Hvað með rannsókn á aðförinni að heimilunum?
1.7.2025 | 20:43
Flest sem gerðist í aðdraganda bankahrunsins hefur verið rækilega rannsakað. Fyrir um tveimur mánuðum hóf RÚV að greina frá umfangsmiklum stuldi og leka á gögnum frá tilteknu embætti sem stóð að sumum þeirra rannsókna. Allar götur síðan hefur nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins lamið höfði við stein og heimtað í sífellu rannsókn á þessum rannsakendum, sem rannsökuðu þrátt fyrir allt ekki neitt sem leiddi af hruninu.
Það sem gerðist í eftirmálum hrunsins, aðförin sem var gerð að heimilum landsins sem báru enga ábyrgð á hruninu, hefur aldrei verið rannsökuð. Tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins lýtur á engan hátt að því að bæta úr þessum skorti á rannsókn eftirmála hrunsins því hún snýst eingöngu um rannsókn á rannsóknum á atburðum í aðdraganda hrunsins sem hafa þegar verið rannsakaðir. Hver vegna ekki þeim ósköpum sem á eftir því fylgdu?
Orsakir hrunsins og flest sem hafði áhrif í aðdraganda þess hefur verið rækilega rannsakað, en þær hamfarir sem voru látnir dynja á heimilum landsins í kjölfar þess og endurreisnar bankanna hafa aldrei verið rannsakaðar. Þess vegna hafa Hagsmunasamtök heimilanna barist fyrir því árum saman að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis til að framkvæma slíka rannsókn með sambærilegum hætti og slíkar nefndir voru skipaðar til að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins, falls sparisjóðanna og Íbúðalánasjóðs.
Sjá nánar eftirfarandi samantektir:
Hvar er Rannsóknarskýrsla heimilanna?
Af hverju rannsóknarskýrsla heimilanna?
Fálæti stjórnvalda frá hruni við þeirri sjálfsögðu kröfu af ofbeldið gegn heimilunum verði rannsakað er móðgun við hin raunverulegu fórnarlömb þess. Sérstakur áhugi nýs formanns Sjálfstæðisflokksins á því að rannsaka rannsakendur (en ekki sjálfa gerendurna) er varla til annars fallinn en að strá salti í sár hinna eiginlegu fórnarlamba hrunsins.
![]() |
Ætlar hún að treysta áfram á kerfið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning