Fróðleikskorn um kjörgengisskilyrði
7.12.2017 | 14:15
33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
34. gr. Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.
33. gr. ...
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.
24/2000: Lög um kosningar til Alþingis
4. gr. Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hefur óflekkað mannorð. ...
1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og lögheimili á hér á landi.
6. gr. Kjósendur neyta kosningarréttar síns í kjördæmum eftir þeim reglum og með þeim skilyrðum er lög þessi setja.
Unnur Brá Konráðsdóttir | Æviágrip þingmanna frá 1845
Alþingismaður Suðurkjördæmis 20092017 (Sjálfstæðisflokkur).
5/1998: Lög um kosningar til sveitarstjórna
3. gr. Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélaginu skv. 2. gr., hefur ekki verið sviptur lögræði og hefur óflekkað mannorð. ...
2. gr. Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu.
1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Unnur Brá Konráðsdóttir - Já.is
Gilsbakka 4, 860 Hvolsvelli
Unnur Brá liggur undir feldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 10.1.2018 kl. 16:30 | Facebook
Athugasemdir
Þessi lög eru barn síns tíma Guðmundur. Þ.e. sveitastjórnarlögin. Þú ættir að skoða tillögurnar að persónukjöri til sveitastjórna sem unnar voru í tíð Hönnu Birnu sem ráðherra. Þær eru allrar athygli verðar og þyrftu að komast á dagskrá aftur.
Varðandi lögheimilisákvæðið þá skiptir það ekki lengur máli þar sem seta í sveitastjórnum er nær alfarið orðin launuð, sem breytir eðli þeirra í grundvallaratriðum. Eins ætti að fella niður lögheimilisákvæði um kjörgengi til Alþingis þar sem reynslan er að það ákvæði heldur ekki.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2017 kl. 15:38
Pistillinn fjallar um núgildandi rétt en ekki hugmyndir eða tillögur að mögulegum breytingum á gildandi rétti. Kosningar eiga að fara eftir gildandi lögum á hverjum tíma en ekki hugmyndum sem einhverjir kunna að hafa um mögulegar breytingar á þeim.
Punkturinn hér er sá að kjörgengi er háð lögheimili í viðkomandi kjördæmi eða sveitarfélagi og þannig er til dæmis Hvolsvellingur alls ekki kjörgengur til borgarstjórnar í Reykjavík.
P.S. Persónukjör er og hefur lengst af verið hluti af lögum um kosningar til sveitarstjórna. Það á við um þau tilvik þegar ekki koma fram nógu mörg listaframboð til að fullmanna sveitarstjórn. Þannig að ef samstaða væri í tilteknu sveitarfélagi um persónukjör er ekkert því til fyrirstöðu. Stjórnmálaöfl í því sveitarfélagi myndu þá einfaldlega sleppa því að tilkynna sérstaka framboðslista og þá verða allir íbúar þess kjörgengir í persónukjöri.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2017 kl. 16:22
Krafa um óflekkað mannorð er soldið skondin. Ansi afstæð og almennt orðuðuð skilyrði. Ætli þessu sé fylgt eftir?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2017 kl. 16:24
Ég þóttist skilja um hvað pistillinn snérist. En þú veist náttúrulega að það er hægt að flytja lögheimili? Og í sveitastjórnarlögunum er fresturinn 3 vikur fyrir kjördag. Svo það er nógur tími fyrir hvern sem er að gera ráðstafanir til að verða kjörgengur í borginni.
Varðandi hitt atriðið þá er það misskilningur hjá þér að persónukjör sé það sama og óbundin kosning. Í óbundinni kosningu er allir í kjöri sem fylla skilyrðin til kjörgengis og ekki hafa nýtt réttinn til að skorast undan. Persónukjör sem nú er oftast rætt má viðhafa þótt um bundnar kosningar sé að ræða. En þú greinilega tilheyrir afturhaldssama hluta Íslendinga sem aldrei vilt gera neinar þær breytingar sem aðrir stinga upp á. En þjóðfélagið breytist, hvort sem þér líkar betur eða verr. Bara spurning um að hafa eitthvað um það að segja.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2017 kl. 16:45
Jón Steinar.
Já því er jafnan fylgt eftir. Þess vegna þurfti Árni Johnsen t.d. að fá uppreist æru til að geta boðið sig fram aftur.
Jóhannes Laxdal.
Ég veit vel að það er hægt að flytja lögheimili og veit líka hver fresturinn er í lögum um kosningar til sveitarstjórna. En þá má velta því fyrir sér hvort það sé heiðarlegur stjórnmálamaður sem færir lögheimili sitt til málamynda eingöngu í því skyni að geta boðið sig fram á þeim stað sem honum er hentugast? Tiltekinn íbúi eyðibýlis hefur t.d. mikið verið gagnrýndur fyrir slíkt.
Varðandi meintan misskilning sem þú heldur fram þá er það engin misskilningur. Óbundin kosning er persónukjör því þá eru kosnar persónur en ekki framboðslistar.
Svo verð ég að hafna þeim áburði að ég sé eitthvað afturhaldssamur eða andsnúinn breytingum sem aðrir stinga upp á. Þó ég hafi skrifað þennan pistil um núgildandi rétt, þá kom hvergi fram í honum að ég væri andsnúinn breytingum, en það var bara einfaldlega ekki efni pistilsins. Ef þú vissir hvað þú værir að tala um Jóhannes, þá vissirðu það líka að ég er mikill fylgismaður þess að persónukjör verði innleitt sem meginregla, og er meira að segja stofnfélagi í stjórnmálasamtökum sem hafa haft það á sinni stefnuskrá. Þú ættir kannski að kynna þér það betur Jóhannes, áður en þú setur fram svona sleggjudóma sem eru á engum rökum reistir?
Ég er fylgjandi breytingum til hins betra og það þarf ekki að lesa langt aftur í tímann á þessu bloggi til að finna málflutning sem staðfestir það. Um leið áskil ég mér þó líka rétt til að leggjast gegn tillögum að breytingum sem yrðu til hins verra eins og ég hef einmitt líka tjáð mig um oftar en einu sinni. Það er nefninlega stór munur á því að vera með opinn huga og svo hinu að vera með hann svo opinn að allt vitið detti út um opið.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2017 kl. 23:14
Unnur Brá fer ekki fram í borginni - mbl.is
Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2018 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.