Klæðumst rauðu...

...á morgun 28.9.2007 og sínum íbúum Burma stuðning í verki. Þó það hljómi hjákátlega að við hér hinumegin á hnettinum séum að tjá okkur um þetta, þá lifum við á merkilegum tímum að því leyti að í fyrsta sinn í mannkynssögunni er sá möguleiki fyrir hendi að einhver í Burma muni jafnvel frétta af aðgerðum okkar eða nágranna- og vinaþjóða okkar. Slíkur er máttur Internetsins og nútímalegra aðferða við frjálsa miðlun upplýsinga.

Ekki síðri er sá möguleiki að samhugur okkar gefi ákveðin skilaboð til ráðamanna og veitir víst ekki af fyrst ekki næst einu sinni samstaða um aðgerðir í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, á meðan við sjáum myndir í fréttum af hermönnum að skjóta á samborgara sína! Slík viðbrögð við friðsömum mótmælum (að því er virðist), minna óþægilega mikið á aðdraganda harmleiksins á Torgi hins Himneska Friðar hér um árið. Nema hvað í þetta sinn ætti heimsbyggðin að hafa öll tök á því að grípa inn í áður en þetta verður að blóðbaði.

Mesta furðu hlýtur þó að vekja hversu bragðdaufar yfirlýsingar berast frá ákveðnum ónefndum herskáum þjóðum sem hingað til hefur ekki þurft að egna sérstaklega til að kollvarpa harðstjórnum og "berjast fyrir frelsi" í fjarlægum löndum. Þetta er nú ekki svo langt frá Persaflóa (bara sigla fyrir Indlandsskagann) og auk þess vel innan flugfæris frá Diego Garcia. Afhverju er ekki hlaupið til núna að koma borgurum Burma til hjálpar gegn ofbeldi harðstjórnarinnar, eða ætli það sé kannski engin olía þar eða aðrir "ríkishagsmunir" hmmmmm...???


mbl.is Bandaríkjastjórn kynnir refsiaðgerðir gegn ráðamönnum í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband