Frekar á svartan lista

Fjármálalíf landsins nötrar nú og skelfur yfir meintri "hættu" af því að íslensku bankarnir lendi á svokölluðum "gráum lista" vegna skorts á vörnum gegn peningaþvætti.

„Við eigum ekkert heima á þessum gráa lista,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Það er alveg rétt hjá henni, því ef setja ætti íslensku bankana á einhver lista ætti það miklu frekar að vera svartur listi. Grár er ekki nógu dökkur fyrir þá.


mbl.is „Eigum ekkert heima á þessum gráa lista“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Guðmundur málið er að Ísland er löngu komið á svartan lista hjá fjármála spekúlöntum. Það var meira að segja fyrir hrun. Fjárfestar í BNA vildu ekki fjárfesta hér sem reyndar engin gerir nema fá lán í bönkum á íslandi enda vita þeir að íslensku bankarnir lenda í súpunni. CIA factbók var lokuð vegna einhverra viðkvæmra upplýsinga en þeir loka ekki nema beiðni komi frá stjórnvöldum á íslandi. 

Valdimar Samúelsson, 17.10.2019 kl. 20:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdimar, geturðu útskýrt nánar hvað þú átt við með "CIA factbók var lokuð", geturðu bent á einhverjar heimildir eða tengla sem vísa á frekari skýringar á þessu?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2019 kl. 22:28

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Guðmundur CIA er með svokallaðar ferðaupplýsingar fyrir sitt fólk hvar sem það er í heiminum. www.cia.gov  en þar ert tvennskonar upplýsingar og á tveimur stöðum ein blaðsíðan er með venjulegar upplýsinga um land og legu en hinar eru upplýsingar hve fólk á að varast í hinum og þessum þjóðum,,

Valdimar Samúelsson, 18.10.2019 kl. 21:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Upplýsingar á vefsíðu CIA virðast ekki vera uppfærðar mjög ört því þar stendur ennþá að Már Guðmundsson sé seðlabankastjóri og Geir Haarde sé sendiherra Íslands í Bandaríkjunumm.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2019 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband