Hvers vegna voru þau yfirhöfuð leyfð aftur?
6.8.2008 | 14:28
Fréttin fjallar um gervilitarefni í matvælum sem að sögn geta valdið hegðunarvandamálum hjá börnum. En sú spurning sem er mér efst í huga er, fyrst þessi umræddu gerviefni fyrir matvæli geta valdið ofvirkni og athyglisbresti og voru bönnuð til ársins 1997, hvers vegna í andsk****** voru þau þá eiginlega leyfð aftur eftir það? Og hver er svo galinn að vilja leyfa áfram sölu á slíku, bara svo lengi sem það sé merkt: "VELDUR OFVIRKNI!"??? Þetta er bara rugl! Ef slík skilaboð bera tilætlaðan árangur munu vörurnar einaldlega ekki seljast og hagsmunir framleiðenda af því að virða reglurnar þar með engir.... en þá er tilgangur reglnanna líka farin veg allar veraldar. Lög og reglur verða að vera þannig að auðvelt sé að fylgja þeim því annars eru þau bara hunsuð af venjulegu fólki eins og hver önnur vitleysa. Það ætti að setja þá sjálfsögðu skyldu á herðar þeim sem semja svona reglugerðir að notast við lágmarks heilbrigða skynsemi við vinnu sína.... en þetta er hreinlega heimskulegt! Mig rennir í grun að ástæðuna megi rekja til einhvers er tengist Evrópusambandinu, EES, EFTA eða álíka fílabeinsturni þar sem margar svona reglugerðir eru gjörsamlega úr snertingu við raunveruleikann.
Vilja að skaðlegum efnum verði skipt út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.