Lýsing: minningargrein um uppvakning

Árið 1986 var stofnað fjármögnunarfyrirtæki undir nafninu Lýsing (kt. 4910861229). Samkvæmt fyrirtækjaskrá var það fyrirtæki afskráð árið 2007 og hefur aldrei heitið "Lykill", andstætt þeim misskilningi sem kemur fram í frétt mbl.is. Nema snillingarnir hafi fundið leið til að framkvæma afturvirka nafnabreytingu. Miðað við margar aðrar snilldarfléttur er reyndar alls ekki víst að sá möguleiki sé með öllu útilokaður.

Árið 2001 var stofnað nýtt fyrirtæki undir nafninu Lýsing (kt. 6211012420). Það fyrirtæki veitti tugþúsundir bílalána o.þ.h. með ólöglegum skilmálum um gengistryggingu áður óþekktum kjörum, sem sprungu í andlitið á fólki reyndust mörgum þungbær í hruninu og kjölfar þess. Afleiðingarnar má sjá í annálum dómstóla þar sem fjármálagerningar og framferði fyrirtækisins hafa komið til kasta þeirra svo oft að fyrirtækið hlýtur eiginlega að vera Íslandsmethafi í málaferlum.

Árið 2007 var svo stofnað nýtt fyrirtæki í flóknum gjörningi einhverskonar öfugs samruna og skiptingar, sem voru einmitt í tísku á þeim tíma. Þannig þótti mörgum eitursnjallt að láta óhentuga hluta starfsemi sinnar (til dæmis skuldirnar) flakka yfir á nýja kennitölu en halda svo áfram að starfa á þeirri fyrri eins og ekkert hefði í skorist. Þrátt fyrir alla snilldina fór Lýsing samt tæknilega á hausinn í hruninu, en var jafn harðan endurfjármögnuð með enn snjallari æfingum þar sem fé var fært úr þrotabúi stærsta eiganda þess Klakka (sem áður hét Exista) en tapið fært í ruslakistuna dótturfélagið sem hét því viðeigandi nafni Pera í samræmi við óhjákvæmileg örlög sín.

Í kjölfar hrunsins stundaði uppvakningurinn fyrirtækið það að stela vörslusvipta bifreiðum af viðskiptavinum sínum og jafnvel stundum fólki sem aldrei hafði skipt við fyrirtækið, af óbilgirni dugnaði sem margir þeirra munu seint gleyma. Enn þann dag í dag er þjarmað að innheimt hjá einstaklingum sem gerðust viðskiptavinir löngu fyrir hrun, grunlausir um að síðar yrðu þeir að fórnarlömbum fjárkúgunar í vanskilum við Lýsingu. Á meðan mest gekk á í þessu var starfsemin lítið auglýst enda var ekkert sérstaklega góð stemning fyrir slíku í samfélaginu, hvorki bílalánum né Lýsingu.

Um svipað leyti og uppvakningurinn Lýsing lagði hvað mesta áherslu á að ræna og rupla heimili og fyrirtæki hámarka endurheimtur útlána sinna, hóf MP banki (nú Kvika) að bjóða einstaklingum bílalán undir vörumerkinu "Lykill". Þegar sá banki ákvað svo að hætta almennri bankaþjónustu og breytast í fjárfestingarbanka, var vörumerkið "Lykill" selt Lýsingu vorið 2014 ásamt meðfylgjandi lánasafni.

Eftir að Lýsing eignaðist vörumerkið "Lykill" og lánasafn þess hefur fyrirtækið smám saman verið að smeygja af sér blóðdrifnum klæðum fortíðarinnar endurskapa ímynd sína og færa sig yfir í hið nýkeypta dularklæði vörumerki. Fyrst var skipt um heimilisfang, reyndar aðeins um eitt númer, með því að flytja úr Ármúla 3 í Ármúla 1. Húsnæðið hafði þá á undraskömmum tíma fengið rándýra yfirhalningu og er nú sannkölluð glæsihöll.

Fljótlega var vörumerki Lykils stillt upp við hlið merkis Lýsingar yfir innganginum. Smám saman fór að bera á auglýsingum aftur, nú undir vörumerkinu Lykill, en þess var þó vandlega gætt að heiti Lýsingar kæmi hvergi fram í þeim. Í september síðastliðnum var svo fyrirtækjaskrá tilkynnt formlega um breytingu á nafni félagsins í "Lykill".

Núna er firmamerki Lýsingar með öllu horfið af höfuðstöðvum Lykils (kt. 6211012420) í Ármúlanum. Þannig eru hamskiptin fullkomnuð og nú stendur til að selja félagið, væntanlega einhverjum sem er grunlaus um vafasama fortíð og ónýtt orðspor þess lítur á það sem frábært fjárfestingartækifæri.

Lýsing er dauð - lengi lifi Lýsing Lykill !


mbl.is Lykill ehf. í söluferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband