Afsagnar krafist!

Enn eitt rotið eplið í ríkisstjórninni, er ekki komið nóg sjálfstæðismenn!? Í dag féll í hæstarétti dómur yfir mönnum sem voru sakaðir um að hagnast á bókhaldsbrellum, en háttalag ráðherrans samkvæmt þessum lýsingum virðist af nákvæmlega sama sauðahúsinu! Án þess að ég taki neitt upp hanskann fyrir Baugsmenn þá sé ég engan mun á hlandi og skít hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn eða stjórnarmenn í almenningshlutafélögum. Til að bíta höfuðið af skömminni er það svo sjálfur fjármálaráðherrann sem er á kafi í soranum.

Eins og athæfinu er lýst þá jafngildir það í raun því að hann greiði einu sveitarfélagi (falskt útsvar) fyrir að gera sér kleift að komast hjá skattheimtu í öðru sveitarfélagi þar sem hann ætti með réttu að greiða útsvar. Í minni heimasveit kallast slíkt skattsvik og síðast þegar ég vissi er það lögbrot, og ef útsvarið í Þykkvabænum er svo lægra en í Hafnarfirðinum þá er klárlega um auðgunarbrot að ræða líka, og samsæri ef það er með vitund og samþykki sveitarstjórnar í Þykkvabæ. Skráningarögnin sem Árni skilaði til þjóðskrár eru þá væntanlega fölsuð líka en skv. refsirammanum er skjalafals álíka glæpur og nauðgun. Þar sem hann er fjármálaráðherra hlýtur auk þess að teljast augljóst að hann hefur verið að misnota stöðu sína til verknaðarins og þannig gerst brotlegur við lög um ábyrgð og skyldur embættismanna. Þar sem maðurinn er sá háttsettasti í embættismannakerfinu í þeim mikilvæga málaflokki er hann sjálfur gerist brotlegur við, má jafnvel telja að brot hann flokkist undir alvarlega aðför að hagsmunum íslenska ríkisins. Árni hefur þannig kirfilega stimplað sig inn sem enn einn landráðamaðurinn sem heldur að hann sé svo obboslega klár og flottur að vera ráðherra, en skortir í raun allt það sem góðum ráðherra sæmir. Hef ég hann m.a. sterklega grunaðan um að vera haldinn talnablindu á háu stigi, en það er önnur saga.

Ég skora hér með formlega og opinberlega á Árna M. Mathiesen að segja nú þegar af sér sem fjármálaráðherra og snúa sér sem lengst í burtu frá frekari ábyrgðarstörfum á vegum hins opinbera. Bætist hann þar með (ásamt t.d. Birni Bjarnasyni) í vafasaman hóp fólks sem við Íslendingar erum öll búinn að fá nóg af, og nóg af yfirgangi þeirra sem þykjast ráða öllu og vilja stjórna öðrum þó sumir þeirra kenni sig við sjálfstæði. Baráttu þessari er augljóslega hvergi nærri lokið!!!
mbl.is Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Árni hefur ALLTAF rétt fyrir sér og gerir EKKERT RANGT. Hann brytir bara lögunum ef þau passa honum ekki.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gylfi, eins og kemur skýrt fram í textanum hjá mér, ef þú hefur fyrir því að lesa hann, er að ég er einmitt EKKI að reyna að taka up hanskan fyrir þá Baugsmenn þó ég noti dómsmálið á hendur þeim sem nærtækt dæmi máli mínu til stuðnings. Og jafnvel þó ég væri þeirra mesti aðdáandi þá get ég ekki séð hvernig ég myndi fá eitthvað "prik" fyrir það að skrifa blogg um það eins og þú gefur ranglega í skyn, ég á hér engra hagsmuna að gæta umfram almannahagsmuni. Það sem ég er að benda á er ósköp einfaldlega að jafnt skuli yfir alla ganga, hvort sem þeir heita Jón eða Árni (eða jafnvel Gylfi).

Ef það er refsivert athæfi að "fixa" bókhaldið sjálfum sér til hagsbóta og þykir svo alvarlegt að mönnum finnst verjandi að eyða hundruðum milljóna af almannafé í áralangar rannsóknir og umfangsmikinn en grætilega árangurslítinn málarekstur, þá hlýtur það sama að vera uppi á teningnum þegar sjálfur fjármálaráðherrann gerist sekur um sambærileg vinnubrögð með því að reka "pappírsheimili í skrifborðsskúffu" og hagnast þannig á lægra útsvari. En Gylfi, ég get hinsvegar ekki að því gert þó að mér læðist sá grunur að þú sért þarna vísvitandi að þykjast misskilja mig í þeim tilgangi að geta svo ráðist gegn trúverðugleika skrifa minna, sem þú og gerir á afskaplega ómálefnalegan og beinlínis barnalegan hátt. Þetta er sorgleg niðurrifstilraun hjá þér og er álíka skynsamlegt og að segja "ef þú kaupir franskar þá vinna hryðjuverkamennirnir"! Við þessu hef ég aðeins eitt svar: þetta er dæmigert hátterni fyrir NeoCon valdníðsluseggi eins og þá sem ég hef verið að gagnrýna hér undanfarið og því miður Gylfi minn þá virðist augljóst hvar í flokki þú stendur! Íslendingar eru sem betur fer (a.m.k. lesendur hér) smám saman að læra að sjá í gegnum þetta, en ef eitthvað er þá sannar þetta bara það sem ágætur kollegi skrifað nýlega og ég leyfi mér að vitna í hér að hluta (með eigin stílfærslu):

"Íslandi stafar hætta af bráðsmitandi og stórhættulegum sjúkdómi sem er þeim eiginleika gæddur að hann drepur ekki bara þá sem smitast heldur alla hina líka. Meinið leggst fyrst og fremst á hug sjúklingsins þar sem hann lamar gagnrýna hugsun, heilbrigða skynsemi og almenna siðferðisvitund. Sjúkdómurinn er ekki nýr af nálinni og nokkur afbrigði eru til af honum, í aldanna rás hefur hann gengið undir fjölmörgum ólíkum nöfnum en er nú líklega best þekktur undir heitinu fasismi."

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband