann er fyrrverandi Navy SEAL sérsveitarmaður með þjálfun í skemmdarverkum. Hann hefur einnig farið hörðum orðum í gagnrýni á Bush, Cheney og fleiri vandamál í stjórnkerfinu, en nýlega gaf hann út bókina "Don't start the Revolution Without Me!" sem gæti þýtt eitthvað í líkingu við: "Ekki hefja byltinguna án mín!".
Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2008 kl. 14:01
Það sem þú fórst rangt með var það að byssueign væri hvergi útbreiddari en í Bandaríkjunum. Hlutfallslega séð eru svipuð mörg heimili á Íslandi með byssur og eru í Bandaríkjunum. Svo eru ýmis lönd þar sem vopnalög eru frjálsari en í BNA, t.d. Swiss.
Rangfærslan var ekki stór en hún var skiljanleg, Mjög margir halda þessu fram.
Hin Hliðin, 15.8.2008 kl. 08:02
Gott og vel, takk fyrir að benda á þessa athyglisverðu staðreynd sem ég hafði ekki á hreinu. Helsti munurinn er kannski sá að í Bandaríkjunum kaupa menn byssur til sjálfsvarnar, á meðan t.d. á Íslandi og eflaust víðar er það meira til veiða og slíks. Vestanhafs er þetta líka stórpólitískt mál af mörgum mismunandi ástæðum, en þegar öllu er á botninn hvolft væri kannski réttara að tala um að almenningseign á skammbyssum og hríðskotarifflum sé einna útbreiddust í USA... og e.t.v. Pakistan? ;)
P.S. Ég heyrði einu sinni svohljóðandi brandara. Fréttamaður spyr "Ef ráðist verður á okkur, hvernig ættu íbúar í þéttbýlinu að bregðast við hersetu óvinaríkis?" svar varnarmálaráðherrans: "Herseta til langs tíma í bandarísku þéttbýli er óhugsandi, vegna þess hversu vel vopnuð unglingagengin þar eru!"
Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.