Veikindi í fjölskyldum
21.11.2007 | 14:28
Eigandi Þar sem ég á konu og þrjú afkvæmi á bilinu 1-6 ára get ég staðfest hversu raunverulegur þessi vandi er sem lýst er í fréttinni. Ef annað okkar hjóna veikist þarf hitt að hlaupa í skarðið og þegar einhver af börnunum veikjast (sem gerist oft á þessum aldri) þýðir það að annað foreldrið þarf að setja sín daglegu verkefni til hliðar á meðan því er sinnt. Við erum bæði jafnréttissinnuð og reynum að skipta þessari ábyrgð þannig með okkur, en þrátt fyrir það getur þetta gert manni ómögulegt að standa undir öllum öðrum kröfum sem gerðar eru til manns, eins og t.d. að vinna fyrir meira en hálfri milljón á mánuði (skv. útreikningum KB banka) til þess eins að þurfa ekki að sofa í pappakassa! Þegar ég var í háskólanámi hafði t.d. heilsufar fjölskyldunnar beinlínis áhrif til skerðingar á námslánum sem endaði með því að ég gafst upp og hélt í kjölfarið út á vinnumarkaðinn. Það sem af er þessu ári kæmi mér ekki á óvart ef fjarvistir af heilsufarsástæðum væru farnar að slá í heilan mánuð af töpuðum vinnustundum, og það er bara vegna tilfallandi ungbarnasjúkdóma og umgangspesta, svosem engin sérstök stóráföll (sem betur fer). Skilningur og þolinmæði vinnuveitenda og yfirmanna þegar svo ber undir eru afar misjöfn, og höfum við séð ýmsar hliðar á þeim teningi. Á köflum höfum við mætt viðhorfum sem eru ekki bara heimskulegri og lágkúrulegri en okkur hefði grunað að fyrirfinndust hjá fólki sem á að kallast fullorðið og treystandi fyrir atvinnurekstri, heldur bera líka vott um ákveðna hræsni. Sama fólk á kannski sjálft börn (eða á von á þeim) og er að lenda í nákvæmlega sömu hlutum, eða á a.m.k. fjölskyldu og ætti ef eitthvað er að hafa betri skilning sökum mentunnar sinnar og stöðu. Auðvitað er eðlilegt að vinnutap komi sér illa fyrir vinnuveitendur, sérstaklega ef það hefur í för með sér kostnað o.þ.h., en það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að leysa af skynsemi. Mér stæði t.d. ekki á sama ef ég vissi af börnum á sama leikskóla og mín sem væru send þangað lasin, það er góð ástæða fyrir því að það er ekki leyfilegt! Að senda börnin veik á leikskólann jafngildir því að senda vandamálið annað, því þar smita þau bara frá sér og fleiri foreldrar fá veikindin inn á sín heimili. Ef foreldrar eru í einhverjum mæli að stunda slíkt þá tel ég það vott um sjúkt samfélag sem hefur misst sjónar á markmiðum sínum, og gengið lengra en góðu hófi gegnir í kröfum um hreina peningalega framlegð. Ef litið er upp frá vísitölunum og horft lengra en til næsta ársfjórðungsuppgjörs þá hlýtur að blasa við hversu slæm hagfræði það er að setja börnin út á gaddinn. Þau er nefninlega mikilvægasta auðlindin sem við eigum sem þjóðfélag, og án þeirra væri skv. skilgreiningu hugtaksins ekki um aðrar auðlindir að ræða! Sem betur fer eru vinnuveitendur misjafnir og ekki allir svona siðblindir af hagsýni, en líka víða margt sem mætti betur fara.
Vinnuveitendur góðir, hvort lítið þið á starfsfólk ykkar sem hagstærðir eða manneskjur?! Ef svarið er það fyrrnefnda, hvert er þá raunvirði langtíma-velferðar og sálarheillar íslenzkrar vísitölufjölskyldu?
Veik börn send í leikskólann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þið eruð uppáhalds fjölskyldan mín
takk fyrir góðan pistil.
halkatla, 21.11.2007 kl. 14:37
Storgodur pistill
Ásta Björk Solis, 21.11.2007 kl. 15:04
Góð grein hjá þér og tek algjörlega undir þetta.
Þóra Skúlad. (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:11
Þakka móttökurnar. Ég mátti til enda sit ég og skrifa þetta heima hjá mér, en ég komst einmitt ekki til vinnu í dag sökum veikinda í fjölskyldunni!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2007 kl. 15:17
Í upphafi færslu mætti ætla að höfundur sé múhameðstrúar en ekki kristinn. hjá nútíma kristnum mönnum getur konan aldrei verið eign maka síns eða eins og það nefnist í lögfræði sé andlag eignarréttar mannsins. Þannig er það hins vegar í islam þar sem konan er skv. bókstafstrúnni andlag eignarréttar mannsins rétt eins og geitur, kindur og kýr.
Hvet þig að færa þetta í betra horf.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.11.2007 kl. 11:46
Takk fyrir ábendinguna, oðalagið er kannski óheppilegt en þarna á ég að sjálfsögðu við að ég "á konu og þrjú börn", rétt eins og hún á eiginmann sem er ég. ;) Ef einhver hefur haldið að um kynjarembing væri að ræða þá er það hér með leiðrétt, og skal bent á að í textanum kemur fram að við séum bæði jafnréttissinnuð.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.