Handrit að heimsstyrjöld IV...

Eftirfarandi er skáldskapur, möguleg líkindi með raunverulegum aðstæðum og atburðum í fortíð eða framtíð er hrein tilviljun. Sumt á sér fótfestu í raunveruleikanum en er mögulega tekið úr samhengi og notað sem krydd í frásögnina, sem skal lesast fyrst og fremst til skemmtunar en einnig til umhugsunar.

1. þáttur. Eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að ögra Írönum út í stríð og búa til afsökun fyrir innrás eða beinan hernað gegn þeim, ákveður stjórnin í Washington að til að ná fram markmiðum sínum við Persaflóa verði að leita annara leiða. Eftir bakleiðum (e. "back channels") koma þeir skilaboðum til samstarfsmanna í Tel Aviv um næsta stig aðgerða.

2. þáttur. Ísrael heldur áfram að reka áróður gegn Írönum en á meðan athyglin beinist þangað hafa þeir um nokkurt skeið gert takmarkaðar en nákvæmar loftárásir á nágranna sína Sýrlendinga undir því yfirskini að skotmörkin séu leynilegar kjarnorkuþróunarstöðvar og annað þvíumlíkt. Sýrlendingar halda því hinsvegar fram að um hefðbundin hernaðarskotmörk sé að ræða sem þau eru, enda er eftir nokkrar slíkar árásir búið að lama ýmsa lykilhluta Sýrlenska hersins eins og t.d. samskiptakerfi og birgðastöðvar en án þeirra er langdreginn stríðrekstur ómögulegur fyrir Sýrlendinga.

3. þáttur. Mozzad sendir leynilegan útsendara upp í Gólanhæðir og yfir til Sýrlands með heimatilbúna rakettu sem hann notar til að sviðsetja "eldflaugaárás" á ísraelskt landsvæði.  Á sama tíma er "könnunarsveit" frá ísraelska hernum send á svipaðar slóðir og "óafvitandi" inn á sýrlenskt landsvæði þar sem þeir verða að sjálfsögðu handteknir af annaðhvort Hezbollah eða sýrlenska hernum. Ísraelsk hernaðaryfirvöld sjá sér leik á borði og nota þessar tvær átyllur til að senda skriðdreka sína af stað upp í hæðirnar og gera árás á Sýrland.

4. þáttur. Stjórnvöld í Washington lýsa þegar í stað yfir stuðningi við aðgerðir Ísraelsmanna, fjölmiðlar í bandaríkjunum undirlagðir af tilfinningaþrunginni umræðu um ungu hermennina sem eiga nú ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Myndir af þeim (og fjölskyldunum, grátandi) sýndar ítrekað í fjölmiðlum og samlíkingar við gíslatökur á bandarískum ríkisborgurum á hverju strái. Á meðan ísraelskir skriðdrekar sækja inn í eyðimörkina siglir bandarískur herskipafloti inn að botni Miðjarðarhafs en liðsafli við Persaflóa er stóraukinn og settur í viðbragðsstöðu.

5. þáttur. Mozzad ásamt hliðhollum öflum innan bandaríska leyniþjónustubáknsins sviðsetja hryðjuverkaáras á meginlandi N-Ameríku með nifteindasprengju eða hefðbundnum sprengiefnum ásamt geislavirkum efnum ("dirty-bomb") sem veldur litlu tjóni en miklu mannfalli og þeim mun meiri ringulreið og ótta, þannig að 11. sept. virðist sem barnaleikur í samanburði. Forsetinn lýsir yfir neyðarlögum í ótilgreindan tíma og tekur sér þar með alræðisvald, þingið og hluti ríkisstjórnarinnar eru flutt í skyndi á "öruggan leynilegan stað" (neðanjarðar) þar sem þeim er haldið af öryggisástæðum. Upplýsingar berast þangað eingöngu eftir samskiptaleiðum sem FEMA hefur nú yfirráð yfir, en þjálfun þeirra undangengin misseri hefur m.a. falið í sér sviðsetta fréttamannafundi í tengslum við neyðaræfingar.

6. þáttur. Fljótlega berast þær fregnir að rannsókn á geislavirkninni hafi leitt í ljós að um sé að ræða auðgað rússneskt úran, og ljóst þyki að það komi frá Írönum. Rússar verða æfir yfir þessum ásökunum gagnvart sínum helsta viðskiptavini á sviði orkumála, en í stað þess að fara fram á óháða rannsókn krefjast þeir þess að sínir eigin vísindamenn fái að skoða ummerkin, þeirri kröfu er hinsvegar að sjálfsögðu hafnað.

* Intermezzo: Samkvæmt reglum sem höfðu skömmu áður verið settar af bandaríska orkumálaráðuneytinu sem fer með stjórn kjarnorkumála, er öllum ummerkjum um "slysið/árásina" mokað upp og sturtað ofan í gömul námugöng. Að lokum er steinsteypu hellt yfir til að innsigla geislavirknina (og þar með mikilvægustu sönnunargögnin) um aldur og ævi. 

 7. þáttur. Forseti Bandaríkjanna gefur fyrirskipun um loftárásir á Íran frá flugmóðurskipum á Persaflóa, B-52 og B-2 sprengjuvélar eru einnig sendar í árásarferðir frá Diego Garcia, en á jörðu niðri er öllum tiltækum landgönguliðum í Írak stefnt að írönsku landamærunum þar sem hafinn er undirbúningur að innrás. Á meðan bandarísk herskip eru til varnar við miðjarðarhaf geta Ísraelsmen beitt sér af fullum krafti gegn Sýrlendingum sem þeir gersigra og nýta sér um leið tækifærið til að sækja fram á Gazaströndinni í átt að Egypsku landsvæði.

8. þáttur. Rússar sem vilja síst af öllu sjá Bandaríkin og Ísrael ná yfirráðum á svæðinu bregðast við með leifturinnrás í Kákasuslöndin ásamt Kazakhstan og Turkmenistan, einnig til að tryggja sér öryggi olíuvinnslusvæðanna umhverfis Svartahaf og Kaspíahaf. Þeir gefa út yfirlýsingu um að litið verði á innrás í Íran sem beina ógn við rússneskt yfirráðasvæði, sem þeir hóta að verja með kjarnorkuvopnum ef til þess komi. Í uppsiglingu er nýtt vígbúnaðarkapphlaup í miðausturlöndum, vestanmegin er kjarnorkuveldið Ísrael með stuðningi Bandaríkjanna, en að austanverðu kjarnorkuveldið Íran með stuðningi Rússa.

Kunnulegt þema kannski... en sagan fer líka alltaf í hringi, ekki satt? ;) 

Góða helgi ágætu lesendur.


mbl.is Ísraelskur ráðherra hótar Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Steinn

Við þetta mætti svo bæta að Kínverjar myndu ekki sitja auðum höndum heldur, því þeir eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í Íran.

Það sem er hvað súrast við þetta allt er tvískinnungurinn, þ.e.a.s. Ísraelar búa yfir 150-200 kjarnavopnum sem SÞ og Alþjóða Kjarnorkumálastofnunin hafa aldrei fengið að skoða, enda hafa Ísraelar svo sem aldrei almennilega viðurkennt tilvist þeirra. Ef Ísraelar hefðu ekki þessi vopn væri sannarlega hægt að færa rök fyrir því að reyna að halda þessu svæði kjarnavopnalausu, en það hefur sýnt sig að um leið og land er komið með sprengju (sbr. N-Kóreu) þá þorir enginn að ráðast á þá, Bandaríkjamenn vilja bara ráðast á lönd sem geta ekki varið sig eins og Afganistan og Írak. Hitt er svo annað mál að það eru engin sönnunargögn fyrir því að Íranar séu að smíða sprengju ( en ef ég væri við völd þar, myndi ég án efa sækjast eftir slíku sem "detterant").

En hvernig sem á þetta er litið eru þreifingar Bandaríkjamanna á þessu svæði lítið annað en dauðakippir viljaveru sem þráði að verða heimsveldi. 

Arnar Steinn , 7.6.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Swami Karunananda

Áhugaverð en um leið hrollvekjandi lesning! Tvískinningurinn og hræsnin í þessum ummælum ráðamanna í Ísrael eru auðvitað með ólíkindum. Allt er í himnalagi með það að Ísraelsmenn hrúgi sér upp kjarnavopnum, en fyrir aðrar þjóðir að gera slíkt hið sama er hroðalegur glæpur sem verður að stöðva, sakir þess eins að Ísraelsmenn líta á þær þjóðir sem óvinveittar sér.

Ég segi nú bara með kunnuglegu orðalagi: Ísraelsmenn! Fjarlægið bjálkann úr eigin auga áður en þið farið að krefjast þess að náunginn fjarlægi flísina úr sínu auga!

Swami Karunananda, 9.6.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband