Aðvörun: gegnsýrt af ónákvæmni og Bush-isma!

Þessi frétt ber flest merki þess að hafa verið skrifuð inni á einhverri reykfylltri ritstjórnarskrifstofunni skv. pöntun frá skrímsladeildinni, a.m.k. er framsetning hennar í hæsta máta einkennileg. Stór hluti fréttarinnar eru ýmsar mistrúverðugar tilvitnanir sem reyna á misjafnlega loðinn hátt að bendla málið við Al-Qaeda og/eða aðra íslamska öfgahópa, sem hlýtur að teljast ótímabært að slá föstu svona á frumstigi málsins. Kannski er ekkert ósennilegt að þeir teljist líklegir sökudólgar, en væri nú ekki vissara að rannsaka það almennilega fyrst? Síðast þegar ég vissi voru leikreglurnar þannig í lýðræðislegum réttarríkjum eins og Bretland á að heita. Einnig skýtur skökku við að vitnað er í einhvern sem er titlaður sem "óháður öryggismálagreinir" hjá AFP, en virðist engu að síður vera hlutdrægari en amma sín því hann hefur greinilega nú þegar hrapað "með fullri vissu" að sömu "opinberu" niðurstöðunni, þrátt fyrir að vera svona óháður og ætti því líklega að vera ótengdur málinu eða hvað? Einkennilegast þykir mér þó að molotovkokteilar og gaskútar séu sagðir vera dæmigerðir fyrir Al-Qaeda og tengd samtök, sem fær ekki staðist nema kannski ef ætlunin væri að villa fyrir og koma sökinni á aðrar hreyfingar en slíkt samræmist illa markmiðum hryðjuverkahóps sem vill líklega frekar senda skýr skilaboð með verknaðinum eða vekja athygli á málstað sínum.

Al-Qaeda og hópar af svipuðum toga hafa flestir fengið sína kennslu í meðferð sprengiefna annaðhvort beint eða óbeint frá leyniþjónustum einhverra af stóru hernaðaveldunum í tengslum við borgarastríð og annan staðbundinn skæruhernað sem þau hafa stutt "óopinberlega" gegnum tíðina. En sá stuðningur felst gjarnan í fjármögnun, leynilegum vopnasendingum og "hernaðarráðgjöf" eða þjálfun "frelsishermanna" og kennslu í vopnaburði, skipulagningu aðgerða, og að sjálfsögðu líka sérfræðiráðgjöf í sprengjugerð og skemmdarverkum. Í þannig umhverfi eru mest notuð samsett sprengiefni á borð við C4, Semtex, TNT o.fl. sem er annaðhvort smyglað með vopnunum eða bara fengin úr vopnum sem tekin eru í sundur, og stundum dýnamít eða kjarnaáburður sem hægt er að stela úr borgaralegum birgðageymslum. Slík sprengiefni hafa breitt notagildi og fyrirsjánlega virkni sem má stjórna þannig að hægt sé að "hanna" eyðilegginguna þegar árásirnar eru skipulagðar. Lang"besta" (en þó í raun versta!) dæmið um ætlaða kunnáttu íslamskra hryðjuverkahópa á þessu sviði var sýnt með áhrifamiklum og eftirminnilegum hætti í beinni útsendingu um heim allan, septemberdag einn í aldarbyrjun. Þar var m.a. notast við sérhæfð sprengiefni eins og thermite sem krefjast sérþekkingar og notkun þeirra því ekki á færi nema bestu sprengjusérfræðinga, og það hversu "vel" sú gríðarflókna aðgerð heppnaðist bar vott um skipulagsgetu á heimsmælikvarða sem skildi margar leyniþjónustustofnanirnar eftir úti á túni borandi í nefið með kúkinn í buxunum og allt niðrum sig!

Bensínsprengjur hafa hinsvegar frekar lítinn sprengikraft þó svo að vissulega geti eldurinn sem af þeim hlýst valdið talsverðu tjóni á skömmum tíma. Gas á kútum er öflugt en frekar "ruddalegt" og mjög ómarkviss aðferð við að sprengja eitthvað í loft upp, með réttri kunnáttu er hægt að valda sömu eyðileggingu með mun minna magni af góðu sprengiefni. Slíkar aðferðir eru því sjaldan notaðar nema ef aðgangur að skotfærum og sprengiefnabirgðum er ekki fyrir hendi eða í óskipulögðum skyndiátökum eins og t.d. fjöldamótmælum og óeirðum þar sem barist er með hverju því sem hendi er næst og kunnátta til sprengjugerðar er auk þess takmörkuð við almúgann.

Ef við berum þetta saman við hryðjuverkasamtök sem sögð eru leynileg, þaulskipulögð, úrræðamikil og eiga að hafa snúið ítrekað á mestu her og njósnaveldi mannkynssögunnar, þá hlýtur þessi málflutningur sem fram kemur í fréttinni að vekja furðu og jafnvel tortryggni. Ef einhverjir ættu að vita betur væri það einmitt leyniþjónusta hennar hátignar, meðvituð um aðild sína að grunnmenntun atvinnuskæruliða og ýmissa málaliða um víða veröld.

Að lokum vil ég taka fram að ég hef enga samúð með hryðjuverkum og þeim sem fremja þau. Ég hef hinsvegar fulla samúð með Lundúnabúum og öðrum sem þurfa að búa við þessa ógn, og því þykir mér sorglegt að sjá svona "terror cry" fréttamennsku sem er síst til þess fallin að bæta líðanina og ónákvæmar rangærslur sem gera ekkert nema skapa tortryggni og þ.a.l. meiri ótta. En kannski er það einmitt það sem menn vilja, kannski er litið á þetta sem prýðilegt tækifæri fyrir nýjan valdhafa að sýna í sér tennurnar opinberlega og senda um leið öfgamúslimum tóninn. Með öðrum orðum þá er þetta hugsanlega ekkert annað en áróður í anda Bush-ismans sem verkamannaflokkur Bretlands með Tony Blair í fararbroddi hefur stundað það sem af er þessari öld!


mbl.is "London verður sprengd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er rosaleg grein, og ég er virkilega sammála þér um þessa tilteknu frétt. En miðað við hvernig ofurmúslimar í UK hafa látið undanfarin ár, mánuði, vikur og nú seinast daga, þá er skiljanlegt og eðlilegt að senda þeim tóninn, það ætti að gerast mun oftar ef eitthvað er, annars er ég sammála því að það er fáránlegt að dæma um þetta tiltekna sprengjumál svona snemma. En þetta verður amk til þess að nokkrir sérlega vondir klerkar frá Pakistan sem hugðu á heimsókn þangað á næstu dögum - fá örugglega ekki að fara inní landið úr þessu. Það er mjög gott. Ég er ennþá móðguð yfir því að Snoop hafi verið bannað það

halkatla, 1.7.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tæpum sólarhring eftir að ég skrifaði þetta birtir mbl.is frétt sem er tilvitnun í Berlingske Tiderne með fyrirsögninni "Gaskútar eru lélegt sprengiefni". Hmmmmm......... athyglisvert, ég ætti kannski að skipta um starfsvettvang og gerast fréttamaður. Ég gæti þá kannski titlað mig "óháðan öryggismálagreini", hvað svosem það þýðir nú eiginlega?!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband