Jökulsker heitir það heillin
6.7.2007 | 20:04
Skelfilegt hvað málfarið er orðið fátæklegt hérna á mbl.is, ég sæki hér með um vinnu sem málfarsráðunautur! Berir tindar sem standa uppúr jökli hafa alltaf, og kallast enn jökulsker, en þetta er rótgróið og myndrænt lýsandi orð af Skaftfelskum uppruna (sjá Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eða bara Google!). Sorry mbl en það ber vott um lélega rithæfileika ef þeir takmarkast við að fletta hugtaki upp í wikipedia.org og snara útskýringunni yfir á íslensku, þegar hugtakið er ekki einu sinni til á ensku. Hinsvegar er ekkert tungumál ríkara af lýsandi hugtökum yfir náttúruleg fyrirbæri en íslenska, enda mótað af umhverfinu sem við lifum í, það er t.d. ekki til nein góð ensk þýðing á orðinu "skafrenningur" svo tekið sé algengt dæmi sem við þekkjum. Það er svo athyglisvert að í Grænlensku eru víst nokkrir tugir eða hundruð orða yfir það sem við köllum snjó/ís/fönn o.s.frv., en þær þýða víst allar mismunandi tegundir af snjó, enda hafa þau hugtök mótast af umhverfinu sem þau hafa myndast í.
Pötzar! ;)
Nunatak verður fulltrúi Suðurskautslandsins á Live Earth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.