Þingnefndir taka ekki fyrir einstaklingsbundin mál

... hefur margoft verið sagt á fundum slíkra nefnda þegar fulltrúar tiltekinna hagsmuna hafa komið á fundi hinna ýmsu þingnefnda.

Ef með þessu tiltekna máli verður brotið eitthvað blað í þessum efnum væri það því nýmæli. Jafnframt yrði að telja það fordæmisgefandi fyrir aðra almenna borgara sem vilja leita áheyrnar þingnefnda um sín einstaklingsbundnu mál.

Munum eftir jafnræðisreglunni.


mbl.is Krefst þess að velferðarnefnd grípi inn í málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ágætur punktur. Maður ætti kannski að fara að mæta niður á þing daglega til að fara fram á hitt og þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 23:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Margir hafa reynt og misjafnt orðið ágengt.

Ég tala af persónulegri reynslu og upplifun.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2020 kl. 00:05

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Oft les maður þau ummæli að spilling vaði upp á Íslandi.  Sennilega svolítið orðum aukið en eiga eflaust rót að rekja til "persónulegra mála" sem fá sérmeðferð vegna klíkuskapar.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2020 kl. 11:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það virðist hafa verið krafan í þessu máli.

Að fá sérmeðferð, sem aðrir fá ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2020 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband