Bjarni fer með kolrangt mál - er hann með óráði?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun:

"Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%, ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn gerir ráð fyrir því að vextir verði lágir, ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár eftir yfirlýsingar Seðlabankans frá því í morgun. Þetta skiptir miklu þegar spurt er hvernig aðgerðir stjórnvalda geti haft áhrif á hag heimilanna."

Þetta virðast vera frábærar fréttir, að verðtryggð lán séu orðin vaxtalaus! Ef betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að þetta er of gott til að vera satt. Samkvæmt vaxtatöflum bankanna eru lægstu vextir á verðtryggðum íbúðalánum þeirra nú:

Var Bjarni þá að ljúga eins og svo oft áður eða hvað var hann eiginlega að meina? Þegar allt er skoðað ofan í kjölinn kemur reyndar á daginn að ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa féll í morgun nánast niður í 0% í Kauphöllinni í viðskiptum á milli fjárfesta. Það er sjálfsagt hið besta mál en engu að síður efninu óviðkomandi.

Hafi þetta verið það sem vísað var til kemur tvennt til greina:

Annað hvort er vanþekking Bjarna á fjármálum slík að hann heldur að vextirnir sem heimilin þurfa að greiða af verðtryggðum lánum sínum séu þeir sömu og fjárfestar sætta sig við að fá í kauphallarviðskiptum með ríkisbréf.

Eða hitt sem gæti líka útskýrt þetta, að þarna hafi Bjarni hreinlega vísvitandi verið að tala gegn betri vitund, til að kveikja þá hugmynd hjá þeim sem ekki vita betur, að með þessu sé heimilunum borgið og þess vegna óþarfi að setja þak á verðtryggingu eins og nánast allir hafa krafist að undanförnu nema hann sjálfur.

Ég læt lesendum eftir að meta hvort sé sennilegra og hvort sé verra.

Önnur ummæli Bjarna í sama svari skutu einnig skökku við:

"Ég vek líka athygli á því vegna umræðunnar um verðtryggð lán að hafi menn raunverulegar áhyggjur af því að verðbólga sé á leiðinni ættu menn ekki að gleyma því að ræða um stöðu þeirra sem hafa tekið óverðtryggð lán í stórauknum mæli á undanförnum árum vegna þess að þeirra greiðslubyrði um hver mánaðamót mun hækka miklu meira en hinna sem hafa verðtryggð lán og njóta í raun og veru skjóls af henni."

Skjóls af verðtryggingunni???!!! Að halda því fram að heimilin njóti einhvers skjóls af verðtryggingu lána er svo mikið öfugmæli að í það er ekki orðum eyðandi.

Svo mætti halda að Bjarni hafi ekki alveg fylgst með, því vextir óverðtryggðra lána hafa alls ekkert farið hækkandi heldur lækkandi þar sem þeir hafa elt stýrivexti seðlabankans niður á við og eru nú orðnir lægri en þeir verðtryggðu ef tekið er tillit til verðbólgu. Enn fremur virðist hann ekki átta sig á því að hvað sem líður vöxtum óverðtryggðra lána þá hækkar höfuðstóll þeirra ekki í verðbólgu eins og gerist með þau verðtryggðu, sem er einmitt það skaðlega við þau síðarnefndu en ekki vextirnir.

Annað hvort veit maðurinn ekkert í sinn haus þegar kemur að fjármálum, eða þá að hann er af algjörri ósvífni að snúa út úr og fara með rangt mál.

Rétt eins og til að toppa þessa vitleysu sagði hann líka:

"Seðlabankinn hefur skyldur að lögum til að halda aftur af verðbólgunni og hann ver trúverðugleika sinn til að sinna því verkefni með þeim tækjum og tólum sem hann hefur. Ég tel ekki tímabært að grípa til sérstakrar lagasetningar vegna verðbólgu og verðtryggingar. Ég tel reyndar að ef við færum út í slíkar aðgerðir mætti efast um traust okkar á því að þessir hlutir verði í lagi."

Af ofangreindum ummælum Bjarna sjálfs að dæma, er miklu frekar ástæða til að efast um traust á því sem hann er sjálfur að gera, heldur en á aðgerðum seðlabankans. Eða hvað á seðlabankinn annars að gera í því vantrausti sem hlýtur að skapast af fjármálaráðherra sem annað hvort er úti að aka eða vísvitandi að bulla og ala þannig á tortryggni, sem við þurfum síst af öllu á að halda á þessum viðsjárverðu tímum?

Bjarni ætti kannski í sínu starfi og framsetningu að draga lærdóm af framkomu talsmanna almannavarna sem hafa með reglulegri, skýrri og réttri upplýsingagjöf að undanförnu, áunnið sér gríðarlegt traust meðal landsmanna. Það má rétt ímynda sér hvílíkt vantraust gæti skapast ef þau yrðu uppvís að því að slengja fram í gríð og erg fullyrðingum um smitfaraldurinn sem enginn flugufótur væri fyrir? Þá myndu engar smitvarnir halda því hér myndi ríkja skálmöld með allsherjar ógn og skelfingu!

Þarf kannski að setja fjármálaráðherra með óráði í sóttkví í þágu almannavarna?


mbl.is Bjarni óttast ekki verðbólguskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann er ekki að tala um vexti á húsnæðislánum heldur ávöxtunarkröfu verðtryggðra ríkisbréfa.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 18:48

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þarf ekki Bjarni að gera mun á þeirri umræðu að vextir HEIMILANN á Islandi haldist óbreyttir þ.e umrædd rán húsnæðislána og síðan verðtryggðra rikisbrefa ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.3.2020 kl. 19:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann var spurður um verðtryggð lán heimilanna og svaraði orðrétt: "...frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%..."

Sem er rangt.

Hafi hann meint eitthvað annað, fór hann samt með rangt mál.

Hann leiðrétti sig ekkert í seinna svari um sömu spurningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2020 kl. 19:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Erla. Jú fyrir fram hefði maður búist við því.

Ekki síst af fjármálaráðherra landsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2020 kl. 19:40

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég sá ekki þessi ummæli Bjarna, en ef þau eru rétt erum við landsmenn í enn meiri vanda en nokkurn grunar. Nú þegar hefur gengið gefið verulega eftir. Það mun hækka verð á allri innfluttri vöru. Það er ekki ávísun á verðbólgu, það er verðbólga. Síðan á eftir að koma í ljós hver skaðinn verður hér innanlands af veirunni, auk þess skaða sem stefndi í áður en hún kom upp. Þar má kannski fyrst nefna afstöðu stjórnvalda til stórra atvinnurekenda, sem hafa þúsundir fólks á launum.

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2020 kl. 19:51

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar. Tengill á ummælin er efst í pistlinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2020 kl. 19:55

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess má geta að eftir að upptakan af þessum ummælum var spiluð í hádegisfréttum Bylgjunnar hef ég fengið símtöl frá fólki sem er að reyna að komast að því hvort að þessi lækkun í 0% vexti ætti við um sín lán. Ég neyddist til að hryggja það fólk með því að ekki væri flugufótur fyrir slíku. Takk fyrir það Bjarni.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2020 kl. 20:18

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þegar þjóðstjórn verður sett  í landinu mun þetta verða leiðrétt og eiginlega allt sem er í reglum núna. Þjóðstjórnin er á leiðinn!!

Eyjólfur Jónsson, 24.3.2020 kl. 00:57

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað er þjóðstjórn og hvað á hún að gera?

Það er engin lausn á því ástandi sem við stöndum frammi fyrir að brjóta allt of mikið upp því það skapar bara meiri óvissu og tefur aðgerðir. Það sem þarf er að núverandi stjórnvöld taki mark á þeim tillögum sem hafa komið frá almenningi, Hagsmunasamtökum heimalanna, ASÍ, VR, VLFA og mörgum fleiri aðilum. Tíminn til að undirbúa og útfæra viðeigandi efnahagsaðgerðir er nákvæmlega núna.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 01:10

10 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það er mitt ÍSKALDA mat og ég segji það

VAFNINGALAUST, að þessi ICEHOT 1 maður er þjóðinni

stórhættulegur og ef ekki hefði verið ÓRG á sínum

tíma hvar værum við þá. Við erum nánast með sömu 

sömu leikarana á þingi og vildu koma þjóðinni til

fjandans með ICESAFE. Við hverju er þá að búast

þegar sömu gerendur eru einnig komnir með

ESB sleikju á Bessastaði.?? Hikuðu ekki við

að koma O3 í gegn, sem n.b. vinnur gegn heimilinum.

Sýndi sig með O1 og O2 samt ekkert lært.

Meðan þetta lið er við völd, er þjóðinn í stórhættu.

Burt með þetta pakk allt saman sem fyrst.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.3.2020 kl. 08:33

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bjarni var spurður um verðbólguhorfur. Hann var ekki spurður hvaða vextir væru á verðtryggðum lánum heimilanna. Hann svaraði því til að hann hefði ekki áhyggjur af verðbólguhorfunum og rökstuddi það svar með því að vísa í gögn Seðlabankans um vexti á verðtryggðum ríkisbréfum. Málið er ekki flóknara en það. Það getur vel verið að þú fáir einhverja fróun af því að staðhæfa að Bjarni hafi verið að segja ósatt. Og það getur vel verið að hann geri það stundum. En þessi rök þín halda engu vatni.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 09:22

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað hann sagði eru ekki "rök" heldur skjalfestur ræðutexti.

Fyrirspurnin var svohljóðandi:

"Ég spyr hæstv. fjármálaráðherra: Hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðtrygginguna? Verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna. Eins og við vitum að skeði í hruninu mun það bitna á þúsundum heimila ef ekkert verður að gert. Ég vil bara fá svar núna strax við spurningunni: Hvað ætlar fjármálaráðherra að gera í þessu? Er hann tilbúinn að taka verðtrygginguna úr sambandi á heimilislán, á lánin hjá heimilum, núna strax? Við getum gert þetta einn, tveir og þrír, bara til að róa fólk niður. Ætlar hann að bíða þangað til að þeir sem eiga minnst í húsnæðinu eru búnir að missa allar sínar eigur? Hvenær á að gera þetta? Ég vil fá svar við því."

Það er alveg rétt að hann var ekki spurður um vexti eða ávöxtunarkröfu og alls ekki um ríkisskuldabréf heldur verðtryggingu á lánum heimilanna og hvort taka ætti hana úr sambandi.

Þess vegna er mjög furðulegt að hann skyldi svara spurningunni með því að halda því fram að frá því fyrr um morgun sama dags hefðu vextir á slíkum lánum farið niður í 0%. Sem er rangt.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 11:49

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann var spurður um verðtrygginguna, og svarið var að hann hefði ekki áhyggjur af því að þörf væri á að taka hana úr sambandi.

Hvernig nennirðu eiginlega þessu röfli alltaf hreint Guðmundur? Alveg sama hversu rangt þú hefur fyrir þér, alltaf heldurðu áfram!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 11:54

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig nennir þú þessu röfli Þorsteinn? Alveg sama hversu rangt þú hefur fyrir þér, alltaf heldurðu áfram!

Það sem var sagt í þessum fyrirspurnatíma er skjalfest í þingskjölum og upptöku á vef Alþingis. Það skiptir því engu máli hvort ég hafi eitthvað rangt eða rétt fyrir mér heldur Alþingisvefurinn. Gjörðu svo vel, hérna er upptakan af fyrirspurnatímanum.

Dæmi svo hver fyrir sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 12:05

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til enn meiri skýrleika hef ég skeytt upptökunni inn í texta pistilsins hér að ofan þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um hvað var spurt um og hvernig var svarað.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 12:08

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurt var hvað ráðherrann ætlaði að gera varðandi verðtrygginguna. Ráðherrann svaraði því til að ávöxtun ríkisbréfa sýndi að ekki væri þörf á að gera neitt varðandi verðtrygginguna. Og nú nenni ég ekki að tyggja þetta ofan í þig lengur Guðmundur minn. Ef þú skilur þetta ekki þá verður bara að hafa það.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 13:28

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann sagði orðrétt: "frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%". Sem er rangt.

Nú nenni ég ekki að tyggja þetta lengur ofan í þig Þorsteinn minn. Ef þú ert ekki læs þá verður bara að hafa það.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 13:58

18 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég verð að segja að það vekur mér undrun að maður sem oft talar af góðum skýrleika um hagsmuni viðksiptalífs og atvinnureksturs, skuli skilja skynsemina eftir þegar hann þarf að svara einfaldi spuringu á mannamáli. Spurningin var alls ekki flókin. Það er hins vegar afar athyglisvert að sjálfur fjármálaráðherra þjóðarinnar, viti ekki betur en þetta hvernig ákvarðanir eru teknar í lýðveldinu Íslandi meðferð opinberra fjármuna.

En í spurningunni fólst beinlínis fyrirspurn um ákvarðanir sem þarf að taka á Alþingi, um breytta framkvæmd verðtryggingar.  Það er að vísu svolítið flókið fyrir Alþingi að taka slíka ákvörðun eftir að hafa í 38 ár heimilað ólöglegan þjófnar lánastofnana úr fjárhirslum lántakenda, sem hafa tekið hjá þeim húsnæðislán. Þarna er ófrávíkjanlega um ÁSETNINGSÞJÓFNAÐ að ræða, því það oft hef ég gert Alþingi, alþingismönnum, viðskiptaráðherrum og öðrum fjármálráðherrum en Bjarna Ben, grein fyrir hvernig þjófnaðurinn er framkvæmdur.

Ef BB. hefði haft áhuga á að leiða umræðuna í lausnarfarveg, hefði honum verið hægur vandi að bregðast á mannlega vísu við þeim áhyggjum sem þingmaður setti fram. Þekkt er hjá öllum sem þekkja eitthvað til verðtryggingar, að verðhækkanir erlendrar vöru valda hækkun á vísitölu neysluverðs. Og hækkun neysluvísitölu, hækkar reiknistuðul verðtryggingar lánsfjár umtalsvert meira en nemur raunverðhækkun. Bjarni hefði t. d. geta sett fram þann vilja að ríkssjóður setti fjármagn í sjóð til að greiða hækkanir á innflutningsverði matvöru og annarrar nauðsynjavöru, svo verslanir þyrftu ekki að velta verðhækkunum á þessum vörum út verðlag í smásölu, meðan svona óvissuæástand varir. Til slíkrar ákvörðunar hafði hann heimild undir liðnum að aðstoða fyrirtækin vegna yfirstandandi vanda.

Það var dapurlegt að heyra fjármálaráðhera fara að fjalla um viðskiptakjör á verðbréfamarkaði, sem svar við spurningu um vaxtakjör heimila. Ávöxtunarkrafa í viðskiptakjörum með skuldabréf á verðbréfamarkaði felst ekki í hækkun vaxta af þeim skuldabréfum sem ganga kaupum og sölum. Aukin ávöxtunarkrafa kaupanda skuldabréfs á verðbréfamarkaði felst í því að fá AFFÖLL af heildargreiðslu höfuðstóls, áfallinna vaxta og verðtryggingar skuldabréfisins sem hann kaupir. Slik skuldabréf eru aldrei vegna langtímalána, eins og húsnæðislán, heldur til 5, 7, eða 10 ára. Vilji kaupaninn fá 2% ávöxtunarauka ofan á skuldabréfið það sem eftir er lánstímans, þá gerir kaupandinn kröfu um að fá þá upphæð reiknaða inn sem afföll af verði fullrar greiðslu fyrir skuldabrefið. Sá sem var eigandi skuldabréfsins fær því ekki á sig vaxtahækkun við söluna, heldur fær minna greitt fyrir verðmætið, sem nemur afföllum sem kaupandinn gerði kröfu um að fá.

Svar fjármálaráðherra bendir eindregið til þess að hann hafi alls ekki áttað sig á gjörólíkum eðlisheima vaxta og verðtryggingar heimilislána, eða ávöxtunarkröfu braskara á verðbréfamarkaði  

Guðbjörn Jónsson, 24.3.2020 kl. 14:34

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Breytingar á ávöxtunarkröfu skuldabréfa gefa upplýsingar um það Guðbjörn hvaða vaxtaþróun markaðurinn býst við. Þegar krafan fellur niður í núll á verðtryggðum bréfum er það vegna þess að væntingar eru um minnkandi verðbólgu.

Og hvað orð Bjarna varðar getur vitanlega enginn heilvita maður látið sér til hugar koma að þegar hann var að tala um að ávöxtun verðtryggðra bréfa væri komin í núll væri hann að tala um íbúðalán. Enda eru vextir íbúðalána þekktir og auglýstir á vef hvers einasta banka. Sá sem vill draga þá ályktun að Bjarni hafi verið að segja ósatt um vexti íbúðalána, sem hver maður getur flett upp, þarf að vera í meira lagi klikkaður, eða þá að ímynda sér að ráðherrann sé annaðhvort ólæs, fábjáni, eða bæði.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 19:34

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann sagði orðrétt: "frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%". Í svari við fyrirspurn um lán heimilanna.

Þetta er nákvæmlega það sem hann sagði sjálfur, en ekki hvað einhver hélt eða taldi sig skilja að hann væri að meina.

"ólæs, fábjáni, eða bæði" - Segð þú mér!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 19:54

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Úps. Venjulegt fólk áttar sig bara á því sjálft ef það er að misskilja hlutina. Sér lagi ef það er algerlega augljóst að það er að misskilja þá.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 19:58

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Umrætt fólk heyrði bara stuttu klippuna af nákvæmlega þessum orðum sem var spiluð í hádegisfréttum Bylgjunnar og hafði því ekki hugmynd um samhengið. Þar sagði hann orðrétt: "frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%".

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 20:04

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já væni minn. Svo þú heldur þá að ávallt þegar talað er um lán sé verið að tala um húsnæðislán. Þá liggur vandinn bara í því að þú skilur ekki hugtakið. Lán eru nefnilega margskonar og orðin skuldabréf, bréf og lán eru notuð jöfnum höndum um sömu hlutina. Málið er þá leyst.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 20:37

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann var spurður um lán heimilanna, ekki ríkisskuldabréf og alls ekki um viðskiptakjör í kauphöllinni þennan morgun.

Vandi minn liggur ekki í því að mig skorti skilning á þessu heldur kom það í minn hlut að leiðrétta fyrir ýmsu fólki þann misskilning sem hlaust af röngum orðum Bjarna.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 21:00

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið er leyst vinur.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 00:46

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt í góðu, en hvernig hefur málið verið leyst?

Spurningunni um verðtryggð lán heimilanna var ekki svarað.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2020 kl. 00:58

27 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið varðandi misskilning þinn á hugtökum er leyst.

Hvað verðtryggð lán heimilanna varðar þá sýnir ávöxtun verðtryggðra ríkisbréfa að ástæðulaust er að hafa áhyggjur af verðbólguskoti. Sem er það sem Bjarni sagði.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 11:58

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn, þú tönnlast sífellt á því að ég eigi að hafa misskilið eitthvað. Hvað er það nákvæmlega sem þú heldur því fram að ég hafi misskilið?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2020 kl. 12:15

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Umrætt fólk heyrði bara stuttu klippuna af nákvæmlega þessum orðum sem var spiluð í hádegisfréttum Bylgjunnar og hafði því ekki hugmynd um samhengið. Þar sagði hann orðrétt: "frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%".

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 20:04

23Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

 

Já væni minn. Svo þú heldur þá að ávallt þegar talað er um lán sé verið að tala um húsnæðislán. Þá liggur vandinn bara í því að þú skilur ekki hugtakið. Lán eru nefnilega margskonar og orðin skuldabréf, bréf og lán eru notuð jöfnum höndum um sömu hlutina. Málið er þá leyst.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 14:43

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hélstu að ég þekkti ekki merkingu þessarra hugtaka eða muninn á lánum heimila og ríkisskuldabréfum? Ef svo er þá ert það þú sem ert haldinn alvarlegum misskilningi kallinn minn.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2020 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband