Ekki kapítalismi að níðast á launþegum

Að níðast á launafólki með því að hlunnfara það um laun og brjóta gildandi samninga, hefur ekkert að gera með "verstu sort kapítalista" eins og formaður Eflingar heldur nú fram með úreltri orðræðu úr fortíðinni, byggðri á stimplun og skautun ("pólariseringu").

Þvert á móti byggist kapítalismi beinlínis á þeirri forsendu að leikreglur markaðarins skuli vera þær sömu fyrir alla og að eftir þeim sé farið. Þannig má færa rök fyrir því að sá sem einsetur sér að brjóta þær reglur sé alls enginn kapítalisti.

Mikilvægt er að nota rétt hugtök í opinberri umræðu. Níðingar eru níðingar, alveg sama hvort þeir eru eða þykjast vera kapítalistar, kommúnistar, anarkistar, zíonistar eða einhverjir aðrir -istar. Ef úthrópa á níðinga væri a.m.k. betra að kalla þá réttum nöfnum.

Það er annars öflugri baráttu fyrir réttmætum málstað verkalýðsins, ekki til framdráttar að byggja hana á sleggjudómum og fordómum í garð allra þeirra fjölmörgu sem aðhyllast þá grunnforsendu kapítalisma að fylgja beri leikreglum markaða, þar með talið þess markaðar sem hér um ræðir þ.e. vinnumarkaðarins.


mbl.is Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega. Konukindin kemur óorði á kapítalismann. (Reyndar á sósíalismann líka ef þú spyrð mig)

Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2019 kl. 16:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við skulum vona að eiginkona Þorsteins Siglaugssonar sé ekki "konukind". cool

Þorsteinn Briem, 21.5.2019 kl. 16:56

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... sagði karlafmánin embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 22.5.2019 kl. 20:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta kerfi er er hvorki betra né verra en mörg önnur.

Þ.e. á pappír. Þar sem ekki er gert ráð fyrir níðingunum.

Lausnin á því vandamáli á ekki að vera spurning um pólitík.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2019 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband