Hvað með Sveinka???

Eins og svo oft þá vekur þessi frétt upp fleiri spurningar en hún svarar.... "13 hreindýr hlupu í veg fyrir pallbíl" hmmmm.... var eitt þeirra nokkuð rauðnefjað?  LoL

Voru þau með sleðann í eftirdragi? Og kannski í lágflugi líka, án heimildar frá flugumfeðarstjórn? LoL

Hvar var sveinki? Er hann ómeiddur??? Er sleðinn hans mikið skemmdur?  LoL

Hver var við stjórnvölinn á sleðanum þegar slysið átti sér stað?  Var það kannski réttindalaus álfur sem strauk af smíðaverkstæðinu? LoL LoL LoL LoL LoL LoL

Börnin mín fengu a.m.k. í skóinn í nótt þannig að ég geri ráð fyrir að Sveinki sé heill á húfi eftir hildarleik næturinnar! Ég dáist samt að honum að þora að leggja sleðanum á þakinu hjá okkur þar sem þakkanturinn var byrjaður að losna og á tímabili leit út fyrir að allt færi af stað. Kofinn hélt sem betur velli í rokinu þannig að við vöknuðum allavega ekki undir berum himni eins og sumir... FootinMouth

Og svo á að koma annað eins fárviðri á morgun, ég er farinn að hringja í smið til að láta festa þakplöturnar betur.... Errm 


mbl.is Ók á 13 hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já, ég varð hinn spenntasti þegar ég las fyrirsögnina "Blóðbað á Fljótsdalsheiði", hélt ég að loksins að íslensku jólasveinarnir og herfan hún móðir þeirra hefðu gefið skógjafirnar uppá bátinn og tekið upp fyrri hætti við að rupla, ræna,  myrða og gæða sér á ljúffengu barnakjöti í íslenska skammdeginu...

 "Almannavarnir benda fólki á að læsa að sér og tryggja að allir gluggar séu kyrfilega lokaðir, fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld"

Davíð S. Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband